Sigríður Bjarnadóttir (1910-1997) frá Odda

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigríður Bjarnadóttir (1910-1997) frá Odda

Hliðstæð nafnaform

  • Sigríður Júlíana Bjarnadóttir (1910-1997) frá Odda
  • Sigríður Júlíana Bjarnadóttir frá Odda

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.5.1910 - 18.3.1997

Saga

Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Eldhússtúlka í Kirkjustræti 8 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík.
Sigríður ólst upp í Odda á Rangárvöllum frá 8 ára aldri, hjá systur sinni, Önnu Bjarnadóttur, sem gift var séra Erlendi Þórðarsyni sem þar var prestur.
Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aðfaranótt 18. mars 1997.
Útför Sigríðar fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. mars og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Reykjavík; Oddi á Rangárvöllum:

Réttindi

Starfssvið

Sigríður starfaði í áratugi á Röntgendeild landspítalans, vann fyrir Vernd í fjölda ára og las í mörg ár inn á hljóðsnældur fyrir Blindrafélagið.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Bjarni Gíslason 2. apríl 1875 - 11. júní 1915. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Drukknaði í róðri og kona hans; Guðrún Magnúsdóttir 1. okt. 1879 - 27. feb. 1945. Húsfreyja í Reykjavík og var þar 1910 og 1930.

Systkini Sigríðar;
1) Gísli Magnús Bjarnason 16. júní 1897 - 11. júní 1915. Var í Reykjavík 1910. Drukknaði ásamt föður sínum.
2) Anna Guðlaug Sigurný Bjarnadóttir 6. apríl 1899 - 15. júlí 1967. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík og Odda á Rangárvöllum. Maður hennar 6.7.1918; Erlendur Karl Þórðarson 12. júní 1892 - 21. des. 1982. Var í Reykjavík 1910. Bóndi og prestur í Odda, Oddasókn, Rang. 1930. Prestur í Odda 1918-1946. Prestur í Reykjavík. Síðar fulltrúi hjá Ríkisskattanefnd.
3) Guðmundur Edvarð Bjarnason 12. júní 1901 - 15. júní 1969. Var í Reykjavík 1910. Bakarameistari í Reykjavík.
4) Bjarni Bjarnason 7. feb. 1903 - 20. júní 1978. Var í Reykjavík 1910. Vinnumaður á Uxahrygg I, Oddasókn, Rang. 1930.
5) Kristín Bjarnadóttir 12. ágúst 1905 - 12. okt. 1971. Var í Reykjavík 1910. Vinnukona á Túngötu 30, Reykjavík 1930.
6) Aðalsteinn Már Bjarnason 15. jan. 1913 - 11. jan. 1936. Bókbindari á Veghúsastíg 1, Reykjavík 1930. Bókbindari.

Sammæðra
7) Magnea L Þórarinsdóttir 17. sept. 1918 - 8. sept. 2003. Síðast bús. í Reykjavík. Faðir hennar: Þórarinn Finnsson, sem f. var 8. maí 1880, d. í Reykjavík 25. september 1960. Maður hennar 8.10.1938; Haraldur Gíslason 28. feb. 1916 - 22. júní 1996. Verkstjóri, síðast bús. í Reykjavík.

Sigríður giftist árið 1932 Jóni Magnússyni, f. 12. maí 1906, húsgagnasmíðameistara frá Stykkishólmi, en hann lést í mars 1969. Síðustu árin var Jón kirkjuvörður í Dómkirkjunni í Reykjavík og gegndi hann því starfi til dauðadags.
Þau hjónin unnu mikið að safnaðarstörfum innan Dómkirkjunnar. Sigríður og Jón eignuðust tvö börn.
1) Bjarni Jónsson listmálari, fæddur 15. sept. 1934 - 8. jan. 2008. Kennari og myndlistarmaður. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans Astrid Ellingsen, prjónahönnuður, en hann á fjögur börn af fyrra hjónabandi.
2) Valgerður Jónsdóttir fædd 23. apríl 1938 - 1979, hún starfaði í nokkur ár sem flugfreyja hjá Pan American- flugfélaginu, þangað til hún giftist Jack B. Draughn og eignaðist tvö börn, Soniu og Robert.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05075

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 8.9.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir