Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
4.9.1940 - 23.2.1999
Saga
Sævar Frímann Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 4. september 1940. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar síðastliðinn. Sævar ólst upp á Blönduósi. Hann var mörg sumur í sveit sem barn og unglingur en ævistarf hans var bifreiðaakstur. Útför Sævars fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Samkomuhúsinu á Blönduós: Hvammstangi: Reykjavík:
Réttindi
Að loknu fullnaðarprófi var hann við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði og síðar Iðnskólanum á Sauðárkróki.
Starfssvið
Hann byrjaði ungur að aka eigin vörubíl í mjólkur- og vöruflutningum og hann ók hópferðabílum hjá Guðmundi Jónassyni árum saman. Mörg síðustu árin stundaði hann leiguakstur frá BSR.
Þegar hann var fermdur fékk hann rauða harmonikku í fermingargjöfþ Hann var mikið fyrir tónlist. Seinna spilaði hann í hljómsveit en þá á trommur.
Lagaheimild
"Í minningunni var alltaf sól á sumrin og fórum við í marga skemmtilega leiki sem eru flestum börnum óþekktir nú á tölvuöld. Það var meðal annars; fallin spýta, strikapíla og yfir, sem var mjög vinsælt. Alltaf fundum við okkur eitthvað skemmtilegt að gera og gleðjast yfir. Svo kom að fermingarundirbúningi. Þá gekk árgangurinn til spurninga veturlangt. Prestur okkar var sr. Þorsteinn Gíslason og þurfti hann að koma framan frá Steinnesi til að hlýða okkur yfir kristindóminn og sálmana sem við áttum að læra. Stundum vorum við komin inn í kirkjuna okkar á undan honum, því hann þurfti að fá sér kaffisopa hjá frú Björgu Kolka eftir ferðalagið framan úr þingi. Við sátum vel undirbúin í guðshúsinu, því lexíurnar urðum við að læra, undan því varð ekki komist. En stundum var biðin löng og erfitt að sitja kyrr. Stigu þá sumir til prufu í predikunarstólinn við mikla kátínu hinna, þar til prestur gekk inn. Þá urðu allir skömmustulegir í framan en sátu hljóðir og reyndu að halda aftur af hlátrinum. Í þessari gömlu kirkju á Blönduósi vorum við bekkjarsystkinin fermd þann 6. júní 1954, tvær stúlkur og sex drengir" (Brynhildur Friðriksdóttir).
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 30.3. 1918, d. 30.12. 1987, og Sigurgeir Magnússon, f. 27.9. 1913 - 5. ágúst 2007. Húsgagnasmiður í Reykjavík og á Blönduósi. Flutti aftur til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Vinnumaður á Krossárbakka, Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Þau eignuðust sjö börn:
1) Magnús, f. 27.9. 1937, d. sama dag;
2) Sigurbjörg Bára, f. 19.10. 1938;
3) Sævar sem hér er minnst;
4) Ægir Frímann, f. 16.2. 1945;
5) Hrönn, f. 2.2. 1947; Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
6) Friðrik Ósfjörð, f. 20.6. 1949; Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
7) Þórdís, f. 2.6. 1957. Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Sævar kvæntist hinn 27.12. 1961 Marsý Dröfn Jónsdóttur, f. 11.5. 1941 - 6. júlí 2002. Bifreiðastjóri hjá SVR, síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Helga Ingibjörg Ágústsdóttir, f. 2.3. 1917 - 20. júní 2004. Var á Urðarbaki, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1930. Var í Múla, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykavík, og Jón Húnfjörð Jónasson, f. 21.1. 1914, d. 3.11. 1995. Fjármaður í Múla, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Múla, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri á Hvammstanga. Síðast bús. í Reykjavík.
Sævar og Marsý bjuggu á Hvammstanga fyrstu búskaparárin en síðan í Reykjavík.
Börn þeirra eru:
1) Ingi Hlynur, f. 29.10. 1965, kvæntur Guðbjörgu Helgu Birgisdóttur, f. 15.1. 1969. Börn þeirra eru fjögur.
2) Kristín Valborg, f. 15.3. 1967, hún á tvær dætur, sambýlismaður hennar er Jón Einarsson, f. 3.11. 1955.
3) Jón Geir, f. 1.7. 1971, sambýliskona hans er Kristbjörg Harðardóttir, f. 29.4.1974 og eiga þau einn son.
Almennt samhengi
"Þeir sem alist hafa upp á Blönduósi eins og við Sævar, gengið uppá brekku, setið um stund upp við Litla-dals- læk og horft á sólarlagið við Húnaflóa, eiga fagrar minningar frá æskustöðvum sínum." (Brynhildur Friðriksdóttir).
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sævar Frímann Sigurgeirsson (1940-1999) Samkomuhúsinu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 2.8.2017
Tungumál
- íslenska