Sigríður Skarphéðinsdóttir (1923-2023) frá Dagverðarnesi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigríður Skarphéðinsdóttir (1923-2023) frá Dagverðarnesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.7.1923 - 7.1.2023

Saga

Sigríður Skarphéðinsdóttir fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu 3. júlí 1923. Handavinnukennari, fékkst við ýmis störf, starfaði lengst af sem verkstjóri á prjónastofu. Kvsk á Blönduósi 1942-1943
Sigríður var mjög fjölhæf handverkskona, hún saumaði, prjónaði, málaði myndir og skar út í tré. Síðustu ár dvaldi hún á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 7. janúar 2023. Útför Sigríðar var gerð frá Ábæjarkirkju 27. janúar 2023, klukkan 13. Streymt var frá útförinni:

Staðir

Réttindi

Grunnskólaganga Sigríðar var í farskólum í Skorradal. Hún fór einn vetur í Húsmæðraskólann á Blönduósi og síðar gekk hún í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan handavinnukennaraprófi og kenndi einn vetur í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni.

Starfssvið

Sigríður vann ýmis störf á sinni löngu ævi en lengst af vann hún sem verkstjóri á prjónastofunni Lesprjón sem starfrækt var í Reykjavík. Á þeim tíma var hún öflugur félagsmaður í verkalýðsfélaginu Iðju.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Skarphéðinn Magnússon 27. jan. 1890 - 19. nóv. 1971. Bóndi í Dagverðarnesi, Fitjasókn, Borg. 1930. Bóndi í Dagverðarnesi í Skorradal. Síðast bús. í Skorradalshreppi og kona hans; Kristín Sigurlaug Kristjánsdóttir 22. jan. 1896 - 30. apríl 1983. Húsfreyja í Dagverðarnesi, Fitjasókn, Borg. 1930. Síðast bús. á Akranesi.

Systkini;
1) Magnús Skarphéðinsson 3. feb. 1921 - 20. sept. 1989. Var í Dagverðarnesi, Fitjasókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Kristján Skarphéðinsson 1. júlí 1922 - 7. apríl 1988. Bifvélavirki, síðar kaupmaður. Fósturbarn á Síðumúlaveggjum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kjörsonur: Baldvin Ingimarsson f. 22.4.1944.
3) Guðbrandur Skarphéðinsson 11. júlí 1925 - 7. des. 1990. Var í Dagverðarnesi, Fitjasókn, Borg. 1930. Búfræðingur og bóndi í Dagverðarnesi. Síðast bús. í Skorradalshreppi.
4) Baldur Skarphéðinsson 19. júní 1928 - 29. mars 2004. Var í Dagverðarnesi, Fitjasókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Andakílshreppi.
5) Þuríður Skarphéðinsdóttir 14.6.1931.

Eiginmaður Sigríðar var Pétur Pétursson, f. 16.5. 1917, d. 12.11. 2004. Vagnstjóri hjá SVR, síðast bús. í Reykjavík. Var á Grettisgötu 41, Reykjavík 1930.

Börn Péturs og Sigríðar eru:
1) Hulda Pétursdóttir 18.8. 1949, eiginmaður hennar er Guðmundur Egilsson, eiga þau þrjú börn.
2) Skarphéðinn Pétursson 1.4. 1951, eiginkona hans er Anna Baldvina Jóhannesdóttir, eiga þau fjögur börn.
3) Guðrún Pétursdóttir 7.3. 1954, eiginmaður hennar er Bjarni Guðmundsson, eiga þau þrjú börn.
4) Pétur Hans Pétursson 16.1. 1960, eiginkona hans er Laufey Sigríður Jónsdóttir, eiga þau tvö börn,
5) Kristín Pétursdóttir 26.2. 1963, eiginmaður hennar er Þorsteinn Sveinsson, eiga þau fjögur börn.
Af fyrra hjónabandi átti Pétur;
6) Steingrímur Guðni Pétursson 12.11. 1942, sambýliskona hans er Sigríður Jónsdóttir Lepore. Steingrímur Guðni á fjögur börn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1942 - 1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kennaraskóli Íslands

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07907

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 29.5.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir