Páll Sigþór Pálsson (1916-1983) Hæstaréttarlögmaður

Auðkenni

Tegund einingar

Leyfileg nafnaform

Páll Sigþór Pálsson (1916-1983) Hæstaréttarlögmaður

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.01.1916-11.07.1983

Saga

Páll Sigþór Pálsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi 29.1. 1916. Hann var sonur Páls Jónssonar, bónda og búfræðings í Sauðanesi, og Sesselju Þórðardóttur frá Steindyrum.

Meðal systkina Páls má nefna dr. Hermann, fyrrv. prófessor við Edinborgarháskóla; Gísla, fyrrv. oddvita að Hofi í Vatnsdal; Hauk, bónda á Röðli, og Ríkharð tannlækni.

Eiginkona Páls var Guðrún Stephensen, kennari, forstöðumaður á leikskólum í Reykjavík og starfsmaður á Þjóðminjasafni.

Börn þeirra Páls eru lögfræðingarnir Stefán og Páll Arnór; Signý, skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg; Sesselja forstjóri; Þórunn, kennari og leikari; Sigþrúður sem er látin, bar listamannsnafnið Sissú og var myndlistarmaður og arkitekt, dr. Anna Heiða bókmenntafræðingur og Ívar, viðskiptafræðingur og útflytjandi í Reykjavík.

Sonur Páls frá því áður og Kristínar Gísladóttur er dr. Gísli Hlöðver Pálsson, ættleiddur sem Jack Gilbert Hills, stjarneðlisfræðingur í Bandaríkjunum.

Páll lauk kennaraprófi frá KÍ 1937, stúdentsprófi frá MR 1940 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1945. Hann var barnaskólakennari við Barnaskólann í Mýrarhúsum, Barnaskólann í Keflavík og Innri-Njarðvíkum og Miðbæjarskólann í Reykjavík á árunum 1937-42 og kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík í tíu ár. Hann var framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda 1947-56 en stundaði jafnframt málflutning með öðrum störfum og starfrækti síðan eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá 1956 og til æviloka. Páll var um langt skeið í hópi virtustu málflutningsmanna, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t.d. formaður Húseigendafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og The World Peace Through Law Center, og sat í fjölda opinberra nefnda, einkum um margvíslegar lagabreytingar. Páll lést 11.7. 1983.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09465

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 31.07.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir