Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigfús Eymundsson (1837-1911) ljósmyndari Reykjavík
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.5.1837 - 20.10.1911
Saga
Sigfús Eymundsson 21. maí 1837 - 20. okt. 1911. Var á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1845. Ljósmyndari og bóksali í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
Staðir
Réttindi
Árið 1861 fór hann til Noregs þar sem hann nam ljósmyndun í fjögur ár.
Starfssvið
Hann vann við bókband frá unga aldri og fór árið 1857 til Kaupmannahafnar til að fullnema sig í þeirri iðn. Í Kaupmannahöfn lærði hann hjá Ursin, hinum konunglega hirðbókbindara.
Hann starfrækti ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn í eitt og hálft ár uns hann flutti aftur til Íslands árið 1866. Árið 1867 opnaði hann fyrstu ljósmyndastofuna í Reykjavík á horni Austurstrætis og Lækjargötu sem lengi vel var ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar, en hornið var jafnan kallað Eymundssonarhornið, og stundaði hana í aldarfjórðung eða tiltil ársins 1909. Þá keypti Pétur Brynjólfsson stofuna.
Árið 1872 opnaði hann bókaverslunina Eymundsson í miðbænum sem enn er rekin í dag. Auk þess gaf hann út nokkurn fjölda bóka. Sigfús var um áratugaskeið umboðsmaður Allan-skipafélagsins sem bauð flutninga vestur um haf. Þetta var á tímabili Vesturferðanna og má ætla að hundruðir eða þúsundir Íslendinga hafi flust vestur um set með milligöngu Sigfúsar.
Lagaheimild
Með starfi sínu stuðlaði hann öðrum fremur að útbreiðslu og dreifingu ljósmynda meðal þjóðarinnar.
Mannamyndir Sigfúsar mótuðu stefnuna hér á landi í gerð slíkra ljósmynda auk þess sem hann var duglegur að fara á meðal fólks og mynda alþýðuna við störf.
Sigfús tók meðvitað þjóðernislegar ljósmyndir og bjó þannig til ákveðna ímynd af Íslendingum. Landslag og náttúra hafa verið áberandi viðfangsefni í íslenskri ljósmyndun, rétt eins og í myndlistinni. Sigfús ljósmyndaði landslag á klassískan hátt og seldi erlendum ferðamönnum myndirnar áratugum áður en „frumherjarnir“ í landslagsmálun komu til sögunnar. Segja má að hann sé fyrsti Íslendingurinn sem sá möguleikann í landkynningu í gegnum ljósmyndun.
Sigfús var virkur í félagastarfi og kom að starfi Kaupfélags Reykjavíkur og átti sæti í framkvæmdastjórn Heimastjórnarflokksins.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Eymundur Jónsson 15. mars 1794 - 9. feb. 1866. Var á Refstað, Refsstaðarsókn, Múl. 1801. Bóndi í Sunnudal í Vopnafirði 1826 og enn 1830. Bóndi á Borgum í Vopnafirði 1832, 1835 og 1839 og Haga í sömu sveit 1841 og 1842. Bóndi á Svínabökkum, Hofssókn í Vopnafirði, N-Múl. 1843, 1845 og 1849 og seinni kona hans 19.10.1825;
Þórey Sigfúsdóttir 22. mars 1804 - 27. feb. 1855. Húsfreyja í Sunnudal í Vopnafirði 1826 og enn 1830 og á Borgum í Vopnafirði 1832, 1835 og 1839. Húsfreyja í Haga í sömu sveit 1841 og 1842. Húsfreyja á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1843, 1845 og 1849.
Fyrri kona hans; Sigríður Arngrímsdóttir 1779. „Ókunn“, segir Einar prófastur.
Systkini Sigfúsar;
1) Sigríður Eymundsdóttir 13. apríl 1831 - 15. des. 1909. Var á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1845. Húskona á Skjalþingsstöðum í Vopnafirði 1859. Vinnukona á Burstafelli 1, Hofssókn í Vopnafirði, N-Múl. 1870. Vinnukona, systir húsbónda á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1880. Var í Krossavík, Hofssókn, N-Múl. 1890. Var á Hóli, Hofssókn, N-Múl. 1901. „Hafði mjög erfiða geðsmuni“, segir Einar prófastur. Hverfur af sóknarmannatali í Vopnafirði eftir árið 1901 en dánardægur hennar hefur ekki enn fundist, ef til vill vegna þess að prestþjónustubókin úr Vopnafirði frá þessum tíma brann og búin var til ný eftir þeim gögnum sem tínd voru saman og ef til vill hefur ekki allt komið þar fram sem vera ætti. Maður hennar 29.5.1857; Grímur Grímsson 12. júlí 1832 - 11. des. 1871. Fósturbarn á Hofi, Hofssókn, N-Múl. 1845. Var í Leiðarhöfn í Vopnafirði 1854. Húsmaður á Skjalþingsstöðum í Vopnafirði 1859. Bóndi í Leiðarhöfn, síðar á Fljótsbakka í Eiðaþinghá og í Tunguhreppi, „var góður trésmiður“, segir Einar prófastur. Bóndi á Fljótsbakka, Eiðasókn, S-Múl. 1860. Vinnumaður á Sörlastöðum, Dvergasteinssókn, Múl. 1870. Síðast ráðsmaður í Austdal í Seyðisfirði. Hún var langa langa langamma Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar
2) Eymundur Eymundsson 2. maí 1832 - 9. júlí 1893. Var á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1845. Bóndi á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 1865 og 1869. Bóndi á Skjaldþingsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1890. Kona hans 16.10.1861; Guðný Pálsdóttir 18.2.1837 - 16. sept. 1901. Var í Leiðarhöfn, Hofssókn, N-Múl. 1845. Húsfreyja á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 1865 og 1869. Húsfreyja á Skjaldþingsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1890. Kom frá Vopnafirði að Eyvindarhólmi 1898. Dóttursonur þeirra var Sigfús Halldórsson (1920-1996) tónskáld.
3) Sigurður Eymundsson 10. okt. 1843. Var á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1845.
4) Matthildur Eymundsdóttir 13. apríl 1844 - 13. júní 1885. Húsfreyja á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1880.
5) Guðrún Eymundsdóttir 6. des. 1844. Var á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1845. Fór til Kaupmannahafnar og giftist þar.
6) Jósef Eymundsson 22. des. 1845 - 26. des. 1845
7) Kristján Eymundsson 2. feb. 1849 - 17. jan. 1910. Bóndi á Svínabökkum, Hofssókn í Vopnafirði, N-Múl.
M1, 30.7.1870; Anna Katrín Þorsteinsdóttir Kúld f. 28. maí 1843 - 23. nóvember 1891 Prestsfrú í Hofteigi, síðar húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1870. Hún var fyrri kona 26.6.1862; sra Þorvaldar Ásgeirssonar (1836-1887) á Hjaltabakka. Bróðir hennar; Daníel Daníelsson (1866-1937) ljósmyndari.
M2, 10.12.1880; Solveig Guðrún Daníelsdóttir 26. maí 1846 - 24. feb. 1917. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Móðir hennar; Guðrún Sigurðardóttir Björnsson 31. des. 1864 - 29. jan. 1904. Var í Reykjavík 1870. Húsfreyja í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
veitir
Sigfús Eymundsson (1837-1911) ljósmyndari Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 28.2.2020
Tungumál
- íslenska