Rigmor C K Magnússon (1909-1987) áhugaljósmyndari

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Rigmor C K Magnússon (1909-1987) áhugaljósmyndari

Hliðstæð nafnaform

  • Rigmor Charlotte Koch Magnússon (1909-1987) áhugaljósmyndari

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. október 1909 - 17. febrúar 1987

Saga

Fædd í Danmörk. Húsfreyja í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Áhugaljósmyndari.
Hún hét Rigmor Charlotte Koch og fæddist í Danmörku 17. dag októbermánaðar árið 1909. Foreldrar hennar voru Christian Elof Koch og Emmy Johanne. Faðir hennar var hárskerameistari og starfaði jafnan að iðn sinni í Kaupmannahöfn og nágrenni, þar sem Rigmor ólst upp. Einn bróður átti hún, Svend Åge.
Rigmor var vart nema unglingur, er foreldrar hennar slitu samvistir og faðir hennar gekk að eiga aðra konu, en Rigmor bjó áfram með móður sinni.

Ekki naut Rigmor annarrar skólagöngu en skyldunáms í æsku, en varum hríð nemandi í æfingadeild kennaraskólans Jonstrup Seminarium, þar sem kennaranemar stunduðu kennsluæfingar undir leiðsögn reyndra kennara. Minntist hún jafnan leiðsagnar bæði kennara og nemameð hlýju. Voru þetta henni ógleymanleg ár.

Ekki var til siðs í Danmörku á fyrstu áratugum aldarinnar, að stúlkur frá fátækum heimilum legðu stund á meiriháttar framhaldsnám. Slíkt heyrði til undantekninga. Það hefir mamma sagt mér sjálf. En ég fullyrði að henni hefði reynst auðvelt að ljúka prófi í löggiltri iðngrein. Og vissulega stóð hugur hennar tilslíkra hluta, en henni var fjár vant, og einnig bönnuðu heimilisástæður öll áform um meiriháttar nám.

Hlutskipti Rigmor varð því, að fara snemma að vinna fyrir sér. Móðir hennar sá um heimilið, þegar heilsan leyfði, en hún átti við langvarandi vanheilsu að stríða og lá iðulega rúmföst. Þá varð Rigmor að bæta á sig heimilisstörfum og umönnun sjúkrar móður.

Aldrei liðu þær mæðgur skort, en oft var fæðan fábreytt, stundumekki annað í matinn en kartöflur og rúgbrauð með svínafitu í stað smjörs.

Rigmor vann löngum við saumaskap á þessum árum hjá tveim þekktum dönskum fyrirtækjum í fataiðnaði. Hún hóf fyrst störf hjá Fonsbæk sem aðstoðarstúlka á saumastofu, en varð síðar fullgild saumakona hjá því fyrirtæki. Síðar starfaði hún hjá Ilum um margra áraskeið og lærði þar kjólasaum. Hún þótti ágætur starfskraftur eins og sagt er nú á dögum. Til að mynda tók hún þátt í að sauma kjóla á sjálfa drottningu Dana og Íslendinga. Minntist hún þess stundum viðmig með stolti, þegar þessi ár bar á góma.

1935 var mikið örlagaár í lífi Rigmor því að þann 13. október giftist hún íslenskum manni, Óskari Magnússyni frá Tungunesi í AusturHúnavatnssýslu.

Óskar hafði siglt til Kaupmannahafnar árið 1934, þá nýorðinn stúdent frá Menntskólanum á Akureyri, og hóf þegar nám við Hafnarháskóla, fyrst í náttúrufræði, en síðar í sagnfræði. Stofnuðu þau heimili ytra, Óskar stundaði nám sitt, en Rigmor vann fyrir þeim. Gestkvæmt var hjá þeim, og af Íslendingum vöndu norðanmenn (stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri) einkum komur sínar á heimili þeirra. Aukþess störfuðu þau með Íslendingafélaginu í Höfn.

Rigmor kom fyrst til Íslands árið 1939, en það sumar vann Óskar hérlendis. Dvaldi hún mikið í Tungu nesi um sumarið hjá tengdamóður sinni, ekkjunni Elísabetu Erlendsdóttur húsfreyju þar og búanda. Varð fljótt kært með þeim tengda mæðgum. Rigmor kynntist ennfremur þar á bæ hálfbræðrum Óskars, þeim Erlendi, Theódóri og Haraldi Hallgrímssonum. Theódór var giftur Emelíu, en Erlendur Hansínu. Voru þær systur, báðar Guðmundsdætur. Jafnframt tókust kynni með Rigmor og öðru fólki þar á bæ og í grennd.

Rigmor og Óskar sigldu til Danmerkur haustið 1939 og urðu því að þreyja þar þorrann og góuna öll stríðsárin seinni, en komu alkomin til Íslands sumarið 1945. Óskar fékkst síðan við kennslu og skólastjórn í Reykjavík auk annars starfa.

Örðugt var ókunnugum að fá húsnæði í höfuðborginni rétt eftir stríð, en það heppnaðist með hjálp góðravina úr hópi gamalla skólafélaga. Voru hjónin Sigtryggur Klemenzson og Unnur Pálsdóttir þeim Óskari og Rigmor mikil stoð, meðan þau voru að koma sér fyrir og æ síðan. Óskar og Rigmor eignast svo nokkru eftir heimkomuna yfirgefinn bragga nr. 6a í Herskálakampi við Suðurlandsbraut, þar sem Rigmor skóp okkur hlýlegt heimili með dugnaði sínum og smekkvísi, en við erfiðar aðstæður. Tókst Rigmor meira að segja að koma upp trjá- og blómagarði sunnan við braggann. Óskar og Rigmor fluttu síðan árið 1957 í einbýlishús, sem þau reistu, nr. 35 við Austurbrún og bjuggu þar til 1982, er Óskar lést, en sama ár seldi Rigmor húseignina og keypti íbúð í Sólheimum 23, þar sem hún átti heima til dauðadags.

Þegar Rigmor settist að á Íslandiog gerðist íslenskur ríkisborgari, hófhún jafnframt saumaskap heima hjá sér fyrir viðskiptavini í bænum. Höfðu þær samvinnu um saumaskapinn um hríð Rigmor og Anna K. Jónsdóttir, kona Sigurðar Sigurðssonar listmálara frá Sauðárkróki. Rigmor saumaði sérílagi kvöld- og samkvæmiskjóla fyrir aðra, en alltsem hugsast gat fyrir fjölskyldu sína: alklæðnaði, staka jakka, kápur, frakka, buxur, skyrtur o.fl. Rigmor var þaraðauki mikil vefnaðar-, hannyrða- og prjónakona.

Rigmor var mikil húsmóðir, sem hélt upp á fagra muni og átti þá marga. Hún var vel að sér í matargerðarlist, hafði gaman af gestakomum og ánægju af að veita öðrum mat og drykk. Og sérstaklega er það athyglisvert, hvað Rigmor, sem ólst upp við danska hefð í matargerð, bjó til góðan íslenskan mat, jafnvel sveitamat. Jafnframt gat hún eldað íslenskt lambakjöt einsog best verður á kosið.

Rigmor og Óskar ræktuðu garðinn sinn í eiginlegri merkingu

Staðir

Danmörk, Kaupmannahöfn, Reykjavík.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05251

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 15.8.2022
leiðrétt GPJ 18.8.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

íslendingabók

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir