Sigrún Stefánsdóttir (1930-2013) Bakkakoti í Vesturdal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigrún Stefánsdóttir (1930-2013) Bakkakoti í Vesturdal

Hliðstæð nafnaform

  • Aðalbjörg Sigrún Stefánsdóttir (1930-2013) Bakkakoti í Vesturdal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.8.1930 - 26.12.2013

Saga

Aðalbjörg Sigrún Stefánsdóttir 11.8.1930 - 26.12.2013. Var í Bakkakoti í Vesturdal, Skag. 1930. Fékkst við ýmis störf í Reykjavík.
(Aðalbjörg) Sigrún Stefánsdóttir fæddist í Bakkakoti, Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu, 11. ágúst 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 26. desember 2013.
Sigrún var jarðsungin frá Fossvogskirkju, 3. janúar 2014, og hófst athöfnin kl. 13.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Hún starfaði stuttan tíma á Grand Hotel í Ósló um tvítugt og vann við ýmis störf í gegnum tíðina en lengst af starfaði hún hjá Háskóla Íslands og Raunvísindastofnun Háskólans.
Sigrún ferðaðist mikið um heiminn, fór í hnattreisur og er varla til það land sem hún hafði ekki komið til.

Lagaheimild

Sigrún var mikill dýravinur og starfaði í sjálboðavinnu til margra ára hjá Dýraverndunarfélagi Íslands og Kattholti.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Stefán Jóhannesson 27. des. 1895 - 14. ágúst 1990. Var í Syðri-Vík, Reynistaðasókn, Skag. 1901. Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal, Skag. Síðast bús. á Akureyri og kona hans Oddný Sigurrós Sigurðardóttir, f. 30.9.1890, d. 15.1.1984. Húsfreyja í Bakkakoti í Vesturdal, Skag., m.a. 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Hálfsystkini hennar sammæðra eru;
1) Sigurður Helgi Hjálmarsson, f. 10.3. 1918, d. 9.4. 2001. Var í Bakkakoti í Vesturdal, Skag. 1930. Húsasmiður á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri.
2) Helga Hjálmarsdóttir, f. 3.7. 1919, d. 27.2. 2007. Var í Bakkakoti í Vesturdal, Skag. 1930. Húsfreyja á Akureyri.
3) Jón Rafnar Hjálmarsson, f. 28.3.1922 - 10.11.2018. Skólastjóri að Skógum undir Eyjafjöllum, síðar skólastjóri á Selfossi um tíma og loks fræðslustjóri á Suðurlandi um árabil. Var í Bakkakoti, Goðdalasókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Rithöfundur, útvarpsmaður, leiðsögumaður og ritstjóri. Hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.
Alsystkini;
4) Hjálmar Alexander Stefánsson, f. 27.8. 1926 - 5.12.2016. Var í Bakkakoti í Vesturdal, Skag. 1930. Húsasmiður og rak síðar innrömmunarfyrirtæki í Kópavogi, síðast bús. í Reykjavík.
5) Dagbjört Hrefna Stefánsdóttir, f. 11.2. 1933, d. 27.1. 2011. Matráðskona í Reykjavík.

Maður hennar; Halldór Indriðason, múrarameistari, f. 29.11. 1933, d. 18.3. 1980. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skildu.

Börn þeirra eru:
1) Oddný Björg Halldórsdóttir f. 11.4. 1956, giftist Bjarna Friðrikssyni, þau skildu. Dóttir þeirra er Birgitta, f. 24.11. 1979, gift Högna Baldvin Jónssyni, f. 12.10. 1979. Þeirra börn eru tvíburarnir Baldvin Þór og Jón Oddur, f. 6.10. 2008. Oddný er gift Helga Kristjánssyni, f. 6.4. 1958. Dóttir þeirra er Helga Björg, f. 13.8. 2000.
2) Ólöf Berglind Halldórsdóttir, f. 11.12. 1959, var í sambúð með Jóni Ólafssyni, sonur þeirra er Halldór Hrafn, f. 13.8. 1981, kvæntur Huldu Hreiðarsdóttur, f. 16.7. 1982. Börn þeirra eru Ólafur Hrafn, f. 9.6. 2000, Hreiðar Hrafn, f. 16.1. 2004 og Heiða Björk, f. 16.8. 2006. Ólöf er gift Stefáni Erni Betúelssyni, f. 13.10. 1959 og er þeirra sonur Sindri Hrafn Stefánsson, f. 6.4. 1998.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07580

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 5.3.2021

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir