Sigríður Pálsdóttir (1909-2003)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigríður Pálsdóttir (1909-2003)

Hliðstæð nafnaform

  • Sigríður Pálsdóttir (1909-2003) af Ströndum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.12.1909 - 2.3.2003

Saga

Sigríður Pálsdóttir fæddist á Víðidalsá í Strandasýslu 17. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 2. mars síðastliðinn.
Þegar hún var komin yfir áttrætt fluttist hún á Selfoss. Henni fannst bærinn ágætur en ljótur. Hún saknaði fegurðar Eyjafjarðar. Um það bil sem hún flutti suður tók sjóninni að hraka og loks varð hún nánast blind. Þá heyrðist hún segja: "Mér líkar bara vel á Selfossi eftir að ég missti sjónina."
Útför Sigríðar verður gerð frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Víðidalsá í Strandasýslu:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinsína Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1880, d. 18. október 1969, og Páll Gíslason, bóndi og oddviti, f. 19. ágúst 1877, d. 3. október 1962.
Sigríður var þriðja elst í hópi ellefu systkina. Elst voru Stefán og Gísli, yngri voru Ragnheiður, Kristbjörg, Þorbjörg, Brynhildur, Gestur, Kristín, Gísli, og fósturbróðurinn Páll. Eftirlifandi systkina Sigríðar eru Þorbjörg, Brynhildur og Kristín.
Árið 1939 giftist Sigríður Hirti Jóni Sigurðssyni, f. á Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu 1. júní 1910, d. 12. júlí 1992.
Sigríður og Hjörtur eignuðust fjóra syni:
1) Páll skipatæknifræðingur, f. 1938, kvæntur Þuríði Guðnadóttur, d. 1999, eignuðust þau tvo syni.
2) Jón framkvæmdastjóri, f. 1944, kvæntur Áslaugu Ólafsdóttur, eiga þau fjögur börn.
3) Hreinn veðurfræðingur, f. 1946, í sambúð með Sigurbjörgu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn.
4) Sigmar kennari, f. 1952, í sambúð með Guðnýju Sigríði Hallgrímsdóttur, eiga þau tvö börn.
Barnabarnabörn Sigríðar eru 10.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01905

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir