Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (1923-2010) Keflavík

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (1923-2010) Keflavík

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.5.1923 - 1.3.2010

Saga

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 29. maí 1923. Sigurbjörg og Jón reistu sér hús í Sóltúni 4 Keflavík og þar bjó Sigurbjörg áfram eftir lát Jóns. Síðustu árin bjó Sigurbjörg á Kirkjuvegi 12 í Keflavík þar til hún fluttist að Hrafnistu í Reykjavík.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. mars 2010. Útför Sigurbjargar fór fram frá Keflavíkurkirkju 11. mars og hófst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Garður
Keflavík

Réttindi

Starfssvið

Sigurbjörg vann ýmis störf samhliða heimilisstörfum. Lengst af starfaði hún í eldhúsi hjá Flugleiðum þar til hún lét af störfum vegna aldurs.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Þorsteinn Árnason sjómaður og síðar húsasmiður í Keflavík, f. í Hrúðunesi í Leiru 28. okt. 1885, d. í Keflavík 23. jan. 1969 og Guðný Helga Vigfúsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. á Geirmundarstöðum í Staðarhreppi í Skagafirði 22. febr. 1882, d. 8. jan. 1943

Alsystkini Sigurbjargar eru:
1) Árni Þorsteinsson f. 14. nóv. 1908, d. 10. mars 1986, Skipstjóri, síðar hafnsögumaður í Keflavík. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Síðast bús. í Keflavík.
2) Steinunn Þorsteinsdóttir f. 15. apríl 1910, d. 15. nóv. 1990, Húsfreyja á Stýrimannastíg 14, Reykjavík 1930. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Síðast bús. í Keflavík.
3) Guðný Helga Þorsteinsdóttir f. 31. okt. 1911, d. 10. jan. 1999, Námsmey í Keflavík 1930. Húsfreyja, síðast bús. í Keflavík.
4) Guðrún Þorsteinsdóttir f. 31. okt. 1911, d. 23. jan. 2001, Námsmey á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Njarðvík. Fósturfor: Bjarnveig Vigfúsdóttir og Árni Grímsson.
5) Ingveldur Þorsteinsdóttir f. 26. nóv. 1912, d. 5. jan. 1987, Var í Keflavík 1930. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Síðast bús. í Keflavík.
6) Ingólfur Þorsteinsson f. 25. sept. 1914, d. 15. júlí 1938, Var í Keflavík 1930 og í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920.
7) Hallveig Þorsteinsdóttir f. 30. júlí 1916, d. 1. mars 2008, Var í Keflavík 1930. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Húsfreyja og verkakona í Keflavík.
8) Þorsteinn Þorsteinsson f. 23. ágúst 1918, d. 4. apríl 2007. Var í Keflavík 1930. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Skipstjóri og smiður. Tók þátt í að stofna Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis í Keflavík.
9) Gunnar Þorvaldur Þorsteinsson f. 17. nóv. 1920 - 7. apríl 2013. Var í Keflavík 1930. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Byggingatæknifræðingur í Reykjavík.
Hálfbræður Sigurbjargar frá síðara hjónabandi Þorsteins með Ingveldi Pálsdóttur eru;
10) Ingólfur Gísli Þorsteinsson f. 22. apríl 1951,
11) Vignir Páll Þorsteinsson f. 5. des. 1952.

Sigurbjörg giftist 14. okt. 1944 Jóni Guðmundssyni, húsgagnasmiði í Keflavík, f. í Garði, Gull. 3. des. 1918, d. 15. nóv. 1966. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson, sjómaður og verkamaður í Sjávargötu, Gerðahr., Gull., f. í Hólmabúð í Vogum, Gull. 21. ágúst 1894, d. 17. júlí 1972, og Sesselja Jónsdóttir, f. í Nesi í Selvogi 11. febr. 1893, d. 19. júlí 1986. Börn Sigurbjargar og Jóns eru:
1) Guðný Helga Jónsdóttir f. 8. sept. 1945 gift Birni Baldurssyni, þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn.
2) Guðmundur Jónsson f. 13. apríl 1950, kvæntur Ingu Ólafsdóttur, þau eiga þrjá syni.
3) Brynjar Jónsson f. 2. okt. 1962.
Sonur Jóns er;
4) Pálmi Jónsson f. 8.okt. 1938, kona hans var Hulda Björg Guðnadóttir ( látin). Þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07865

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 1.8.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir