Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Þórmundsdóttir (1906-1998)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.9.1906 - 28.7.1998
Saga
Sigríður Þórmundsdóttir var fædd í Langholti í Borgarfirði 5. september 1906. Hún andaðist í Landspítalanum 28. júlí síðastliðinn. Sigríður ólst upp á Bæ í Borgarfirði og stundaði þar hefðbundin sveitastörf. Sigríður bjó síðustu 10 árin í íbúð sinni í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.
Útför Sigríðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Langholt í Borgarfirði: Bær í Bæjarsveit Borgarfirði: Suðureyri 1932: Mosfellsbær.
Réttindi
Kvennaskólann á Blönduósi 1927:
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Þórmundur Vigfússon og Ólöf Helga Guðbrandsdóttir. Systkinin á Bæ urðu alls 14 en ellefu þeirra náðu fullorðinsárum.
Sigríður giftist hinn 27. desember 1932 Eiríki E.F. Guðmundssyni frá Suðureyri, f. 20. maí 1907, d. 24. ágúst 1985. Þau byrjuðu sinn búskap á Suðureyri en veikindi þeirra urðu til þass að þau fluttu suður og settust að í Mosfellssveit. Þá hófu þau búskap á Hverabakka í Mosfellsbæ en fluttu síðan húsið árið 1947 að Meltúni þar sem það stendur enn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku mörg börn í fóstur um lengri eða skemmri tíma.
Þau eignuðust eina kjördóttur,
1) Sigurbjörg, f. 23. nóvember 1941, d. 4. febrúar 1997. Foreldrar hennar voru Magnús Björn Pétursson 21. júní 1920 - 15. desember 1985 Var á Kleifum við Seyðisfjörð, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Umsjónarmaður í Reykjavík, síðast bús. þar og Arndís Sigríður Halldórsdóttir 9. október 1921 - 5. september 1995 Var á Læk , Ingjaldshólssókn, Snæf. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Svavar Sigurjónsson og eignuðust þau þrjú börn, þau eru: Áslaug Sigríður, gift Geir Magnússyni, þau eiga þrjú börn. Margrét Björk, gift Ingólfi Gissurarsyni, þau eiga þrjár dætur, og Eiríkur Sigurjón, sambýliskona hans er Guðrún V. Eyjólfsdóttir.
Einnig ólst upp hjá þeim hálfbróðir Sigurbjargar,
0) Sigmar Pétursson, f. 22. september 1952, kvæntur Þrúði Jónu Kristjánsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður Kristín og Sigrún. Um tíma dvaldi líka hjá þeim Guðný Jóna Hallgrímsdóttir. Maður hennar er Björn Haraldsson, þau eiga fjögur börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.7.2017
Tungumál
- íslenska