Reykjahlíð við Mývatn

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Reykjahlíð við Mývatn

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1900)

Saga

„Í Reykjahlíð má sjá stórkostlegar og einkennilegar minjar eldsumbrota. Í Leirhnjúks eldgosinu 1729 rann hraun yfir bæinn í Reykjahlíð (7. ágúst), en engum manni varð það að skaða, þvi að alt fólk hafði flúið burt af bænum.

Þá bjó Jón prestur Sæmundsson í Reykjahlíð, og hefur hann ritað lýsingu á þessu eldgosi. 27. ágúst rann hraun nálega umhverfis kirkjuna, en eigi sakaði hana. Trúðu margir því, að annar kraptur máttugri en náttúruöflin hefði verndað kirkjuna. Kirkjan stendur enn á sama stað á litlum grasbletti hrauni luktum. Þá er ég kom þangað, fanst mjer sem þar hlyti að vera mikill griðastaðr, er hraun og eldur hefði eirt þar öllu, en herjað alt og eyðilagt umhverfis. Nú er steinkirkja í Reykjahlíð, er Pjetur bóndi Jónsson (1818-1906) hefur látið gera. Hann er einn hinna nafnkunnu Reykjahlíðarbræðra.“

Fyrsta og eina húsið, er byggt hefir verið af höggnum steini hjer í Þingeyjarsýslu; en jafnframt vil jeg leyfa mjer að vikja, lítið eitt á fleira, er kirkju þessa snertir, heldur enn bygginguna eina.
Kirkjan stendur, og hefir staðið frá ómunatíð á sljettum túnbala 80 faðma norðvestur frá bænum, sem nú er í Reykjahlíð; bali þessi, sem er 3 vallardagsláttur á stærð, er alveg umgirtur hrauni, af hraunflóði því hinu mikla, sem í eldgosunum 1725—1727 rann úr Langa-Leirhnjúk, en er annars optar kennt við Kröflu; hraun það lagði í eyði 4 bæi, þar á meðal bæinn að Reykjahlíð, stóð þar sem nú er hár hraunkambur rjett austan við kirkjuna, og hefir hraunalda lagzt þar á einum stað, fast aðkirkjugarðinum. Það hefir því jafnan þótt íhugunarvert, að sjá kirkjuna standa þarna eina eptir, þeirra húsa, er tilheyrt höfðu þessum 4 býlum, á því nær, þeim eina hólma er finnst eptir af ærið miklu grösugu og góðu landi, er hraunflóð þetta hefir að öðru leyti hulið í nærfellt 20 ár, áður en kirkja þessi var nú rifin, hafði verið í umtali að leggja hana alveg niður, eins og víða hefir átt sjer stað með kirkjur, á seinni árum.

Staðir

Gröf; Fagranes; Austarasel;

Réttindi

Kringum Reykjahlíð er töluverður jarðhiti: laug í Stórugjá, þurrabað, volgt vatn í víkum austan í Mývatni, og heitt lopt i mörgura hraunholum.
Í Reykjahlíð „er skógur til kolgerðar og eldiviður bjarglegur, brúkast og til heystyrks; eyðist mjög og feyskist".

Starfssvið

Lagaheimild

Um hvarf pilts í Reykjahlíð 1729.

Í annálum, þar á meðal í Hítardalsannál séra Jóns Halldórssonar, er þess getið, að 13 vetra gamall piltur, sonur séra Jóns Sæmundssonar í Reykjahlíð, hafi horfið vorið 1729, er hann var sendur að leita að kúm, skömmu áður en jarðeldurinn við Mývatn brauzt út. En annars er í annálum ekki getið nánar um hvarf pilts þessa eða nafn hans. Þykir því rétt að skýra nokkru nánar frá þessu slysi.

Drengur þessi hét Bjarni, fæddur 12. sept. 1716, „gæddur sérdeilis næmi og náttúrugáfum," segir séra Sæmundur bróðir hans, prestur á Þóroddsstað (f 1790) í skýrslu til Hálfdanar rektors Einarssonar, er hefur tekið hana í Prestasögu sína (Presbyterologia í Þjskjs.), og er hún svolátandi um fráfall Bjarna:

„Hans viðskilnaður skeði með því móti, að um sumarið 1729, þann 20. Jun[ii], þá faðir hans var norður á Sléttu til fiskkaupa, var hann i mikilli þoku sendur út í dal nokkurn fyrir norðan Reykjahlíð að sækja kýr, en þá honum seinkaði var hans leitað; þar eptir leitaði hans fólk úr báðum sóknunum og stóð þessi leit yfir allt til þess í miðjum Julio, þá faðir hans varð að flýja með allt sitt frá Reykjahlíð til Skútustaða undan því vellandi hraunflóði, sem hljóp ofan i sveitina og skömmu þar eptir af tók 3 bæi: Reykjahlíð, Gröf og Fagranes.

Tveimur árum og 10 dögum siðar fannst pilturinn af 2 selráðskonum, sem úr svo kölluðu Austaraseli vildu ganga einn morgun i hvannstóð. Lá líkami hans þar á sléttum söndum á leið þeirra, aldeilis óskaddaður og svo á að líta sem nær nýdauður væri, en nær við honum var snert voru ei utan beinin tóm innanundir skinninu; hans önnur hönd lá undir kinninni, en hina hafði hann frá sér rétt. Lágu þar hjá skór hans, sem upp að vörpum gengnir voru, ásamt sokkunum að neðan, hvað ei var að undra, þar hann yfir hraun og klungur svo langan veg gengið hafði, sem ótrúlega fjarlægur var öllu því plássi, er hans hafði áður i leitað verið.

Hans bein voru jörðuð að Skútustaðakirkju 2. Julii 1731."

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Eldgígar, eldfjöll og hraunmyndanir

Eldgígar og eldfjöll móta landslag Mývatnssveitar og frægar eldstöðvar eru þar margar, t.d. Krafla, Hverfjall (Hverfell), Lúdentsborgir og Þrengslaborgir. Úr þeim hafa runnið mikil hraun, allt niður til sjávar við Skjálfanda. Gervigígar setja mikinn svip á vatnsbakka og eyjar Mývatns, en þeir verða til þegar hraun rennur yfir vatn eða votlendi. Við það snöggsýður vatnið, þenst út og sprengir sér leið í gegnum storknandi hraunið. Gígaþyrpingin við Stakhólstjörn hjá Skútustöðum þykir einkar athygliverð og voru Skútustaðagígar friðlýstir sem náttúruvætti 1973.

Hverfjall er með stærstu og formfegurstu sprengigígum heims og setur sterkan svip á ásýnd sveitarinnar. Gígurinn er um 1 km í þvermál og 140 m djúpur. Góð gönguleið er upp á gígbarminn og umhverfis hann. Umhverfis Mývatn eru mörg svipmikil fjöll sem freista göngufólks, og ögra því, t.d. Reykjahlíðarfjall, Búrfell, Bláfjall, Sellandafjall og Vindbelgur, sem öll hafa myndast í gosi undir jökli.

Við Kröflu finnur maður vel nálægð náttúruaflanna, en þar gaus síðast 1984. Gufustrókar rísa hátt í loft og við Leirhnjúk er tilkomumikið að skoða nýja hraunið, svarblátt og hvasst, og sjá hvernig það liggur eins og skuggi yfir landinu þegar horft er yfir. Norðvestan í Kröflu er Víti, sprengigígur sem er um 300 metrar í þvermál og með grænu vatni í botninum.

Hraunmyndanir við Mývatn eru alþekktar og finnast víða umhverfis vatnið. Hvergi eru þær þó eins mikilfenglegar og í Dimmuborgum, sem eru hraunborgir austan vatnsins um átta kílómetrum sunnan við þéttbýlið í Reykjahlíð. Dimmuborgir hafa langan aldur hefur verið ein þekktasta náttúruperla landsins. Þar eru ótal kynjamyndir, gataklettar, hvelfingar og hellar sem mynduðust í miklum eldsumbrotum fyrir um 2300 árum. Þeir sem leggja leið sína í Mývatnssveit ættu ekki að láta Dimmuborgir fram hjá sér fara.

Á og við Mývatn er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Það eru margir samverkandi þættir sem búa að baki þessa einstaka andríkis. Frjósemi vatnsins, lítið dýpi þess og fjölbreytt lífríki í kringum vatnið ræður þar miklu um, en staðsetning Íslands á milli Evrópu og Vesturheims veldur því einnig að tegundasamsetning Anda á Mývatni og Laxá er einstök.
Rykmý setur mjög svip sinn á umhverfi Mývatns og af því dregur vatnið nafn sitt. Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur.

Tengdar einingar

Tengd eining

Námaskarð ((1950))

Identifier of related entity

HAH00246

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Dimmuborgir ((1880))

Identifier of related entity

HAH00190

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00636

Kennimark stofnunar

IS HAH-Norl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Andvari, 1. Tölublað (01.01.1886), Blaðsíða 150. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4324779
Norðanfari, 53.-54. tölublað (23.11.1878), Blaðsíða 111. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2041106
Búnaðarrit, 1. Tölublað (01.01.1894), Blaðsíða 9. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4934037 http://www.nordausturland.is/nordausturland/myvatnssveit-og-nagrenni/
Um hvarf pilts í Reykjahlíð 1729. – Blanda, 11-14. Hefti (01.01.1928), Bls. 369-370. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000532763

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir