Ragnhildur Björgvinsdóttir (1932-2007) frá Úlfsstöðum í Hálsasveit Borgarfirði

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ragnhildur Björgvinsdóttir (1932-2007) frá Úlfsstöðum í Hálsasveit Borgarfirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

  • Lilla

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.12.1932 - 27.5.2007

Saga

Ragnhildur Björgvinsdóttir [Lilla] fæddist á Úlfsstöðum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu 3. desember 1932. Ragnhildur starfaði við ýmis þjónustustörf og síðustu 20 starfsárin í mötuneyti Tryggingastofnunar ríkisins.
Hún lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 27. maí 2007. Útför Ragnhildar var gerð frá Hallgrímskirkju 5.6.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Réttindi

Ragnhildur gekk í Reykholtsskóla og útskrifaðist úr Húsmæðraskólanum á Blönduósi.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Björgvin Þórðarson, bóndi á Úlfsstöðum, f. 31.3. 1908, d. 14.1. 1945, og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 22.12. 1898, d. 12.9. 1934. Fósturmóðir Ragnhildar var Helga Eiríksdóttir, f. 12.12. 1892, d. 26.10. 1961.
Bústýra hans; Helga Eiríksdóttir 12. des. 1892 - 26. okt. 1961. Var í foreldrahúsum á Kraga í Oddasókn, Rang. 1910. Flutti til Borgarfjarðar 1918 og var vinnukona á ýmsum bæjum í Borg. og Mýr. Bústýra a Úlfsstöðum í Hálsasveit. Vinnukona á Óðinsgötu 30, Reykjavík 1930. Ógift og barnlaus.

Systur Ragnhildar eru
1) Svala Björgvinsdóttir 26.6. 1930 - 27.9.2016. Butru í Fljótshlíð. Óg og bl.
2) Guðrún Björgvinsdóttir [Didda] f. 10.9. 1931, d. 29.11. 1978.

Börn hennar;
1) Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, f. 4.4. 1958, maki Friðrik Þorbergsson, f. 22.11. 1949. Börn hennar eru Daði Júlíus Agnarsson, f. 15.3. 1975, og Ingileif Friðriksdóttir, f. 18.5. 1993. Sonur Daða og Þóru Kristínar Steinarsdóttur er Dalmar Ingi, f. 22.8. 1997.
2) Björgvin Guðni Hallgrímsson, f. 12.11. 1965, maki Þorgerður Eir Sigurðardóttir, f. 21.9. 1969. Börn hans eru Ragnhildur, f. 23.1. 1986, Davíð Rafn, f. 6.1. 1989, Askur Þór, f. 10.6. 1993, Máni Snær, f. 10.8. 1996, og Embla Sól, f. 2.10. 1998.

Almennt samhengi

Móðir hennar dó frá systrunum barnungum þegar Ragnhildur (Lilla) var á öðru ári. Helga Eiríksdóttir, vinnukona, tók þær systur að sér fyrstu árin og bjuggu þær að Úlfsstöðum, en þegar Svala var sex ára flutti Helga með þær systur að Örnólfsdal til Guðmanns, afabróður þeirra. Þær bjuggu í einu herbergi, þar sem þær héldu til með allt sitt, sváfu og elduðu. Eldhússkápnum lýsti Svala á þann veg, að fremur stór trékassi var hafður á hliðinni, útbúin í hann hilla og hvít tjöld höfð fyrir. Minntist Svala þess að þær hafi átt eina kú, sem drapst og þá hafi verið keypt önnur. Svala sagðist ekki vita á hverju þær hefðu lifað, en fyrirvinnan var engin. Þegar Svala var átta ára, Didda á sjöunda ári og Lilla á því sjötta fóru Didda og Lilla annað í fóstur, en Svala var áfram í nokkur ár hjá Guðmanni, afabróður sínum. Aðskilnaðurinn reyndist þeim systrum erfiður og talaði Svala um það sem sorgardaginn mikla.

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1951-1960 (1951 - 1960)

Identifier of related entity

HAH00115 -51-60

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1954 - 1955

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Reykholtsskóli (1931-1997) Borgarfirði / Snorrastofa

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svala Bjarnadóttir (1941) Selfossi (2.10.1941 -)

Identifier of related entity

HAH03797

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08174

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 15.10.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir