Rafn Sveinsson (1941)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Rafn Sveinsson (1941)

Hliðstæð nafnaform

  • Rafn Sveinsson (1941) frá Akureyri

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.10.1941-

Saga

Tónlistarmaðurinn Rafn Sveinsson hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífinu á Akureyri undanfarna áratugi. Rafn sem er trommuleikari, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og einnig verið með sínar eigin hljómsveitir í gegnum tíðina. Rafn hefur nú sent frá sér nýjan 12 laga hljómdisk og er hann gefinn út af tvennu tilefni.

Staðir

Akureyri:

Réttindi

Starfssvið

50 ára spilaafmæli 2011. Það var í október árið 1961 sem Hljómsveit Birgis Marinóssonar var stofnuð á Akureyri. Auk Rafns og Birgis voru í hljómsveitinni þeir Pálmi Stefánsson og Gunnar Tryggvason. Rafn hefur spilað með flestum hljóðfæraleikurum bæjarins í gegnum tíðina og má þar nefna Ingimar Eydal og Örvar Kristjánsson og einnig söngkonuna Erlu Stefánsdóttur. Lengst af var hann þó með gítarleikarnum Grétari Ingvarssyni. Rafn átti á sínum tíma segulband, sem hann lét stundum ganga þegar hann var að spila með félögum sínum á böllum. Hann segir að það sé virkilega gaman að hlusta á þessar upptökur í dag. Rafn hefur m.a. leikið með félögum sínum á þorrablóti í Luxemborg og þá lék hljómsveitin Laxar á 10 böllum í Færeyjum fyrir margt löngu. Rafn sagði að hljómsveitinni hefði verið vel tekið í Færeyjum og fullt út úr dyrum á öllum böllunum. Þá hefur hann leikið á böllum víða um land, mest þó á Norður- og Austurlandi.

Lagaheimild

Nýi diskurinn ber heitið; Rabbi Sveins 70 ára, lögin eru flest skandinavísk, sem Rafn hefur íslenskað textana við. Rafn syngur öll lögin en allur undirleikur er í höndum þeirra Brynleifs Hallssonar og Gunnars Tryggvasonar og sáu þeir einnig um upptöku og hljóðblöndun. Einnig fékk Rafn til liðs við fiðluleikarann Ástu Óskarsdóttur í tveimur lögum. Óskar Pétursson syngur með Rafni í einu lagi og Helena Eyjólfsdóttir syngur með honum í nýju lagi eftir Gunnar Tryggvason.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Úndína Árnadóttir 12. október 1923 - 23. júlí 2010 Var á Akureyri 1930. Húsfreyja, fiskverkakona og síðar matráðskona á Akureyri. Síðast bús. í Kópavogi. F. 4. október 1923 skv. kb. og Sveinni Kristjánsson skrifstofumaður á Akureyri, f. 21.11. 1922, d. 13.4.1994.
Þeim varð 7 barna auðið. Þau eru; 1) Rafn, f. 3.10. 1941, maki Kristín Jónsdóttir. 2) Árni Kristján, f. 10.6. 1946, d. 8.3.1951. 3) Sveinn Brynjar, f. 23.1. 1952, maki Aðalheiður Stefánsdóttir. 4) Ívar Matthías, f . 6.4. 1956, maki Sjöfn Magnúsdóttir. 5) Árni Viðar, f. 24.12. 1952, maki Margrét Sigmundsdóttir. 6) Ingibjörg Hrönn, f. 27.6. 1959, maki Pétur S. Kjartansson. 7) Kristján Arnar, f. 27.6. 1959, maki Gullveig Kristinsdóttir.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01848

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

12.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir