Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Róbert Jack (1913-1990)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
5.8.1913 - 11.2.1990
History
Prestur í Heydölum í Breiðdal, Múl. 1944-1947 og Miðgörðum í Grímsey frá 1947. Prestur í Grímsey og á Tjörn á Vatnsnesi. Prestur í Grímsey 1950. Var á Tjörn I, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kópavogi.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Knattspyrnumaður í Skotlandi, kom til íslands sem þjálfari í knattspynu. Róbert varð fyrst prestur að Heydölum, síðan í Grímsey og þá prestur meðal Vestur-Íslendinga í Manitoba í Kanada. Aftur kom hann heim til Íslands og varð prestur og prófastur að Tjörn á Vatnsnesi. Eftir að hann lét af prófastsstörfum, var hann áfram prestur þar að ósk sóknarbarna sinna meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Séra Róbert var víðförull, mikill ferðagarpur, spannaði jafnvel heimsálfurnar. Honum bjó útþrá í brjósti líkt og þeirra, er fyrst byggðu Ísland. Á einum stað í æviminningum sínum segir hann um eitt af áberandi einkennum í lundarfari sínu: "Ég á því láni að fagna að vera fæddur með kímnigáfu og félagslyndur er ég." Sjaldan fór það svo, að hann ætti ekki einhverja Skotasögu eða gamanyrði til þessað krydda mál sitt með í mannfagnaði. En honum var áskapað á sama hátt að fara að fyrirmælum post ulans: "Fagnið með fagnendum og grátið með grátendum." (Róm. 12:.5.) Hann var hjálpsamur, greiðvikinn og ósérhlífinn. Sóknarbörnum sínum þjónaði hann í gleði þeirra og sorg. Sjálfur hafði hann reynt, hvað það er að ganga gegnum hinn dimma dal sorgarinnar. Þeim, sem vel þekktu séra Róbert, duldist ekki, að hann var og mikill alvörumaður. Trúartraust og bænrækni mótaði lífsviðhorf hans. Ungur varð hann fyrir þeirri trúarreynslu, sem mótaði líf hans og var grundvöllur ævistarfs hans.
Mandates/sources of authority
"Arct ic living" (sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir jólin 1989: Dagar í Dumbshafi og fjallar um prestsskaparár hans í Grímsey) - honum datt í hug að láta bókina heita: "They made me an Icelandic clergyman!" (Þeir gerðu mig að íslenskum presti).
Heiðursfélagi Celtic í Glaskow. heiðursfélagi knattspyrnusambamda Norður Írlands og Kanada.
Gefið út fjölmargar bækur og þýtt auk greina í blöð og tímarit.
Internal structures/genealogy
For.: Robert Jack (1886-1956), byggingameistari í Skotlandi og Maria Vennard (1884-1974), lyfjafræðingur.
Séra Róbert Jack var tvíkvæntur.
Fyrri eiginkona hans (30.6.1944), Sigurlína Guðjónsdóttir (sögð Guðmundsdóttir í minningargrein um sr Robert), f. 15.2.1908, andaðist 2. mars 1952. Ráðskona í Tjaldanesi, Staðarhólssókn, Dal. 1930. Prestfrú í Grímsey. Húsfreyja í Grímsey 1950.
Börn þeirra:
1) Davíð 25.6.1945, flugvirki.
2) María Lovísa 28.8.1946.
3) Róbert Jón 15.9.1948, rafvirki.
4) Pétur William 21.12.1950, bifvélavirki.
Síðari eiginkona (16.7.1953) séra Róberts er Guðmunda Vigdís Sigurðardóttir Jack f. 24.3.1929. Var í Skálanesi, Gufudalssókn, A-Barð. 1930. Var á Tjörn I, Þverárhr., V-Hún. 1957.
Börn þeirra:
5) Ella Kristín 4.6.1954 hjúkrunarkona.
6) Anna Jósefína 25.7.1958
7) Jónína Guðrún 3.3.1960
8) Sigurður Jónas 12.9.1963
9) Sigurlína Berglind 2.2.1965.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 14.7.2017
Language(s)
Script(s)
Sources
http://www.mbl.is/greinasafn/minningaleit/
Guðfræðingatal 1847 -1976.