Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Sigurður Óskar Sigurðsson (1910-1991) frá Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.2.1910 - 8.5.1991

History

Sigurður Óskar Sigurðsson, er látinn. Hann lést á Borgarspítalanum 8. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju 17. maí sl.
Óskar, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Siglufirði 12. febrúar 1910. Hann var kominn af húnvetnskum ættum.
Óskar hafði góða söngrödd og söng oft einn við undirleik systur sinnar. Alla tíð síðar hafði hann mjög gaman af tónlist, einkum dáði hann góða óperusöngvara.
Hugur hans hneigðist að verslunarstörfum og hafði hann ekki langtað sækja það, þar sem bæði faðir hans og afi höfðu stundað verslunarstörf ásamt öðrum störfum. Fljótlega eftir að hann lauk námi við Samvinnuskólann hóf hann að vinna við verslun og starfaði viðþað næstu áratugina, en síðustu starfsár ævi sinnar starfaði hann hjá Loftleiðum. Lengst starfaði hann sem sölumaður við heildverslun Magnúsar Kjaran. Þótti hann afburðaduglegur sölumaður

Places

Siglufjörður: Blönduós 1914: Reykjavík:

Legal status

Hann hóf nám í Samvinnuskólanum árið 1929. Útskrifaðist hann úr skólanum árið 1931. Var þá skólagöngu Óskars lokið.

Functions, occupations and activities

Árið 1928 hleypti Óskar heimdraganum. Var hann fyrst eitt ár í vinnumennsku á Blikastöðum

Mandates/sources of authority

Einhverju sinni þegar ærslin í Óskari stóðu sem hæst og reynt var að hafa hemil á honum fór hann með eftirfarandi vísu sem lýsir honum betur en mörg orð.

Víst er það skrítið en samt er það satt
að svona er hún veröld, o jæja.
Hún kallar mig fífl þegar geðið er glatt
ég get ekki stillt mig að hlæja.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Sigurður Helgi Sigurðsson f 9. október 1873 - 27. mars 1948. Með móður sinni Guðrúnu Jónsdóttur f. 15.1 1835, Ólafshúsi 1878 og Guðrúnarhúsi á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Leigjandi og verslunarmaður í Verslunarstjórahúsi, Hofssókn, Skag. 1901. Verslunarmaður á Blönduósi. Kaupmaður á Siglufirði og Margrét Pétursdóttir f 12.6.1883 - 8.9.1932. Bjuggu þau víða, m.a. á Siglufirði og Blönduósi þar sem Sigurður Helgi stundaði verslunarstörf og síðar bjuggu þau á Fremstagili í Langadal. Sigurður Helgi var sonur Sigurðar smiðs Helgasonar 26.8.1825 d. 22.7.1879 (sá sem byggði fyrst hús þar sem Ólafshús stendur nú en hann lést ári eftir að smíðinni lauk) bónda í Gröf í Víðidal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur f 15.1.1835, prests á Undirfelli Eiríkssonar. Börn þeirra voru Björg Jósefína (1865-1942) Þingeyrum, Jón Pétur (1868-1959) skólastjóri í Svendborg Danmörku. Kona Helga í Gröf var Ósk Sigmundsdóttir 14. apríl 1798 - 22. júlí 1872 Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1801. Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1816. Húsfreyja í Gröf, Þingeyrarsókn, Hún. 1845, frá Melrakkadal og er þaðan komið Óskars nafnið. Margrét móðir Óskars var dóttir Péturs Péturssonar bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal og konu hans Önnu Guðrúnar Magnúsdóttur frá Holti í Svínadal.
Óskar var þriggja ára gamall þegar hann flutti með foreldrum sínum til Blönduóss. Voru þá systkinin fjögur, Börn þeirra; Pétur Magnús (1907-2000) Austurkoti í Flóa, faðir Sigurðar dýral. Merkjalæk, Sigurður Óskar (1910-1991) Rvík, Guðrún (1911-1938) kennari, Anna Margrét (1913-2006) Reykjavík.Þrír drengir og ein stúlka en önnur stúlka hafði dáið á fyrsta ári. Á Blönduósi bættust síðan tvær stúlkur í systkinahópinn.
Óskar giftist 20. október 1949 Ólafíu (Lóu) Guðmundsdóttur f 16. september 1921 - 17. mars 1992 Var á Vestmannabraut 30 , Vestmannaeyjum 1930 Starfsmaður hjá Samtökum ísl. fiskframleiðenda, síðast bús. í Reykjavík, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Óskar og Lóa (eins og hún er alltaf kölluð) eignuðust fallegt heimili og bjuggu lengst af í Tjarnargötu 10D í Reykjavík.
Eignuðust þau 3 syni sem eru
1) Sigurður Heimir f. 30. maí 1949 múrarameistari,
2) Guðmundur Helgi f. 10. desember 1950 stýrimaður
3) Pétur Magnús f. 29. september 1953 málarameistari.
Hafa þeir allir stofnað heimili. Barnabörnin voru Óskari mikill gleðigjafi og hann var þeim mikill og góður afi.

General context

Relationships area

Related entity

Margrét Pétursdóttir (1883-1932) Blönduósi (12.6.1883 - 8.9.1932)

Identifier of related entity

HAH09520

Category of relationship

family

Dates of relationship

12.2.1910

Description of relationship

Related entity

Elsa Lyng Magnúsdóttir (1917-2011) Flögu í Vatnsdal (15.12.1917 - 11.1.2011)

Identifier of related entity

HAH01204

Category of relationship

family

Type of relationship

Elsa Lyng Magnúsdóttir (1917-2011) Flögu í Vatnsdal

is the sibling of

Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

Dates of relationship

15.12.1917

Description of relationship

Related entity

Anna Margrét Sigurðardóttir (1913-2006) frá Fremstagili (10.11.1913 -3.10.2006)

Identifier of related entity

HAH02207

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Margrét Sigurðardóttir (1913-2006) frá Fremstagili

is the sibling of

Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

Dates of relationship

10.11.1913

Description of relationship

Related entity

Pétur Sigurðsson (1907-2000) Austurkoti (15.6.1907 - 14.11.2000)

Identifier of related entity

HAH01842

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Sigurðsson (1907-2000) Austurkoti

is the sibling of

Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

Dates of relationship

12.2.1910

Description of relationship

Related entity

Guðrún Sigurðardóttir (1911-1938) barnakennari (4.2.1911 - 8.2.1938)

Identifier of related entity

HAH04448

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Sigurðardóttir (1911-1938) barnakennari

is the sibling of

Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

Dates of relationship

4.2.1911

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01952

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places