Óskar Halldór Maríusson (1934-2011)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Óskar Halldór Maríusson (1934-2011)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

23.6.1934 - 28.12.2011

History

Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, fæddist á Akranesi 23. júní 1934. Hann lést á heimili sínu 28. desember 2011. Útför Óskars fer fram frá Seljakirkju í dag, 6. janúar 2012 og hefst kl. 13.

Places

Akranes:

Legal status

Óskar varð stúdent frá MR 1954 og lauk prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule Darmstadt 1961.

Functions, occupations and activities

Hann starfaði hjá Málningu hf. í Kópavogi 1962-1992, þar af síðustu 15 árin sem tæknilegur framkvæmdastjóri. Hann var stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1973 og kennari við öldungadeild MH 1972-1973. Óskar var forstöðumaður umhverfisdeildar Vinnuveitendasambands Íslands 1992-1999 og verkefnisstjóri umhverfismála hjá Samtökum atvinnulífsins frá 1999-2004. Óskar átti sæti í nefnd um þróun iðnaðar fram til 1980 á vegum Rannsóknaráðs ríkisins (1974-1975), sat í stjórn Iðnþróunarfélags Kópavogs 1987-90, í Staðlaráði Íslands frá 1993-95, í stjórn Landverndar 1997-2001 auk fjölda nefnda og stjórna sem fulltrúi atvinnurekenda. Óskar sat í stjórn Vinnueftirlits ríkisins 1985-2004. Hann var á vegum Umhverfisráðuneytisins í Spilliefnanefnd 1996-2002, í Hollustuháttaráði 1998, í Umhverfisfræðsluráði 1998. Hann starfaði einnig á vegum Iðnaðarráðuneytisins í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma 1999-2003. Hann var formaður EVFÍ 1963-64, sat í stjórn VFÍ 1974-76 og 1980-82. Hann var í ritnefnd TVFÍ 1974-76 og í stjórn Lífeyrissjóðs Verkfræðinga, Lífsverk, 2005-2010.

Mandates/sources of authority

Hann skrifaði kennslubækur í efnafræði auk ýmissa tæknirita um málningu og lökk.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Maríus Jónsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 25. nóv. 1908 í Neskaupstað, d. 20. okt. 1994, og k.h. María Kristín Pálsdóttir, f. 24. sept. 1906 í Bæjum, Snæfjallahr., N.-Ís., d. 9. feb. 1993.
Óskar var næstelstur fjögurra systkina. Þau eru Inga, f. 22. okt. 1931, d. 8. júní 1997, Steinunn, f. 20. des. 1941, María, f. 7. apr. 1948.
Þann 10 okt. 1958 gekk Óskar að eiga Kristbjörgu Þórhallsdóttur, f. 22. október 1938 á Laufási í Arnarfirði, leiðsögumann. Foreldrar hennar voru þau Þórhallur Guðmundsson, verkamaður í Reykjavík, f. 9. feb. 1900 á Setbergi í Fellum, N.-Múl., d. 30. júní 1987, og k.h. Marta Guðmundsdóttir, f. 27. júlí 1901 í Stykkishólmi, d. 13. maí 1987.
Börn Óskars og Kristbjargar eru
1) Maríus, kerfis- og rekstrarfræðingur, f. 23. apr. 1959 í Darmstadt, Þýskalandi. K.h. er Katrín Hildur Jónasdóttir leikskólakennari, f. 24. feb. 1975. Börn þeirra eru a) Hrafnhildur Ósk, f. 8. feb. 1999 og b) Marta Sonja, f. 23. maí 2005.
2) Ragnar, grafískur hönnuður, f. 29. jan. 1961 í Darmstadt. K.h. var Björg Ólöf Bjarnadóttir, háskólanemi, f. 23. júlí 1964, d. 8. apríl 2009. Börn þeirra eru a) Þormar Elí, f. 7. ágúst 1989, b) Hafsteinn Veigar, nemi, f. 26. sept. 1995 og c) Ragna Sól, f. 7. okt. 2004. Auk þeirra á Ragnar fyrir d) Halldór Leví, f. 1. apríl 1982, en Björg átti fyrir e) Bjarna Birgi Fáfnisson, f. 15. des. 1983.
3) Þórhallur, tæknifræðingur, f. 22. nóv. 1963 í Reykjavík. K.h. Lilja Björgvinsdóttir, sjúkraliði, f. 27. maí 1967. Börn þeirra eru a) Björgvin Rúnar, f. 11. okt. 1989 og b) Kristbjörg, f. 24. júlí 1992.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01815

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 10.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places