Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Seljalandsá í Rangárvallasýslu
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
874 -
History
Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða. Þegar ísfarginu létti lyftist landið í leit að nýju jafnvægi, sjórinn fylgdi ísbrúninni inn í landið og kaffærði meðal annars allt Suðurlandsundirlendið.
Hægt er að ganga í kringum Seljalandsfoss og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Leiðin getur orðið ansi blaut en þó er alltaf þurrt þegar á bakvið fossinn er komið. Beljandi vatnsniðurinn og regnboginn sem ljómar í vatnsflókunum þegar sólin skín á fossinn skapa ógleymanlega upplifun. Umhverfið í kringum fossinn er mjög fagurt með sínum gróðurvöxnu brekkum, hömrum, fossum og hellum. Á aurunum rennur svo Markarfljótið.
Eftir að gengið hefur verið á bakvið Seljalandsfoss er genginn stígurinn eftir Fossatúninu að rafstöðvarhúsi á Hamragörðum frá 1923 og þaðan að fossinum Gljúfrabúa. Þar er hægt að ganga (vaða) inn gljúfrið alveg að fossinum.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Seljalandsfoss þykir mikil náttúruperla en fyrr á öldum var hann notaður sem landamerki milli landnáma undir Eyjafjöllum. Áður rann Seljalandsá beint til vestur út að Landeyjum en síðar braust Markarfljót fram með vestanverðum Eyjafjöllum og breytti farvegi árinnar.
Fossinn er í Lindá sem kemur undan hrauni ofan frá nálægum heiðum.
Um fossinn er til forn gáta sem hljóðar svo: "Að kom ég þar elfan hörð/ á var hlaupum fljótum/ undir vatni ofan á jörð/ arka ég þurrum fótum."
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 13.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://gonguleidir.is/listing/seljalandsfoss/