Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Páll Steinar Bjarnason (1932-2014) trésmiður Akranesi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
10.3.1932 - 2.10.2014
Saga
Páll Steinar Bjarnason 10.3.1932 - 2.10.2014. Trésmiður í Reykjavík, síðast bús. á Höfn í Hornafirði.
Hann fæddist á Neðra-Hóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi 10. júní 1932. Páll ólst upp á Snæfellsnesinu til fimmtán ára aldurs en flutti þá á Akranes.
Hann lést á hjúkrunar- og dvalardeild HSSA, Höfn í Hornafirði 2. október 2014.
Minningarathöfn um Pál Steinar var í Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október 2014.
Útför hans var gerð frá Hafnarkirkju, Hornafirði, 10. október 2014, kl. 14.
Staðir
Réttindi
Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1954 og lærði þar trésmíði hjá Páli Guðjónssyni þar sem hann starfaði til 1967.
Starfssvið
Þá starfaði hann í Völundi í fimmtán ár, síðan í JL-Völundi og Smiðshúsi en vann síðustu starfsárin sjálfstætt við trésmíðar í Reykjavík.
Lagaheimild
Páll var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Elliða í Reykjavík og starfaði í honum frá upphafi þar til hann fluttist á Höfn.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Bjarni Jóhann Bogason, bóndi á Neðra-Hóli, f. 10. júlí 1881 í Syðri-Tungu í Staðarsveit, d. 14. maí 1937 og kona hans; Þórunn Jóhannesdóttir 22. sept. 1899 - 9. apríl 1986. Húsfreyja á Hóli í Staðarsveit, Snæf., og á Akranesi, síðar í Reykjavík. Fædd 16.10.1899 skv. kb.
Systkini hans;
1) Bogi Jóhann Bjarnason 2.7.1919 - 18.9.2013. Var á Neðra-Hóli, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Lögreglumaður og aðalvarðstjóri í Reykjavík. Gegndi ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum.
2) Sveinbjörn Bjarnason 22.12.1923 - 7.10.2002. Lögreglumaður í Reykjavík. F. 21.12.1923 skv. kirkjubók.
3) Guðrún Bjarnadóttir 10.5.1927 - 31.5.1927.
Kona Páls Steinars 1.5. 1954; Gróa Ormsdóttir, f. 13.3. 1936, sem starfaði lengst af sem prófarkalesari hjá DV. Hún er dóttir Orms Ormssonar, rafvirkjameistara í Borgarnesi, og Helgu Kristmundardóttur húsmóður. Páll Steinar og Gróa bjuggu í Reykjavík uns bæði voru komin á eftirlaunaaldur en þá fluttu þau austur á Höfn í Hornafirði og hafa unað hag sínum vel þar.
Börn Páls Steinars og Gróu eru:
1) Helga Lilja, f. 26.8. 1954, gift Sturlaugi Þorsteinssyni og eru börn þeirra Steinar Þór, Guðrún Ásdís og Stefán Örn.
2) Birna Þórunn, f. 23.3. 1958, gift Sigurði Grímssyni og eru börn þeirra Grímur, Hólmfríður Helga, Steinunn Gróa og Jón.
3) Páll Rúnar, f. 13.12. 1961, og eru synir hans Einar Páll og Daði Þór og stjúpdóttir Aldís Gunnarsdóttir.
4) Jón, f. 9.8. 1963, kvæntur Hrönn Björnsdóttur og eru börn þeirra Björn Steinar, Ásbjörg og Bjarki Snær.
5) Björk, f. 18.10. 1970, gift Geir Þorsteinssyni og eru börn þeirra Þorsteinn og Vigdís María og fyrir átt Geir soninn Stefán.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 12.3.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 12.3.2021
Mbl 10.10.2014. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1526898/?item_num=1&searchid=d2b4e21030da5275c0eaa1fcbe70503e945a9a46