Sigrún Jóhannsdóttir (1914-1997) Laugarbrekku Varmahlíð

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigrún Jóhannsdóttir (1914-1997) Laugarbrekku Varmahlíð

Hliðstæð nafnaform

  • Sigrún Jóhannsdóttir (1914-1997) Laugarbrekku Varmahlíð

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.3.1914 - 20.9.1997

Saga

Sigrún Jóhannsdóttir var fædd á Úlfsstöðum í Skagafirði 18. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. september síðastliðinn. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum. Hún var alin upp við þjóðmálaumræðuna og hafði þar alla tíð mjög fastmótaðar skoðanir. Aðdáunarvert var hversu fljót hún var jafnan að segja sitt álit bæði á mönnum og málefnum og á hversu rökvísan og heilsteyptan hátt hún flutti mál sitt. Hefði hún sómt sér vel á hvaða vettvangi sem var ef því var að skipta. Eftir að Sigurður lést fyrir 19 árum hélt Sigrún áfram heimili á Víðimel 48, en vetursetu höfðu þau haft árum saman í Reykjavík þó starfsvettvangur væri norður í Skagafirði frá vori langt fram á haust. Á þessum árum vann Sigrún við ýmis störf utan heimilis einkum þó við saumaskap og kom þá að góðum notum færni hennar og útsjónarsemi á því sviði.
Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey.

Staðir

Úlfsstaðir í Skagafirði:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðssonar, bónda á Úlfsstöðum, f. 5. júní 1883, d. 14. mars 1970, og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, f. 25. desember 1885, d. 3. mars 1976.
Sigrún átti þrjú systkini, Línu, f. 12. mars 1909, giftist Gísla Gottskálkssyni skólastjóra, og Sigurð, f. 11. júní 1916, síðar bónda á Úlfsstöðum, kvæntist Hólmfríði Jónsdóttur, og Gunnlaug, húsgagnameistara, f. 11. nóvember 1917, d. 15. júní 1986, kvæntist Rósu Gísladóttur.
Sigrún giftist 14. júlí 1940 Sigurði Jónassyni frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd, f. 29. janúar 1910, skógarverði í Varmahlíð. Hann lést 11. apríl 1978.
Þau Sigrún og Sigurður eignuðust fjögur börn.
1) Ingibjörg, gift Jóni Adólf Guðjónssyni, en þeirra börn eru Sigurður Atli, kvæntur Sigríði Laufeyju Jónsdóttur, og Inga Sigrún, unnusti hennar Svali H. Björgvinsson.
2) Jóhann, kvæntur Margréti Valdimarsdóttur, þeirra börn eru Einar, í sambúð með Sigrúnu Jónsdóttur, og Hekla, hennar sonur Einar H. Knútsson.
3) Svanhildur, gift Hilmari Þór Björnssyni en þeirra börn eru María Sigrún og Sigurður Örn.
4) Sigurður, kvæntur Ásdísi Erlu Kristjónsdóttur, en þeirra synir eru Hlynur, Bjarki, í sambúð með Guðrúnu Ólu Jónsdóttur, og Sigurður.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1935 - 1936

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01921

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 18.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir