Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Páll Steingrímsson (1930-2016) kvikmyndagerðarmaður
Hliðstæð nafnaform
- Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.7.1930 - 11.11.2016
Saga
Páll fæddist í Vestmannaeyjum 25. júlí 1930 - 11. nóv. 2016. Var á Brekastíg 6, Vestmannaeyjum 1930. Kennari og kvikmyndargerðarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík.
Skömmu fyrir Vestmannaeyjagosið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur og síðan í Kópavoginn
Fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hlaut íslensku fálkaorðuna fyrir störf sín að kvikmyndagerð.
Staðir
Vestmannaeyjar; Reykjavík; Kópavogur.
Réttindi
Hann lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1951 en lagði auk þess stund á bókmenntir, líffræði- og myndlistanám í Kaupmannahöfn. Þá útskrifaðist Páll frá kvikmyndadeildinni í New York háskóla árið 1972.
Starfssvið
Páll var farsæll kvikmyndagerðarmaður sem lagði áherslu á gerð heimildarmynda um náttúru, dýralíf og tengsl mannsins við náttúruna.
Páll stofnaði framleiðslufyrirtækið Kvik sf. ásamt Ernst Kettler og Ásgeri Long í upphafi árs 1973 en nokkrum dögum síðar hófst Heimaeyjargosið í Vestmannaeyjum. Eldeyjan fjallar um Heimaeyjargosið en hún var fyrsta myndin í framleiðslu Kvik. Eldeyjan hlaut gullverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Atlanta í Bandaríkjunum.
Páll var einn af stofnendum Félags kvikmyndagerðarmanna og formaður félagsins um skeið. Hann hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín hérlendis og erlendis, til að mynda heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2004. Þá var Páll sæmdur fálkaorðu forseta Íslands árið 2005.
Páll fékk einnig fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á Degi íslenskrar náttúru árið 2013. Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars: „Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina.“
Lagaheimild
Eftir hann liggja fjölmargar heimildamyndir en meðal helstu mynda Páls má nefna Eldeyjuna (1973), Hvalakyn og hvalveiðar (1988), Oddaflug (1993), Litli bróðir í norðri (1996) og Öræfakyrrð (2004). Hlaut fjölmargar viðurkenningar.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Steingrímur Benediktsson 20. maí 1901 - 23. nóv. 1971. Skólastjóri. Verkstjóri á Brekastíg 6, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Vestmannaeyjum og Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir 14. des. 1899 - 24. mars 1967. Húsfreyja. Var á Ytri-Másstöðum, Urðasókn, Eyj. 1901. Síðast bús. í Vestmannaeyjum.
Systkini hans;
1) Benedikt Kristján Steingrímsson 14. júlí 1926 - 1. júlí 1995. Var á Brekastíg 6, Vestmannaeyjum 1930. Fulltrúi, síðast bús. í Reykjavík.
2) Björg Steingrímsdóttir 14. mars 1928 - 23. júní 1929
3) Jón Helgi Steingrímsson 25. jan. 1932 - 31. jan. 1951. Tónlistarmaður.
4) Gísli Steingrímsson 5. ágúst 1934
5) Svavar Steingrímsson 24. maí 1936
6) Bragi Steingrímsson. 1. jan. 1944
Fyrri kona Páls var; Edda Guðrún Sveinsdóttir 26. mars 1935 - 20. apríl 2002. Vestmannaeyjum, bróðir hennar; Ingimundur Sveinsson Arkitekt.
Seinni kona hans; Þuríður Rúrí Fannberg 20.2.1951 listakona, betur þekkt sem Rúrí .
Börn hans og Eddu;
1) Gunnhildur Pálsdóttir 1. nóv. 1953. Myndlistarkennari, sambýlismaður er Trausti Baldursson, sviðsstjóri. Synir þeirra eru: Smyrill, f. 1975, nemi, sambýliskona Cindy Abwao Opuge, þeirra sonur er Emil Trausti, f. 1999. Vífill, f. 1982, nemi
2) Steingrímur Dufþakur Pálsson 12. des. 1963 sölumaður, sambýliskona er Þrúður Óskarsdóttir grafískur hönnuður. Þeirra börn eru: Edda Ósk, f. 1996, og Páll Fáfnir, f. 2000.
3) Ólöf Sylvía Pálsdóttir 12.11.1966 skólaliði, sambýlismaður er Grétar Örn Valdimarsson starfsmaður hjá Olíufélaginu hf. Þeirra börn eru: Alexandra, f. 1990, og Eiður Örn, f. 1992. Sonur Grétars er Andri Karl Helguson, f. 1989.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er vinur
Páll Steingrímsson (1930-2016) kvikmyndagerðarmaður
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er vinur
Páll Steingrímsson (1930-2016) kvikmyndagerðarmaður
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.9.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Heimaslóð. http://www.heimaslod.is/index.php/Páll_Steingrímsson
Heimaslóð. http://www.heimaslod.is/index.php/Minningarvefur_um_Pál_Steingrímsson/Um_Pál_Steingrímsson
mbl 13.11.2016. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/13/andlat_pall_steingrimsson/
mbl 23.11.2016. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1619142/?item_num=2&searchid=09149dcb4640a0f2c55ebbde4e82a5ea20a60d9e
mbl 26.4.2002. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/664328/?item_num=1&searchid=29a3f8de3f78a71b0d3d704e6cf399441cf46b0d
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
P__ll_Steingrmsson1930-2016kvikmyndagerarma__ur.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg