Ragnhildur Pálsdóttir Leví (1895-1970) frá Heggstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ragnhildur Pálsdóttir Leví (1895-1970) frá Heggstöðum

Parallel form(s) of name

  • Ragnhildur Pálsdóttir Leví (1895-1970) frá Heggstöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.1.1895 - 13.2.1970

History

Húsfreyja á Skólavörðustíg 9 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Þann 13. febr. s.l. lézt í Landakotsspítala Ragnhildur Levi Pálsdóttir húsfreyja að Kleppsvegi 20 hér í borg. Var hún eiginkona Jóns Sigtryggssonar fyrrum fangavarðar og síðar lengi dómvarðar i Hæstarétti.
Vegna örðugrar lífsbaráttu fjölskyldunnar hvarf Ingibjörg ung að höfuðbólinu Bessastöðum. Ólst hún þar upp til manndóms- og þroska hjá þjóðskörungnum Grími Thomsen og Jakobínu konu hans. Hefur Ingibjörg vafalítið borið svipmót þess fósturs með sér út í lífið. Ein í hópi 5 systkina, er á legg komust, ólst Ragnhildur upp í föðurgarði. Var æskuheimili hennar að Heggsstöðum þekkt að reglusemi, atorku
og hvers konar þrifnaði. Mun hún því ung hafa lært að beita hug og hönd við margvísleg störf og fara vel með allt það, það sem henni var trúað fyrir. Og með því að hún var eldri systir af tveimur, mun húshaldið snemma hafa kallað á krafta hennar til aðstoðar og úrbóta. Þaðan komu henni starfshæfnin, hirðusemin og snyrtimennskan, sem voru aðalsmerki hennar allt lifið.

Places

Heggstaðir: Reykjavík 1913; Hjarðarholt í Dölum 1924: Hegningarhúsið í Reykjavík 1929-1936: Árið 1936 fluttu þau hjón í eigið hús að Ásvallagötu 5 og áttu þar lengi heima. Síðustu árin áttu þau svo heima í bjartri og friðsælli íbúð að Kleppsvegi 20 hér í borg. Þar nutu þau kyrrðar, næðis og hvíldar eftir langan og einatt örðugan starfsdag á lífsins leið um.
Ragnhildur Pálsdóttir var ein þeirra samferðamanna, sem vekja þær minningar er lengi munu geymast. Hún var kona vel vitiborin, vel á sig komin bæði til líkama og sálar.

Legal status

Hún vildi sjá og læra fleira en myndarlegt sveitaheimili gat látið henni í té. Í Kvennaskólann í Reykjavík settist hún því aðeins 18 ára gömul. Lauk hún prófi þaðan eftir árs skemmri skólavist en fjöldinn, tók tvo bekki saman á einum vetri. Lýsir það vel námshæfni hennar og ákveðni við að ná settu marki. Næsta árið gekk hún svo í hússtjórnarskóla í Reykjavík.

Functions, occupations and activities

Að loknu hússtjórnarnámi var Ragnhildur 2 ár skrifstofumær hjá Ragnari bróður sínum, er þá rak verzlun hér í Reykjavík. Að þeim liðnum vann hún nokkur ár á Bæjarskrifstofum Reykjavíkur við almenna viðurkenningu fyrir starfshæfni og frábæra reglusemi. En vorið 1924 urðu straumhvörf í lífi hennar. Þá réðst hún bústýra að Hjarðarholti í Dölum, sennilega farin að þreytast við setuna á skrifstofustólnum.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ragnhildur fæddist að Heggstöðum við Húnaflóa 15. janúai 1895 og átti því full 75 ár að baki að leiðarlokum. Foreldrar hennar voru þau merku hjón: Páll Leví Jónsson, lengi bóndi og hreppstjóri að Heggstöðum, og kona hans, Ingibjörg Sigríður Halldórsdóttir. Bæði voru þau hjón af styrkum stofnum runnin, hans úr Húnaþingi og hennar af Álftanesi syðra. Var Páll sonur Jóns bónda að stórbýlinu Söndum í Miðfirði, Jónssonar bónda að Tungukoti. En faðir Ingibjargar var. Halldór bóndi í Haugshúsum á Álftanesi, Jörundssonar bónda að Hliði, Jörundssonar ríka, bónda og hreppstjóra sama staðar.
Bústjóri að Hjarðarholti var ungur búfræðingur, Jón Sigtryggsson frá Framnesi í Skagafirði. Hafði hann stund að nám hérlendis og síðar við lýðháskólann á Askov í Danmörku.
Felldu þau Ragnhildur og Jón brátt hugi saman og gengu að eigast 17. maí árið 1925. Næsta ár voru þau hjón búsett á Hofsósi, þar sem Jór hafði á hendi forstöðu og kennslu við unglingaskólann á staðnum. Síðar höfðu þau um skeið bólfestu á Sauðárkróki. En vorið 1929 fluttu þau hjón alfarið til Reykjavíkur og áttu hér dvöl og heimili æ síðan. Varð Jón þá fangavörður við Hegningarhúsið, og hélt því starfi óslitið til 31. des. 1947. Frá 1. jan. 1948 gerðist hann svo dómvörður í Hæstarétti og hafði það starf á hendi til 1. júlí 1959. Þær urðu óneitanlega langar og farsælar samvistir þeirra hjóna eða rúmlega 45 ár. Og allan þann tíma stóð Ragnhildur örugg og traust við hlið manns síns til hinztu stundar. Engan veginn fóru þau þó varhluta af þungum raunum þessa lífs. Efnisbörn sín tvö af fimm misstu þau hjón óvænt á ungum aldri. Voru þau einkasonurinn, Páll Leví, er lézt 12 ára, og dóttirin Guðný, er dó á fimmta aldursári. Umsjón og dvölin í Hegningarhúsinu reyndi og mjög á þrek þeirra og þolgæði. Þar voru þau mörg ár í rauninni staðbundnustu fangarnir, sem hvorgi máttu víkja af hólmi.
Börn þeirra:
1) Ingibjörg Pála, f. 24.5.1926, gift Steingrími Pálssyni, 13. janúar 1927 - 22. apríl 2017 Var á Akureyri 1930. Starfaði hjá Orkustofnun, m.a. við landmælingar, og síðar um árabil í Fjármálaráðuneytinu. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Sigurlaug, f. 21.8. 1927, gift Árna Jónssyni 2. apríl 1929 - 1. desember 1983 Var á Kópaskeri 1930. Húsgagnaarkitekt og kaupmaður. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Sigrún Tryggvina, f. 24.6. 1931, gift Ingólfi Lórenz Lilliendahl 27. júní 1931, lyfsala á Dalvík við Eyjafjörð.

General context

Relationships area

Related entity

Páll Leví Jónsson (1854-1922) Heggstöðum (25.12.1854 - 26.4.1922)

Identifier of related entity

HAH07086

Category of relationship

family

Type of relationship

Páll Leví Jónsson (1854-1922) Heggstöðum

is the parent of

Ragnhildur Pálsdóttir Leví (1895-1970) frá Heggstöðum

Dates of relationship

17.8.1901

Description of relationship

Related entity

Jón Leví Pálsson (1888-1971) Heggstöðum (21.4.1888 - 3.7.1971)

Identifier of related entity

HAH05654

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Leví Pálsson (1888-1971) Heggstöðum

is the sibling of

Ragnhildur Pálsdóttir Leví (1895-1970) frá Heggstöðum

Dates of relationship

15.1.1895

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01867

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places