Þórunn Pálsdóttir (1924-2016) Sauðanesi

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þórunn Pálsdóttir (1924-2016) Sauðanesi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.8.1924 - 10.8.2016

History

Þórunn Pálsdóttir fæddist að Sauðanesi á Ásum, Austur-Húnavatnssýslu, 29. ágúst 1924. Var í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Kennari í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1943-1944.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. ágúst 2016. Útför Þórunnar fór fram frá Áskirkju 30. ágúst 2016, og hófst athöfnin kl. 13.

Places

Sauðanes
Reykjavík

Legal status

Þórunn var við nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1943-1944, Iðnskóla Akureyrar til undirbúnings gagnfræðaprófs 1944-1946, lauk kennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1948 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands 1976. Sótti námskeið við Húsmæðrakennaraskóla Slabekk í Noregi 1952 og stundaði nám í matvælafræði við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1981-1982

Functions, occupations and activities

Hún varð ráðskona (matreiðslumaður) við Hótel Blönduós sumarið 1946, Gistiheimilið á Laugarvatni sumarið 1948, Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund sumarið 1951, Heilsuhæli NLFÍ sumarið 1959 og við Barnaheimili templara að Jaðri sumrin 1960-1963. Hún varð kennari við Kvennaskólann á Hverabökkum, Hveragerði, 1948-1952 og stundakennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1958-1960, Vogaskóla 1959-1967 og Flensborgarskóla 1960-1961.
Þórunn varð fastur kennari við Vogaskóla 1967 og kenndi þar til 1992. Frá 1975 til 1993 var hún einnig kennari við Menntaskólann við Tjörnina sem síðar varð Menntaskólinn við Sund. Þá var hún prófdómari í næringarfræði við Fósturskóla Íslands til fjölda ára.

Mandates/sources of authority

Um árabil skrifaði Þórunn reglulega í barnablaðið Æskuna um mat, matargerð og heimilishald. Hún vann að námsgagnagerð, Heimilshald II, ásamt fleirum fyrir menntamálaráðuneytið. Þórunn var virk í félögum um skólamál, kennslu og manneldismál.

Internal structures/genealogy

Foreldrar: Páll Jónsson 15. mars 1875 - 24. okt. 1932. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Bóndi í Sauðanesi í Torfalækjarhr., A-Hún. Bóndi í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, A-Hún. 1930 og kona hans 9.5.1914; Sesselja Þórðardóttir 24. ágúst 1888 - 10. sept. 1942. Húsfreyja í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Sauðanesi í Torfalækjarhr., A-Hún. frá Steindyrum í Svarfaðardal.

Systkini;
1) Jón Helgi Pálsson f. 28. september 1914 - 29. júní 1985. Póstfulltrúi, síðast bús. í Reykjavík.
2) Páll Sigþór Pálsson, f. 29.1.1916, d. 11.7.1983, hæstaréttarlögmaður, kona hans 16.4.1945 var Guðrún Guðbjörg Stefánsdóttir Stephensen f. 11.5.1919 – 17.12.2003, kennari
3) Sigrún Stefanía Pálsdóttir 12. febrúar 1917 - 26. september 1998. Kennari, þingritari og húsmóðir, síðast bús. í Reykjavík. Hinn 4. apríl 1941 giftist Sigrún Jóhann Pétri Einarssyni frá Litlu-Gröf í Borgarhreppi, f. 14.11. 1908.
4) Þórður Pálsson 25. des. 1918 - 9. júní 2004. Var í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari og bóndi í Sauðanesi. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans 27.5.1944; Sveinbjörg Jóhannesdóttir 26. des. 1919 - 6. júní 2006. Var á Gauksstöðum, Gerðahr., Gull. 1920. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi.
5) Gísli Guðmundur Pálsson f. 18. mars 1920 - 30. janúar 2013. Bóndi og bókaútgefandi að Hofi í Vatnsdal, Áshreppi. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. hina íslensku fálkaorðu. Gísli gekk að eiga Vigdísi Ágústsdóttur 21. desember 1949. Hún er fædd 19. nóvember 1928, dóttir Ágústs B. Jónssonar og Ingunnar Hallgrímsdóttur.
6) Stefán Hermann Pálsson f. 26. maí 1921 - 11. ágúst 2002. Prófessor í íslenskum fræðum við Háskólann í Edinborg. Dóttir: Steinvör Hermannsdóttir, f. 17.5.1959. Hinn 12. september 1953 gekk Hermann að eiga Guðrúnu Þorvarðardóttur, f. 28. mars 1927, stúdent 1946. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir og Þorvarður Þorvarðarson, aðalféhirðir Landsbankans, og síðar Seðlabankans.
7) Helga Guðrún Pálsdóttir f. 23. október 1922
8) Ólafur Hólmgeir Pálsson 7. júlí 1926 - 4. janúar 2002 Múrarameistari, síðast bús. í Reykjavík, kona hans var Valgerður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10. janúar 1927 á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi í Árn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ingimar Njálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum, f. 10. júlí 1894 í Efstadal í Laugardalshreppi, d. 18. nóvember 1971 á Böðmóðsstöðum, og kona hans Karólína Árnadóttir húsmóðir, f. 20. nóvember 1897 í Miðdalskoti í Laugardalshreppi, d. 25. mars 1981. Barnsmóðir hans var Jóhanna Guðnadóttir f. 1. júní 1925 - 24. júlí 2005. Síðast bús. í Reykjavík.
9) Aðalbjörg Anna Pálsdóttir f. 24. maí 1928 - 28. maí 1956. Húsfreyja í Skaftafelli í Öræfum, A-Skaft.
10) Haukur Þorsteinn Pálsson 29. ágúst 1929 - 9.11.2020. Var á Röðli í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Kona Hauks 7.6.1952; Anna Guðný Andrésdóttir 7. júní 1927 - 4. sept. 1998. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Röðli í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhr., A-Hún.
11) Páll Ríkarður Pálsson f. 12. júlí 1932 - 12. apríl 2016. Tannlæknir í Reykjavík.

Maður hennar 30.8.1952. Hannes Hjartarson 30. apríl 1926 - 17. maí 2015. Var í Efstabæ, Fitjasókn, Borg. 1930. Verslunarmaður í Reykjavík.

Sonur þeirra;
1) Magnús Kjartan, f. 26. desember 1955, lögfræðingur og sagnfræðingur, starfsmaður í utanríkisþjónustunni, kvæntur Feng Jiang Hannesdóttur, háskólanema og starfsmanni Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, f. 16. júlí 1962. Sonur þeirra er Hannes Hermann Mahong, f. 5. október 2004.
Synir Hannesar;
2) Bjartmar Hlynur f. 22. ágúst 1950, kvæntur Kolbrúnu Sveinsdóttur, f. 30. maí 1957, bændur að Norður-Reykjum í Hálsasveit, Borgarfjarðarsýslu,
3) Matthías Þór, f. 22. desember 1952, starfsmaður Íslenskra aðalverktaka, kvæntur Rósu Pranne Pin-Ngam, kokki, f. 26. október 1960.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07935

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 5.12.2022

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places