Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Robin Boucher (1947-1992) flugmaður
Hliðstæð nafnaform
- Robin Gunnar Estcourt Boucher (1947-1992) flugmaður
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
15.9.1947 - 26.3.1992
Saga
Robin Gunnar Estcourt Boucher 15. sept. 1947 - 26. mars 1992. Flugmaður, síðast bús. í Reykjavík.
Staðir
Réttindi
Flugstjóri
Starfssvið
Robin Boucher var flugstjóri hjá Vængjum hf. áður en hann var ráðinn flugmaður hjá Flugfélagi Íslands á F-27 vorið 1978 ásamt 6 öðrum flugmönnum. Hann var elstur og reynslumestur af okkur sem vorum ráðnir þetta vor. Robin var góður félagi og flugáhugamaður, átti KZuna TF-KZA og flugskýli í Fluggörðum. Hann var nýlega kominn í flugklúbbinn okkar í Mosó og tók þátt í byggingu flugskýlis þar þegar hann veiktist af hvítblæði haustið 1991. Hann var þá flugmaður á Boeing 757. Hann lést í mars 1992. Blessuð sé minning hans.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar; Alan Estcourt Boucher 3. jan. 1918 - 10. jan. 1996. Háskólaprófessor í Reykjavík og kona hans 28.2.1942; Áslaug Þórarinsdóttir Boucher 7. ágúst 1917 - 26. mars 2007. Var á Norðurstíg 9, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þórarinn Guðmundsson, skipstjóri í Reykjavík, f. 29. nóvember 1872, d. 29. ágúst 1951, og kona hans Ragnheiður Sigurjóna Jónsdóttir, f. 24. júní 1875, d. 6. janúar 1923.
Systkini;
1) Alice Kristín Boucher 7. maí 1944. flugfreyja hjá Loftleiðum
2) Antony Leifur Estcourt-Boucher 8. maí 1954 - 5. apríl 1997. Hann lést af slysförum á Gíbraltar. Síðast bús. í Bretlandi. Maki 3.9.1976: Angela Boucher, f. 16. nóvember 1957. Börn þeirra: a) Petar Alan Estcourt Boucher, f. 13. febrúar 1978. Maki: Jodie Boucher. b) Katherine Estcourt Chandler, f. 4. júní 1980. Maki: Michael Chandler. Áslaug á þrjú barnabarnabörn.
Almennt samhengi
Kynni okkar Robins hófust um 1970 þegar við stunduðum flugnám. Robin stundaði nám sitt af kappi og lauk atvinnuflugmannsprófi árið 1971, blindflugsprófi næsta ár og öðlaðist svo flugstjóraréttindi árið 1973.
Robin var ætíð mjög vandaður, og um leið agaður flugmaður. Hann leitaði fullkomnunar í starfi sínu sem og í öllum öðrum hlutum sem hann tók sér fyrir hendur. Þessi eiginleiki fór ekki framhjá öðrum enda var hann vel liðinn þó hann væri ákveðinn. Hann fékk því fljótlega flugmannsstarf hjá Vængjum hf. og var innan skamms tíma beðinn að gegna stöðu yfirflugstjóra hjá því félagi.
Árið 1978 réðist Robin í vinnu til Flugleiða hf. Í byrjun flaug hann Fokker flugvélum félagsins, en fluttist síðan yfir í millilandaflug og starfaði á þeim vettvangi þar til sjúkdómur hans kom í ljós sl. haust. Það að auki tók hann þátt í starfi Landgræðslu ríkisins og flaug þar í dreifingarflugi á sumrin.
Með starfi sínu sem flugmaður var Robin virkur á mörgum öðrum sviðum. Hann æfði badminton á vegum starfsmannafélags Flugleiða, iðkaði sund í frítímum, átti auk þess litla einkaflugvél og var um skeið formaður Vélflugfélag Íslands. Innan raða Félags íslenskra atvinnuflugmanna starfaði hann að tryggingarmálum, og í öryggisnefnd félagsins meðan kraftar entust.
Nákvæmni, prúðmennska og jafnvægi einkenndu fas Robins. Nákæmnin naut sín vel við byggingu íbúðarhúss sem hann hóf að byggja fyrir sig og fjölskyldu sína, þau Ingu Dís og soninn Kristófer. Þó honum ynnist ekki tími til að ljúka því verki var hvert handtak úthugsað. Robin vildi frekar gera hlutina sjálfur og tryggja þannig að þeir yrðu gerðir eftir eigin höfði.
Skömmu fyrir andlát Robins sameinuðust flest allir flugliðar Flugleiða um að senda honum hugheilar kveðjur, og sýnir það best þann hug er samstarfsmenn báru til hans.
Um leið og ég þakka samfylgd félaga, sem hefur gefið samstarfsfólki og vinum sínumn af sjálfum sér, þá vona ég að minningarnar um góðan dreng styrki Ingu Dís, Kristófer, foreldra, systkini, ættingja og vini í sorg þeirra.
Tryggvi Baldursson.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 9.1.2024
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
™GPJ ættfræði 9.1.2024
Íslendingabók
mbl 7.4.1992. https://timarit.is/page/1762710?iabr=onmbl
17.1.1996. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/244640/?item_num=14&searchid=e864207a6e4d660ea2f86c2807d00dd2d7b9f097
mbl 2.4.2007. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1137912/?item_num=4&searchid=e864207a6e4d660ea2f86c2807d00dd2d7b9f097
facebook; https://www.facebook.com/photo/?fbid=10232375797199279&set=gm.2746321268839300&idorvanity=149822718489181