Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sævar Halldórsson (1923-2015) myndasmiður
Hliðstæð nafnaform
- Hallgrímur Sævar Halldórsson (1923-2015) myndasmiður
- Hallgrímur Sævar Halldórsson myndasmiður
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
10.9.1923 - 4.1.2015
Saga
Sævar Halldórsson fæddist á Patreksfirði 10. september 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. janúar 2015.
Sævar hét fullu nafni Hallgrímur Sævar Halldórsson og ólst upp á Siglufirði, í Fróni. Sævar hélt heimili í Barmahlíð 52 til æviloka.
Útför Sævars fór fram í Háteigskirkju 15. janúar 2015, og hófst athöfnin kl. 13.
Staðir
Patreksfjörður; Frón Siglufirði;
Réttindi
Sævar fór til náms í Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Eftir það hóf hann nám í ljósmyndaiðn hjá Jóni Kaldal 1941-1945, fékk sveinspróf 1946. Sævar starfaði á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri 1946-1953, sat í prófanefnd í ljósmyndaiðn á Akureyri 1951-1953 og fékk meistararéttindi sín nokkru síðar.
Starfssvið
Sævar starfaði sem ljósmyndari í Reykjavík 1953-1983 og stundaði skólamyndatökur víðs vegar um landið. Hann vann í síld bæði sem forstöðu- og síldarmatsmaður á Siglufirði, Hofsósi, Raufarhöfn og Grindavík, samhliða ljósmyndun. Sævar rak Ljósmyndastofu Sævars í Reykjavík ásamt Auði eiginkonu sinni. Frá 1983 vann hann hjá flutningafyrirtæki á Keflavíkurflugvelli og gegndi þar einnig trúnaðarstörfum.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 29.4. 1895, d. 27.1. 1992, sem rak veitingasölu á Siglufirði og síðar í Reykjavík, og Halldór Guðmundsson, f. 23.5. 1889, d. 28.1. 1975, síldarútgerðar- og kaupmaður á Siglufirði.
Systkini Sævars voru;
1) Birna, f. 1918, d. 2008,
2) Gunnar, f. 1921, d. 1973,
Hálfsystir, sammæðra,
3) Sigríður Inga Ingvarsdóttir, f. 1933.
Sævar kvæntist árið 1949 fyrri eiginkonu sinni, Helgu Rannveigu Júníusdóttur, f. 27.4. 1925, d. 8.12. 1953. Foreldrar hennar voru Júníus Jónsson, bæjarverkstjóri á Akureyri, og Soffía Jóhannsdóttir, húsfreyja.
Barn þeirra er;
1) Soffía, f. 27.6. 1950. Eiginmaður Soffíu er Helgi Vilberg, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Rannveig, f. 5.9. 1971. b) Ýr, f. 14.7. 1980. Hún á tvö börn. c) Helgi Vilberg, f. 17.5. 1984. Hann á einn son.
Árið 1955 kvæntist Sævar síðari eiginkonu sinni, Auði Jónsdóttur, ljósmyndara, f. 21.10. 1926, d. 9.6. 2011. Foreldrar hennar voru Jón Diðrik Hannesson, múrari í Reykjavík, f. 3.1. 1901, d. 20.9. 1975, og Jónína Margrét Jónsdóttir, húsfreyja, f. 6.10. 1892, d. 28.10. 1988.
Sævar og Auður eignuðust fjögur börn. Þau eru:
1) Jónína Margrét, f. 7.8. 1954, fv. eiginmaður hennar er Jón Guðmundsson, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Þórleifur, f. 14.11. 1975. Hann á fimm börn. b) Þöll, f. 12.10. 1978. Hún á einn son.
2) Guðrún Sigríður, f. 12.9. 1956, eiginmaður hennar er Kristján Vídalín Jónsson, f. 1944. Börn þeirra eru: a) Sævar Vídalín, f. 6.3. 1983. Hann á einn son. b) Ásdís Vídalín, f. 3.1. 1993. Fyrir átti Kristján tvö börn: a) Bjarna Frey, f. 30.10. 1974. Hann á þrjú börn. b) Karenu, f. 15.1. 1965. Hún á tvö börn.
3) Hrönn, f. 5.12. 1958, eiginmaður hennar er Sigurður Sigurðarson, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Brynjar, f. 15.6. 1986. b) Auður Ýr, f. 27.3. 1991. c) Sigvaldi, f. 7.4. 1993.
4) Jón Alvar, f. 4.9. 1969, eiginkona hans er Steinunn Baldursdóttir, f. 1970. Dóttir þeirra er: a) Katla Björg, f. 5.2. 2000.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.7.2019