Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Sænautavatn
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Sænautavatn er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði og er gott veiðivatn. Flatarmál þess er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Vatnið liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924 er við norðurenda þess.
Bærinn Sænautasel, sem fór í eyði 1943, er við suðurenda vatnsins. Hann hefur verið endurbyggður sem safn. Frárennsli þess er Lónskvísl, sem fellur til Hofsár í Vopnafirði. Hringvegurinn nr. 1 lá við norðurenda þess og vel er akfært suður fyrir það. Allvænn fiskur er í vatninu, 2-7 punda bleikja, sem þykir sérlega bragðgóð. Netaveiði hefur ekki verið stunduð í vatninu um árabil.
Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.
Veiði er heimil allan sólarhringinn. veitt er frá 1. maí til 20. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
Places
Jökuldalsheiði; Sænautasel; Hofsá; Vopnafjörður;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxnes
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Aust
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 5.3.2019
Language(s)
- Icelandic