Sigríður Gunnarsdóttir (1916-2005)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigríður Gunnarsdóttir (1916-2005)

Hliðstæð nafnaform

  • Sigríður Gunnarsdóttir (1916-2005) frá Grænumýrartungu

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

21.8.1916 - 10.9.2005

Saga

Sigríður Gunnarsdóttir fæddist í Grænumýrartungu í Hrútafirði í Strandasýslu 21. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september síðastliðinn. Sigríður fæddist og ólst upp í Grænumýrartungu í Hrútafirði. Haustið 2001 flytja þau hjónin í þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Dalbraut 21 og eftir missi eiginmanns síns flytur Sigríður í þjónustumiðstöðina á Dalbraut 27.
Útför Sigríðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Grænumýrartunga í Hrútafirði í Strandasýslu: Reykjavík:

Réttindi

Hún stundaði barnaskólanám við farskólann í Grænumýrartungu og lauk námi frá Kvennaskólanum á Blönduósi vorið 1935.

Starfssvið

Hún var matráðskona í Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði 1936-1937 og húsmóðir í Grænumýrartungu til 1966. Hún starfaði í kvenfélagi Staðarhrepps og í kirkjukór Staðarkirkju. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur starfaði hún við ræstingar í Hlíðaskóla, einnig hjá Kjötiðnaðarstöð Sambandsins og síðar starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands um árabil, ásamt húsmóðurstörfum í Bogahlíð 10.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Ingveldur Björnsdóttir, f. 7. maí 1894, d. 9. ágúst 1981, og Gunnar Þórðarson, f. 19. febrúar 1890, d. 11. mars 1980.
Systir Sigríðar var Steinunn Gunnarsdóttir, f. 28. júní 1919, d. 31. mars 2002, gift Benedikt Jóhannessyni, f. 4. janúar 1914, d. 25. október 1983.
Uppeldisbræður voru Þórður Guðmundsson, látinn, kona hans var Ísgerður Kristjánsdóttir, látin, og Björn Svanbergsson, látinn, kona hans var Bergþóra Jónsdóttir, látin.
Sigríður giftist 25. desember 1937 Ragnari Guðmundssyni, f. 17. júlí 1911, d. 25. febrúar 2003. Þau bjuggu í Grænumýrartungu í Hrútafirði til ársins 1966 og síðar í Bogahlíð 10 í Reykjavík til ársins 2001 að þau hjón fluttu í þjónustuíbúðir á Dalbraut 21 í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífi. Þau eru:
1) Þórunn Nanna, f. 13.4. 1940, maki Jóhann Óskar Hólmgrímsson, f. 16.10. 1938. Börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 1963, maki Jón Skúli Indriðason, f. 1963, þau eiga tvö börn, Jóhann Skúla og Kristínu Ýri. b) Hólmgrímur, f. 1964, maki Ingibjörg Gylfadóttir, f. 1969, þau eiga þrjú börn, Maríu, Jóhann Þór og Ínu Soffíu, fyrir átti Hólmgrímur soninn Siguringa, móðir hans er Lára Soffía Hrafnsdóttir. c) Svanhvít, f. 1966, maki Djamel Seba, f. 1964, þeirra börn eru: Sonja, látin, Elías Samywalid, Lydia og Kenza. d) Ragnar Axel, f. 1969, maki Olga Friðriksdóttir, f. 1969, þau eiga tvö börn, Þórunni Nönnu og Friðrik Þór. e) Ingvaldur, f. 1974, maki Ásdís Hallgrímsdóttir, f. 1978, þau eiga tvö börn, Petru Maríu og Viktor Inga.
2) Gunnar Ingi, f. 26.7. 1942, d. 8.8. 1942.
3) Ingunn, f. 27. 4. 1944, maki Már Óskar Óskarsson, f. 21.11. 1945. Börn þeirra eru: a) Harpa Sólbjört, f. 1972, hún á þrjú börn, Sigurbjörn Má, Bergmann Óla og Ársól Ingveldi, faðir þeirra er Aðalsteinn Ólafsson. b) Ingimar Óskar, f. 1975, maki Erla Björk Theodórsdóttir, f. 1976, þau eiga tvö börn, Margréti Lísu og Sindra Má, fyrir átti Ingimar soninn Ottó Inga, móðir hans er Eva Ósk Ármannsdóttir. Fyrir átti Ingunn dótturina Rögnu Heiðbjörtu Þórisdóttur, f. 1966, maki Kristján Guðmundsson, f. 1965, þau eiga þrjú börn, Vilhjálm Ragnar, Heiðu Björgu og Hugrúnu Birtu.
4) Gunnar, f. 4.11. 1949, maki Ásthildur Ágústsdóttir, f. 24.12. 1955. Börn þeirra eru: a) Ragnar Axel, f. 1973, maki Þorbjörg Þorgrímsdóttir, f. 1968, hún á þrjú börn, Helenu Rós, Emelíu og Benjamín. b) Ágúst, f. 1978, maki Berglind Kristjánsdóttir, f. 1978, þau eiga tvö börn, Kristján Kára og Ásthildi Elísu, fyrir átti Ágúst soninn Hafstein Einar, móðir hans er Íris Aðalsteinsdóttir. Sigríður, f. 1982, hún á dótturina Melkorku Mist, faðir hennar er Einar Ásgeir Ásgeirsson.
5) Heiðar, f. 31.1. 1956, maki Sigrún Guðjónsdóttir, f. 23.10. 1961. Börn þeirra eru: a) Ragnhildur, f. 1981, maki Hjörtur Líndal Hauksson, f. 1979, hann á einn son, Almar Loga Líndal. b) Hulda, f. 1983, maki Guðmundur Andrésson, f. 1983, c) Ásdís, f. 1992.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01895

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir