Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigurbjörg Angantýsdóttir (1940-1997) frá Fjallsminni á Skagaströnd
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.2.1940 - 10.9.1997
Saga
Sigurbjörg Angantýsdóttir fæddist á Mallandi á Skaga 3. febrúar 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 10. september síðastliðinn. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin kl. 14.
Staðir
Malland á Skaga: Skagaströnd:
Réttindi
Sigurbjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1960-1961.
Starfssvið
Hún hóf ung störf við fiskvinnu á Skagaströnd, starfaði hún lengst af við rækjuvinnslu, þ.e. sl. 25 ár.
Lagaheimild
Kveðjuljóð um Angantý föður Sigurbjargar;
Nú líður yfir sundin blærinn blíði
og bárur leika sér við fjörusteina.
Allt er hér með árdagsskinið hreina
umhverfið mitt í vorsins dýrð og prýði.
Í austri ljómar geislaskrúðið skæra
og skreytir landið unaðsgliti sínu
og flytur unaðsóm að hjarta mínu,
æðra hljómvalds með ljóðastrengi kæra.
Bláfjöllin kæru breiða faðminn sinn
blítt hér á móti óskalöndum mínum.
Árdegissól á þeirra tinda skín.
Blævindur kæri berðu óðinn minn
beint hér í austur eftir réttum línum,
þar sem að dvelur elsku vinan mín.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6455464
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Hilmar Angantýr Jónsson f. 11. maí 1910 - 28. júlí 1983 Var á Neðranesi, Hvammssókn, Skag. 1930. Bóndi á Ytra-Mallandi á Skaga, Skag. og á Fjalli á Skagaströnd. Síðar sjómaður og verkamaður á Skagaströnd. Síðast umboðsmaður í Grindavík, og Jóhanna Jónasdóttir, f. 15. október 1917. Var á Fjalli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Óseyri, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Sigurbjörg ólst upp á Skagaströnd hjá ömmu sinni Sigurbjörgu Jónasdóttur frá fimm ára aldri.
Systkini Sigurbjargar eru: Guðrún, f. 3. febrúar 1940, gift Indriða Hjaltasyni, búsett á Skagaströnd, Bylgja, f. 15. júní 1944, gift Halldóri Björgvin Einarssyni f 20.6.1944, búsett að Móbergi, Langadal.
Hálfsystkini sammæðra eru Dagný Björk Hannesdóttir, f. 15. nóv. 1946, gift Karli Guðmundssyni f. 16.11.1953, búsett á Skagaströnd, og Sigurjón Gísli Snorrason, f. 7. ágúst 1960, sambýliskona hans er Steinunn Berndsen f. 9.5.1963 systir Adolfs hér að ofan, og búa þau á Skagaströnd.
Sigurbjörg giftist 30. desember 1962 eftirlifandi eiginmanni sínum
Sigmari Jóhannessyni og bjuggu þau á Skagaströnd. Foreldrar Sigmars eru Jóhannes Björnsson, f. 1896, d. 1977, og Dagný Guðmundsdóttir, f. 1907.
Dætur Sigurbjargar eru:
1) Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir, f. 14. desember 1959, gift Benjamín L. Fjeldsted. Börn þeirra eru þrjú: Sigþrúður Dagný, f. 1988, Hallbjörg Erla, f. 1990, Vilhjálmur Smári, f. 1993, eru þau búsett í Borgarnesi.
2) Dagný Marín Sigmarsdóttir, f. 8. nóvember 1962, hennar sambýlismaður er Adolf Hjörvar Berndsen f. 19. janúar 1959. Börn þeirra eru: Sverrir Brynjar, f. 1981, Sonja Hjördís, f. 1986, og Sigurbjörg Birta, f. 1996, búa þau á Skagaströnd.
Almennt samhengi
Angantýr byrjaði ungur að yrkja og hélt því alla tíð. Kvæði og stökur á hann í Húnvetningaljóðum og einstök kvæði birti hann alloft í blöðum og gaf út ljóðabókina Geisla og glæður 1962, ljóð frá æsku- og Skagastrandarárum. Einnig gaf hann út ljóðabókina Huldar slóðir 1964 en í henni eru ljóð frá Grindavíkurárunum.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sigurbjörg Angantýsdóttir (1940-1997) frá Fjallsminni á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sigurbjörg Angantýsdóttir (1940-1997) frá Fjallsminni á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Sigurbjörg Angantýsdóttir (1940-1997) frá Fjallsminni á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.7.2017
Tungumál
- íslenska