Ragna Ingimundardóttir (1910-1988) Bergsstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ragna Ingimundardóttir (1910-1988) Bergsstöðum

Parallel form(s) of name

  • Ragna Sigþrúður Ingimundardóttir (1910-1988) Bergsstöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.6.1910 - 29.6.1988

History

Ragna Ingimundardóttir - Minning Fædd 12. júní 1910 Dáin 29. júní 1988 Ragna andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 29. júní 1988 eftir langa og erfiða sjúkralegu, 78 ára að aldri. Fullu nafni hét hún Ragna Sigþrúður Ingimundardóttir. Ólst þau upp á Bergsstöðum, sem þá voru að vísu kallaðir Stóru-Bergsstaðir í afsalsbréfi til, Guðmundar Ingimundarsonar. Talsvert landrými fylgdi jörðinni, enda var þar um langt árabil og nokkuð fram á þessa öld stundaður umtalsverður búskapur af hans og bræðra hans, einkum þeim Ingimundi og Gesti. Er frá leið var smám saman skotið auknum stoðum undir búskap þeirra feðga. Var það gert með gerð erfðafestu samninga við Reykjavíkurkaupstað, kaupum eða leigu á landi til heyskapar, hagbeitar eða mótekju, bæði innan marka kaupstaðarins, en einnig utan hans svo sem á Elliðavatni.
Árið 1909 kvæntist Ingimundur Guðrúnu Ragnheiði Jónsdóttur. Var hún fædd 1876 í Grímstungu í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hófu þau hjón búskap í Eskihlíð við Hafnarfjarðarveg, en þeirri jörð tilheyrði einnig erfðafestulandið Norðurmýrarblettur nr. 5, allmikið land.
Rétt er að geta þess hér, að samhliða búskapnum stundaði Ingimundur, ásamt bræðrum sínum, þeim Gesti og Magnúsi, vöruflutninga með hestum. Þannig tóku þeir t.d. að sér allan flutning á byggingarefni til Vífilsstaðahælisins er það var reist. Voru til þess notaðar sérstakar vagnkerrur, sem þá ruddu sér mjög til rúms eftir því sem vegalagningu miðaði áfram í landinu. Var hér um umtalsverðar framfarir að ræða frá því sem áður var. Má því segja, að þeir bræður hafi verið í hópi þeirra fyrstu, sem stóðu að þessum mikilvægu umbótum á samgöngumálum þjóðar okkar. Bíllinn var þá enn ekki kominn til sögunnar, en "þarfasti þjónninn" enn í góðu gildi. Er mér enn í barnsminni hve hestar þeirra bræðra voru fallegir og vel haldnir.
Hjónaband þeirra Ingimundar og Guðrúnar stóð ekki lengi. Hann an daðist í júnímánuði 1912 og var Ragna þá tveggja ára. Talið var að andlát Ingimundar mætti rekja til byltu er hann hlaut er hestur datt með hann, alllöngu áður.
Eftir lát manns síns bjó Guðrún enn um skeið í Eskihlíð. Þó kom að því að hún giftist Gesti mági sínum og fluttist að Bergsstöðum, en þar hófu þau búskap. Áður hafði hún selt jörðina Kristni Guðmundssyni, bakara, en hann var einnig mágur hennar.
Er hér var komið sögu var Gestur, föðurbróðir Rögnu, orðinn stjúpi hennar. Ólst hún síðan upp á heimili móður sinnar og stjúpa í hópi sex barna þeirra og naut jafnan í hvívetna sömu umhyggju og ástúðar og þau.
Í æsku þekkti ég allvel til heimilis hátta og starfa móðurbróður míns.

Places

Bergsstaðir: Eskihlíð Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar, giftust árið 1909, voru Ingimundur Guðmundsson 4. október 1875 - 6. júní 1912 Húsbóndi í Reykjavík 1910 og Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir. Var hún fædd 1876 í Grímstungu í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu.
Árið 1931 giftist Ragna Helga Kristjánssyni og eignuðust þau fjóra syni. Helgi var fæddur 1. janúar 1903 að Högnastöðum í Þverárhlíð. Hann var bifreiðastjóri að atvinnuog starfaði um 40 ára skeið hjá Eimskipafélagi Íslands. Hann var velmetinn meðal stéttarbræðra sinna, sem kusu hann heiðursfélaga í fé lagi sínu, Þrótti. Helgi stundaði íþróttir í æsku, var þekktur glímu maður í Ármanni. Hann andaðist 21. mars 1985.
Synir þeirra hjóna eru:
1) Leifur, hann lést 1981, lét eftirsig sambýliskonu, Þórunni óskarsdóttur og tvö börn;
2) Ingimundur, kvæntur Svövu Björgúlfs og eiga þau þrjú börn;
3) Davíð, kvæntur Auði Ragnarsdóttur, eiga þau tvær dætur. Eina dóttur átti Davíð fyrir hjónaband.
4) Þórður, ókvæntur.

General context

Relationships area

Related entity

Reykjahlíð við Reykjavík

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

12.6.1910

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1887-1968) frá Kötlustöðum (27.7.1887 - 7.7.1968)

Identifier of related entity

HAH04423

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1887-1968) frá Kötlustöðum

is the parent of

Ragna Ingimundardóttir (1910-1988) Bergsstöðum

Dates of relationship

12.6.1910

Description of relationship

Related entity

Gunnar Gestsson (1917-2006) Kotströnd, frá Reykjahlíð í Reykjavík (30.5.1917 - 5.4.2006)

Identifier of related entity

HAH04515

Category of relationship

family

Type of relationship

Gunnar Gestsson (1917-2006) Kotströnd, frá Reykjahlíð í Reykjavík

is the sibling of

Ragna Ingimundardóttir (1910-1988) Bergsstöðum

Dates of relationship

30.5.1917

Description of relationship

Sammæðra

Related entity

Björgvin Ottó Gestsson (1918-2009) Reykjahlíð, Reykjavík (26.10.1918 - 7.12.2009)

Identifier of related entity

HAH02763

Category of relationship

family

Type of relationship

Björgvin Ottó Gestsson (1918-2009) Reykjahlíð, Reykjavík

is the sibling of

Ragna Ingimundardóttir (1910-1988) Bergsstöðum

Dates of relationship

26.10.1918

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01849

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places