Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Kristjánsdóttir (1920-2000)
Hliðstæð nafnaform
- Sigríður Kristjánsdóttir (1920-2000) Ytra-Seljalandi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.5.1920 - 12.4.2000
Saga
Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1. maí 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. apríl síðastliðinn. Sigríður sinnti almennum bústörfum á æskuheimili sínu. Hún stofnaði nýbýlið Ytra-Seljaland með eiginmanni sínum árið 1944 og hafa þau búið þar síðan og byggt þar upp hús og jörð. Útför Sigríðar fer fram frá Stóradalskirkju laugardaginn 22. apríl og hefst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Seljaland undir Eyjafjöllum: Ytra-Seljaland 1944:
Réttindi
Hún stundaði húsmæðranám í Hverabakkaskóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði 1939-40 og við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1942-43.
Starfssvið
Veturinn 1941-42 var hún í vist í Reykjavík, hún var um tíma starfsstúlka á Kleppsspítala og var nokkur sumur matráðskona hjá vegagerðarmönnum. Á árunum eftir 1980 vann hún um skeið hjá útibúi saumastofunnar Sunnu sem rekin var í húsnæði Seljalandsskóla. Hún starfaði í kvenfélaginu Eygló og var heiðursfélagi þar.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Ólafsson, f. 15.4. 1890, d. 6.4. 1945, og Arnlaug Samúelsdóttir, f. 27.9. 1887, d. 11.12. 1968, er bjuggu á Seljalandi.
Sigríður var þriðja í röð sex barna þeirra hjóna er náðu fullorðinsaldri: Ólafur, f. 21.9. 1915, d. 6.4. 1981, maki Guðrún Helgadóttir; Magnús, f. 30.1. 1918, d. 9.2. 1987, maki Laufey Guðjónsdóttir, látin; Aðalbjörg, f. 25.10. 1923, maki Andrés Ágústsson; Þuríður, f. 16.7. 1926, maki Guðjón Einarsson, Marta, f. 6.11. 1929, maki Sigurður Jónsson, látinn. Uppeldissystir Sigríðar er Svanlaug Sigurjónsdóttir, f. 4.7. 1937, maki Guðni Jóhannsson.
Tvö systkini Sigríðar dóu í æsku, þau Högni, tvíburabróðir Aðalbjargar, d. 2.7. 1924, og Þuríður eldri, f. 13.10. 1921, d. 30.8. 1924.
Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Hálfdan Auðunsson frá Dalsseli undir Eyjafjöllum, f. 30.4. 1911. Þau gengu í hjónaband 23. desember 1944. Foreldrar hans voru Auðunn Ingvarsson, kaupmaður og bóndi, lengi í Dalsseli, en síðast á Leifsstöðum, og Guðlaug Helga Hafliðadóttir, húsmóðir. Hálfdan átti einn son fyrir, Sigurð Sveinsson Hálfdanarson, f. 28.6. 1935, maki Theodóra Sveinsdóttir, f. 15.3. 1936.
Börn þeirra Sigríðar og Hálfdanar eru:
1) Kristján Hálfdanarson, f. 9.6. 1945, maki Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, f. 23.12. 1945. Börn þeirra eru Hálfdan Örn, f. 8.10. 1969, og Þóra Marta, f. 10.8. 1975, sambýlismaður hennar er Gunnar Guðnason, f. 24.11. 1974, og eiga þau eina dóttur, Jónu Vigdísi.
2) Auðunn Hlynur, f. 17.8. 1946, maki Berta Sveinbjarnardóttir, f. 7.7. 1952. Þeirra börn eru: Sigríður Dögg, f. 28.9. 1972, sambýlismaður hennar er Edward Williams. Sigríður á dótturina Diljá með Stefáni Einarssyni; Hlynur Þór, f. 17.1. 1975; Helga Kristín, f. 2.8. 1980.
3) Guðlaug Helga, f. 20.5. 1948, maki Ásbjörn Þorvarðarson, f. 11.9. 1950. Þeirra synir eru: Darri, f. 7.9. 1972, maki Petra Arnardóttir, f. 28.8. 1966, og eiga þau soninn Oliver; Orri Þór, f. 5.8. 1977; Þórhallur, f. 25.9. 1980.
4) Hálfdan Ómar, f. 3.12. 1949, maki Þuríður Þorbjarnardóttir, f. 29.11. 1954. Dóttir þeirra er Anna Þyrí, f. 31.8. 1990, en dætur hans og Kolbrúnar Engilbertsdóttur af fyrra hjónabandi eru Guðríður Dröfn, f. 5.8. 1973, sambýlismaður hennar er Jón Ingi Dardi, og Sara Hlín, f. 29.7. 1976. Börn Þuríðar frá fyrra hjónabandi með Sigurði Indriðasyni eru Svala, f. 10.3. 1978, hennar dóttir Hulda Bjarklind, og Indriði, f. 12.10. 1981.
5) Markús, f. 4.2. 1951, maki Inga Lára Pétursdóttir, f. 28.6. 1963. Þeirra börn eru: Erla María, f. 31.12. 1989, og Pétur Dan, f. 2.4. 1992, en synir hans og fyrri konu hans, Guðrúnar Ingibjargar Ólafsdóttur, eru Hrafnkell, f. 15.4. 1977, sambýliskona María Katrín Jónsdóttir, og Ólafur Örn, f. 12.5. 1985.
6) Arnlaug Björg, f. 15.10. 1952. Sonur hennar og fyrrverandi sambýlismanns, Ole Leif Olsen, er Arne Vagn, f. 17.6. 1972, maki Dagný Þóra Baldursdóttir, f. 6.9. 1975. Dóttir þeirra er Snædís Sara.
7) Heimir Freyr, f. 21.2. 1958.
8) Guðrún Ingibjörg f. 19.6. 1960. Sonur hennar er Daði Hrannar, f. 23.7. 1981, faðir Aðalsteinn Már Aðalsteinsson, og Þormar Harri, f. 7.6. 1994, faðir Þröstur Unnar Guðlaugsson.
9) Sigríður Hrund, f. 21.11 1963, sambýlismaður Hafþór Jakobsson, f. 3.8. 1964. Þeirra börn eru: Ísak Jakob, f. 16.3. 1993, Áki Freyr, f. 31.7. 1996 og Eva Huld, f. 18.10. 1999.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.7.2017
Tungumál
- íslenska