Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Páll Helgi Jónsson (1908-1990) Tónlistarkennari Fremstafelli
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.4.1908 10.7.1890
Saga
Páll Helgi Jónsson er fæddur að Mýri í Bárðardal, hátt til heiða, hinn 5. apríl 1908. Bóndi á Fremstafelli, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Fósturfor: Páll Helgi Jónsson og Guðrún Tómasdóttir. Rithöfundur, tónskáld og kennari á Laugum í Reykjadal og víðar. Frá sjö vikna aldri ólst Páll upp hjá alnafna sínum í Stafni í Reykjadal og konu hans Guðrúnu Tómasdóttur.
Hann lést 10.7.1990.
Staðir
Réttindi
Páll stundaði nám við Hérðasskólann að Laugum og Samvinnuskólann, og sótti kennaranámskeið í Askov í Danmörku.
Starfssvið
Tónlistakennari, bóndi og rithöfundur.
Um 30 ára skeið, samfleytt í blóma lífsins, var hann fastráðinn vinsæll kennari við Héraðsskólann að Laugum í Reykjadal, og svo aftur síðar stundakennari þar í átta ár, og þá einnig við Húsmæðraskólann. Bóndi var hann í sjö ár, og önnur sjö forstöðumaður Fræðsludeildar SÍS, þá jafnframt ritstjóri Smvinnunnar og samvinnustarfsmanna blaðsins "Hlyns" meirihluta þess tíma. Þessi starfsaldur nær samtals yfir rúma hálfa öld (52 ár), og eru þá ekki tekin með í reikninginn fjölmörg aukastörf, er Páli voru falin um lengri eða skemmri tíma.
Lagaheimild
Hann er skáld, og var kirkjuorganisti og margfaldur söngstjóri um áratuga skeið og jafnframt og samtímis stjórnarformaður heilla kórasambanda. Liggur eftir Pál óhemjumikið og frjótt menningarstarf. Þá er hann afkastamikill rithöfundur; hefur skrifað margar bækur, ljóðabækur, skáldsögur, meiriháttar fræðirit, leikþætti og leikrit, sem sýnd hafa verið opinberlega víða um land og leikin í útvarpi. Þá er Páll margverðlaunaður barnabókahöfundur. Sést af þessu hversu fjölhæfur og verkmik ill listamaður hann er, og þá einkum með tilliti til þess, að hann var kominn hátt á fimmtugsaldur, þegar fyrsta bók hans kom út, og lengstaf síðan ekki gengið fullkomlega heill til skógar. Það má því heita með ólíkindum, hversu mikið liggur eftir hann.
Innri uppbygging/ættfræði
Ungur að árum kvæntist hann unnustu sinni og jafnöldru, glæsilegri stúlku, Rannveigu Kristjánsdóttur 1. ágúst 1908 - 31. mars 1966. Húsfreyja á Fremstafelli, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja í Reykjavík Jónssonar frá Fremstafelli í Kinn, bróðurdóttur Jónasar frá Hriflu. Hún lézt árið 1966, mjög fyrir aldur fram, 58 ára gömul, eftir 38 ára farsælt og ástríkt hjónaband.
Þau eignuðust fimm myndarleg börn, sem í aldursröð eru þessi:
1) Sigríður Pálsdóttir 21. feb. 1930 - 24. maí 2007. Var á Fremstafelli, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja og verkakona í Kópavogi og síðar á Húsavík.
2) Aðalbjörg Pálsdóttir 21. feb. 1935, húsmóðir í Reykjadal
3) Ásdís Pálsdóttir býr í Reykjavík
4) Heimir Pálsson 28. apríl 1944, cand. mag.
5) Páll Þorlákur Pálsson 27. okt. 1949 verkstjóri,
Síðari kona Páls er Fanney Sigtryggsdóttir 23. jan. 1911 - 19. des. 2001 Var á Stóru-Reykjum, Húsavíkursókn, S-Þing. 1930. Kennari við Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal 1946-75 og skólastjóri þar tvívegis um skemmri tíma Hallgrímssonar frá Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, listfeng og mikilhæf kona. Þau bjuggu sér hlýlegt og myndarlegt menningarheimili, fyrst í Holti hjá Laugum, en síðar á Húsavík. Hefur sambúð þeirra verið Páli sérstaklega mikilvæg, einkum eftir að efri árin færðust yfir og heilsu hans tók að hraka.
Almennt samhengi
var fæddur á Mýri, fremsta bæ í Bárðardal, vestan Skjálfandafljóts, sonur hjónanna Jóns Karlssonar og Aðalbjargar Jónsdóttur sem þar bjuggu langan búskap. Tvíburabróðir hans er Jón sem fyrst bjó á Mýri og síðan í Fremstafelli i Kinn — og býr enn, f húsi sem Páll bróðir hans reisti þar í gamla daga. Þegar tvíburarnir voru nýfæddir gerðist sá sorgaratburður að frændi Aðalbjargar, Páll H. Jónsson í Stafni í Reykjadal, og Guðrún Tómasdóttir kona hans misstu einkason sinn, efnispilt á ungum aldri. Varð að ráði að Jón og Aðalbjörg gáfu þeim til huggunar og styrktar sveininn Pál og ólst hann upp í Stafni hjá þeim Páli og Guðrúnu sem sonur væri. Þar bjó einnig Sigurgeir Tómasson, bróðir Guðrúnar, og átti hann marga sonu á svipuðu reki sem Pál. Þá voru í byggð margir bæir á heiðinni sunnan og vestan við Stafn sem nú eru flestir i eyði, og mynduðu þeir, ásamt fremstu bæjunum í Reykjadal, samfellda heild með margvíslegu menningarlífi. Páll yngri var snemma bókhneigður og söngvinn og tók þátt í þessu félagslífi þegar hann óx úr grasi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
Um 30 ára skeið, samfleytt í blóma lífsins, var hann fastráðinn vinsæll kennari við Héraðsskólann að Laugum í Reykjadal, og svo aftur síðar stundakennari þar í átta ár, og þá einnig við Húsmæðraskólann. Bóndi var hann í sjö ár, og önnur sjö forstöðumaður Fræðsludeildar SÍS, þá jafnframt ritstjóri Smvinnunnar og samvinnustarfsmanna blaðsins "Hlyns" meirihluta þess tíma. Þessi starfsaldur nær samtals yfir rúma hálfa öld (52 ár), og eru þá ekki tekin með í reikninginn fjölmörg aukastörf, er Páli voru falin um lengri eða skemmri tíma.
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 4.1.2022
Íslendingabók
Mbl 31.3.1988; https://www.mbl.is/greinasafn/grein/12678/?item_num=1&searchid=e004615c73f8590e3ea725d2cee2e1421a916fe3
Tíminn 20.7.1990; https://timarit.is/files/15062546#search=%22P%C3%A1ll%20H%20J%C3%B3nsson%20P%C3%A1ll%20H%22
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Pll_Helgi_Jnsson1908-1990T__nlistarkennari.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg