Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Pétur Sigurðsson (1933-2000) Skeggstöðum í Svartárdal
Parallel form(s) of name
- Pétur Sigurðsson(1933-2000) Skeggstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
23.10.1933 -11.5.2000
History
Pétur Sigurðsson var fæddur að Skeggsstöðum í Svartárdal 23. október 1933. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. maí síðastliðinn. Ekki er hægt minnast Péturs án þess að tala um hest sem honum var mjög kærkominn. Það var rauður hestur kallaður Ómars Rauður sem hann átti til fjölda ára og hann hafði mikið dálæti á. Það sama má segja um hestinn, hann var mjög hændur að húsbónda sínum. Sú vinátta sem þar var, á milli hests og manns, lýsir þeirri persónu sem Pétur hafði að geyma betur en mörg orð. Síðustu ár ævi sinnar átti Pétur í baráttu við mjög erfiðan sjúkdóm. Fyrir mann á besta aldri var erfitt að ganga í gegnum þá baráttu sem fylgir því að uppgötva að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi og ekki síður fyrir alla þá sem í kringum hann voru að átta sig á hvað var að gerast.
Places
Skeggstaðir í Svartárdal:
Legal status
Functions, occupations and activities
Hann var bóndi á Skeggsstöðum mestan hluta starfsævi sinnar og vann einnig við skriftir, bókhald og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag. Hann var í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps til margra ára og einnig hreppstjóri. Pétur lét til sín taka í ýmsum félagsmálum í Austur-Húnavatnssýslu. Pétur var góður leikari og lék í mörgum góðum verkum sem voru sett upp í Bólstaðarhlíðarhreppi á hans yngri árum og starfaði að mörgum félagsmálum í hreppnum.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Pétur var sonur hjónanna Kristínar Sigvaldadóttur (1900-1946) og Sigurðar Þorfinnssonar (1891-1966) bónda á Skeggsstöðum.
Systkin hans samfeðra voru Þórir (1918), Ósk (1920).
Pétur var ókvæntur og barnlaus.
General context
Fyrir Ísland áttu að vinna ævistörf hins góða manns, helga dáð og drauma þína dal og ströndum ættarlands. Fyrir Ísland áttu að rækta akur, tún og lund og garð, gefa hug þinn gróðri jarðar, gefa framtíð skraut og arð. Fyrir Ísland áttu að nota íslenskunnar fagra hljóm, elska í ljóði og lausu máli lands og þjóðar helgidóm.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Pétur Sigurðsson (1933-2000) Skeggstöðum í Svartárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Pétur Sigurðsson (1933-2000) Skeggstöðum í Svartárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Pétur Sigurðsson (1933-2000) Skeggstöðum í Svartárdal
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.7.2017
Language(s)
- Icelandic