Páll Ísólfsson (1893-1974) tónskáld

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Páll Ísólfsson (1893-1974) tónskáld

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

12.10.1893 - 23.11.1974

Saga

Dr. Páll Isólfsson var fæddur í Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Foreldrar hans voru Ísólfur Pálsson, organleikari þar og tónskáld, síðar í Reykjavík, og kona hans, Þuríður Bjarnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sfnum á Stokkseyri til fimmtán ára aldurs, en fór þá til Reykjavíkur og dvaldist þar nokkur næstu ár með föðurbróður sínum, Jóni Pálssyni bankaféhirði, og konu hans, Önnu S. Adólfsdóttur. Voru þau honum sem aðrir foreldrar. Á þessum árum naut hann tilsagnar hjá Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi og dómorganista.

Staðir

Símonarhús Stokkseyri: Reykjavík 1913; Leipzig 1913.

Réttindi

Arið 1913 fór Páll utan með tilstyrk Jóns frænda síns og frú Önnu, og næstu fimm ár var hann nemandi við Konunglega tónlistarskólann í Leipzig. Kennari hans i organleik, sem var aðalnámsgrein hans, var dr. Karl Straube, kantor við Tómasarkirkjuna, þar sem Joh. Seb. Bach hafði fyrr setið orgelbekkinn, og á árunum 1917—19 var Páll aðstoðarmaður og staðgengill dr. Straube í starfi hans þar. Einnig naut Páll í Leipzig kennslu hjá Robert Teichmiiller í píanóleik og hjá Hans Grisch í tónfræði, og meðal annarra kennara hans var Max Reger, eitt gáfaðasta tónskáld síns tíma. Síðar (1924—25) var Páll við framhaldsnám í París hjá hinum fræga organsnillingi Joseph Bonnet.

Starfssvið

Um það leyti sem Páll lauk námi í Leipzig stóðu honum ýmsar leiðir opnar erlendis, og um þetta leyti og á næstu árum hélt hann marga tónleika á ýmsum stöðum, einkum í Þýzkalandi og Danmörku, og hlaut óskoraða viðurkenningu fyrir list sína. En hugur hans stóð jafnan heim til Íslands, og hingað fluttist hann 1921. Eina fasta tónlistarstarfið, sem þá stóð til boða hér, var stjórn Lúðrasveitar Reykjavfkur, og hafði hann það á hendi næstu 12 ár.
Alþingishátíðarárið 1930 markaði þáttaskil í sögu fslenzkrar tónlistar. Í sambandi við hátfðina var efnt til samkeppni um hátfðarljóð og tónverk. Verðlaunin unnu þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Páll Ísólfsson. Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður á þessu ári. Varð Páll fyrsti skólasljóri hans og gegndi því starfi til 1957. Rikisútvarpið tók einnig til starfa 1930. Páll átti sæti í hinu fyrsta útvarpsráði og var síðan tónlistarráðunautur og tónlistarstjóri útvarpsins að mestu óslitið til ársins 1959. Með stórfum sínum í þágu þessara stofnana vann Páll ómetanlegt starf að uppbyggingu tónlistarlífs í landinu. Um skeið kenndi hann organleik við Háskólann, og tónlistargagnrýni ritaði hann í Morgunblaðið um margra ára skeið. Hann kom mjög oft fram á tónleikum, bæði sem organleikari, píanóleikari, söngstjóri og hljðmsveitarstjóri, og stjórnaði m.a. flutningi fyrstu óratóríunnar f Reykjavík, en það var „Skópunin“ eftir Haydn, sem flutt var á vegum Tónlistarfélagsins...

Lagaheimild

Alþingishátíðarárið 1930 markaði þáttaskil í sögu fslenzkrar tónlistar. Í sambandi við hátfðina var efnt til samkeppni um hátfðarljóð og tónverk. Verðlaunin unnu þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Páll Ísólfsson. Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður á þessu ári. Varð Páll fyrsti skólasljóri hans og gegndi því starfi til 1957. Rikisútvarpið tók einnig til starfa 1930. Páll átti sæti í hinu fyrsta útvarpsráði og var síðan tónlistarráðunautur og tónlistarstjóri útvarpsins að mestu óslitið til ársins 1959. Með stórfum sínum í þágu þessara stofnana vann Páll ómetanlegt starf að uppbyggingu tónlistarlífs í landinu. Um skeið kenndi hann organleik við Háskólann, og tónlistargagnrýni ritaði hann í Morgunblaðið um margra ára skeið. Hann kom mjög oft fram á tónleikum, bæði sem organleikari, píanóleikari, söngstjóri og hljðmsveitarstjóri, og stjórnaði m.a. flutningi fyrstu óratóríunnar f Reykjavík, en það var „Skópunin“ eftir Haydn, sem flutt var á vegum Tónlistarfélagsins.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Ísólfur Pálsson, tónskáld og organisti, f. 11.3. 1871, d. 17.2. 1941, og kona hans Þuríður Bjarnadóttir, f. 2.7. 1872, d. 22.3. 1957. Þau bjuggu á Stokkseyri til ársins 1914 er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Páll var elstur systkina sinna, hin voru, 2) Bjarni Ísólfsson, f. 20.4. 1895, d. 23.4. 1895. 3) Bjarni Þórir Ísólfsson, verkamaður, f. 15.12. 1896, d. 25.4. 1966. 4) Pálmar Þ. Ísólfsson hljóðfærasmiður, f. 28.7. 1900, d. 26.8. 1982. 5) Viktoría Margrét Ísólfsdóttir fæddist í Ísólfsskála, Stokkseyri, hinn 11. apríl 1902 d. 4.9.1998, píanókennari. 6) Bjarni Ísólfsson, úrsmiður, f. 15.2. 1904, d. 10.4. 1924. 7) Ingólfur Ísólfsson, verslunarmaður, f. 3.3. 1906, d. 2.11. 1969. 8) Þórdís Ísólfsdóttir, f. 8.4. 1907, d. 5.8. 1907. 9) Eyjólfur Guðni Ísólfsson, verkamaður, f. 8.4. 1907, d. 6.12. 1962. 10) Sigurður G. Ísólfsson, organisti, f. 10.7. 1908, d. 31.7. 1992. 11) Fjóla Ísólfsdóttir, f. 9.11. 1910, d. 14.2. 1916. 11) Ísólfur Ísólfsson, hljóðfærasmiður, f. 21.12. 1913, d. 23.7. 1946.
fk Páls var Þuríður Bjarnadóttir 4. júlí 1872 - 22. mars 1957 Húsfreyja í Ísólfsskála, Stokkseyri.
Þeirra börn voru:
1) Jón Norðmann Pálsson 13. febrúar 1923 - 4. maí 1993 Var í Bergstaðastræti 50 a, Reykjavík 1930. Yfirskoðunarmaður hjá Flugleiðum hf. Bjó á Seltjarnarnesi. # Guðrún Jónsdóttir f. kona f. 14. apríl 1928 # Jóhanna Gyða Ólafsdóttir s. kona f. 29. okt. 1931, d. 27. Júní 1993
2) Einar Pálsson 10. nóvember 1925 - 30. október 1996 Var í Bergstaðastræti 50 a, Reykjavík 1930. Skólastjóri og rithöfundur. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans Birgitte Laxdal f. 27. feb. 1926, d. 26. mars 2008.
3) Þuríður Pálsdóttir 11.3.1927, Óperusöngkona, Maður hennar Örn Guðmundsson 29. nóvember 1921 - 3. febrúar 1987 Var á Suðurgötu 18, Reykjavík 1930. Viðskiptafræðingur hjá Olíuverzlun Íslands í Reykjavík.
Sk: Páls var; Sigrún Ástrós Dürr Eiríksdóttir 2. júní 1911 - 7. ágúst 1990 Skrifstofustúlka á Laufásvegi 34, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kaupmaður, síðast bús. í Reykjavík.
Börn hennar með fyrri manni sínum Heinrichs Dürr;
4) Hjördís Dürr 22. janúar 1934
5) Erla Gertrude Dürr 6. nóvember 1935
6) Hildegard María Dürr 17. október 1938 - 6. október 2012.
Barn Páls og Sigrúnar;
7) Anna Sigríður 16.7.1947 (Miðbæjar) prestur og ráðgjafi, börn hennar Gunnar 1971 og Ragnar 1978 Hanssynir.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Dómkirkjan í Reykjavík (1796 -)

Identifier of related entity

HAH00192

Flokkur tengsla

tímabundið

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stokkseyri (um900)

Identifier of related entity

HAH00853

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Stokkseyri

is the associate of

Páll Ísólfsson (1893-1974) tónskáld

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01824

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

GPJ 14.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir