Sigríður Einarsdóttir (1902-1992)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigríður Einarsdóttir (1902-1992)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

4.10.1902- 24.6.1992

Saga

Sigríður Einarsdóttir frá Eyrarlandi Fædd 4. október 1902 Dáin 24. júní 1992 Hún fæddist í dagrenningu þessarar aldar og dó skömmu fyrir sólarlag hennar. Langri ævi merkrar konu er lokið - á meðal okkar hún sofnaði svefninum langa inn í Jónsmessunóttina. Einkennandi fyrir hana, sem unni vorinu svo sem hún lýsti sjálf fyrir skömmu í bréfi: " . . . sem krakki fylltist ég svo sterkri ógn um leið og byrjaði að snjóa og skildi ekki fullorðna fólkið sem tók þessu með jafnaðargeði. Þá byrjaði ég strax að þrá vorið með lítil lömb, grænan gróður, blóm og fuglasöng".
Hún hét Sigríður Einarsdóttir og fæddist, ólst upp og bjó nánast alla sína ævi á Eyrarlandi, nú í Eyjafjarðarsveit.
Hún kvaddi þennan heim á þann veg sem hún var svo oft búin að óska sér - með fullri reisn. Hún skrifaði fyrir tveimur árum: "Þetta sígur allt til þessarar einu áttar sem við öll hljótum að feta, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Ég segi bara með Davíð: "fyrr að kallið kemur, þá kem ég glaður um borð". Og hún kom svo sannarlega glöð um borð.
Hún skrifaði einnig: "Gamla fólkið okkar er alltaf að kveðja og ég samfagna því og gleðst með þeim sem eiga þörf á hvíldinni".
Útför hennar fer fram á Akureyrarkirkju í dag og enn skrifar hún: "Í þeirri kirkju er hljóður helgiblær, þar líður mér vel." Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, í Kaupangskirkjugarði, í sveitinni hennar fögru.

Staðir

Eyrarland í Eyjafirði:

Réttindi

Nam við Kvennaskólann á Blönduósi í byrjun þriðja áratugarins, þar sem bóklegar greinar voru hafðar í hávegum ásamt þeim verklegu.

Starfssvið

Húsfreyja:

Lagaheimild

Mann sinn missti Sigríður eftir 46 ára hjónaband, hún varð einnig að sjá á eftir elsta syni sínum á besta aldri, næstelsta barnabarninu á fermingaraldri og níu ára langömmubarni. Þá skrifaði hún:
"Og hvað á ég að segja, sorgmædd gömul kona, ykkur til hughreystingar, nú þegar hún er horfin sjónum okkar, yndislegasta blómið á ættarmeiðnum."
Og hún heldur áfram:
"Er það öfugmæli að þeir séu ríkastir sem mest hafa misst? Hugsaðu þér þá sem aldrei hafa átt neitt, nema þá veraldarauð, aldrei hafa þekkt dýpstu gleði og sárustu sorg, þeir eru hinir fátæku, eiga ekki einu sinni minningarnar. Skáld hefur sagt og óskað þjóð sinni, að hún eigi ávallt menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir."

Innri uppbygging/ættfræði

Hún var elst fimm barna sæmdarhjónanna Margrétar Eiríksdóttur 21. desember 1879 - 27. febrúar 1955 Húsfreyja í Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1901. Húsfreyja í Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Litla-Eyrarlandi í Öngulsstaðahr., Eyjafirði, og Einars Árnasonar, 27. nóvember 1875 - 14. nóvember 1947. Bóndi í Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1901. Bóndi og ráðherra í Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1930. Bóndi og barnakennari á Litla-Eyrarlandi í Öngulsstaðahr. Alþingismaður 1916-1942 og ráðherra. . Ungur maður úr Mývatnssveit kom inn í líf hennar, Sigurgeir Sigfússon hét hann f. 26. maí 1896 - 19. ágúst 1969 Húsmaður á Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Öngulsstaðahreppi. Þau felldu hugi saman og settu saman bú á Eyrarlandi, byggðu við gamla bæinn og bjuggu þar myndarbúi á meðan heilsa leyfði.
Börnin urðu fjögur, barnabörnin þrettán, en barnabarnabörnin eru orðin allmörg og fimmti ættliðurinn að byrja að líta dagsins ljós.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01891

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir