Þorsteinn Matthíasson (1908-1990)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorsteinn Matthíasson (1908-1990)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

23.4.1908 - 28.9.1990

History

Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. september 1990 Í dag verður til moldar borinn Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi, kennari og rithöfundur. Hann fæddist í Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, þann 23. apríl 1908.

Places

Kaldrananes á Ströndum:

Legal status

Átján ára gamall hóf hann námí Kennaraskóla Íslands. Eftir þennan eina vetur verður hlé á hans skólagöngu. Kennarapróf tók Þorsteinn vorið 1934

Functions, occupations and activities

Haustið 1930 er Þorsteinn beðinn að taka að sér barnakennslu í Kaldrananeshreppi. Því starfi gegndi hann til 1935, ef undan er skilinn veturinn 1933-1934, sem hann var í Kennaraskólanum. Kennslustörf stundaði Þorsteinn í nærri 60 ár, þar af mörg ár sem skólastjóri, m.a. á Hólmavík og Blönduósi.

Mandates/sources of authority

Um skólagöngu sína hefur hann sjálfur skrifað. "Örlögin skipuðu málum þannig að mörg næstu ár var ég heima og fór hvergi í skóla. Sumarið 1927 lést Halldór bróðir minn og lengi eftir það áfall má kalla að heimilið væri í sárum þó að ekki væri hátt yfir látið. En um skólagöngu mína var ekki frekar rætt að sinni. Ég fór að sinna búfé og öðru því sem hefðbundinn bú skaparstörf á hlunnindajörð út heimtu."
Um fyrstu kynni sín af fræðslumálum, kennslu og prófum hefur hann ritað skemmtilega grein í 22. árg. Strandapóstsins. Þar kemur vel í ljós skopskyn hans og mannlegur skilningur. Á síðari hluta ævi sinnar gerðist Þorsteinn mikilvirkur rithöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar bækur, flestar um þjóðlegan fróðleik, sem mikill fengur er að.
Í stofnfundargerð átthagafélagsins segir m.a.: "Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi flutti ávarp og gerði grein fyrir aðdraganda stofnfundarins og störfum undirbúningsnefndar - Líkti ræðumaður félaginu við brú er tengdi saman Strandamenn í Reykjavík og sýsl ungana í átthögunum."
Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík hefur í öll þessi ár frástofnun 1953 haldið uppi fjölþættri starfsemi. Síðan 1967 hefur félagið gefið út ársritið Strandapóstinn. Aðalhvatamaður að stofnun ritsins var Þorsteinn Matthíasson og lengstaf hefur hann verið þar í ritnefnd.
Í ávarpi sem Þorsteinn ritar í 1. hefti Strandapóstsins segir hann: "Þar sem barnsfingur struku um blöðruþang, vorlangan dag og báran hljóðláta kvað sitt fagnaðarlag - þar eiga margir sitt óðal, þótt þá hafi tekið út og borist að landi við ókunnar strendur. Og það er þessi dula kennd, sem er undirrót þess, að fólk frá hinum ýmsu byggðum myndar með sér félög tilað geta komið saman og rifjað upp endurminningar þaðan, sem forðum var þess heima.
Sá sem saman vefur vit og dáð
valið efni fékk í gæfuþráð.
Geti æskan unnið afrek slík
er yndislegur staður - Hólmavík.

Kærleikar hans til heimahaganna speglast í fallegu ljóði sem hann orti "Átthagavalsi Strandamanna", sem kór átthagafélagsins hefur sungið fagurlega inn á plötu við lag Jónatans Ólafssonar.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Matthías Helgason, hreppstjóri á Kaldrananesi, og Margrét Þorsteinsdóttir.
börn þeirra systkini Þorsteins
1) Halldór Matthíasson f. 1. ágúst 1910 - 14. ágúst 1927
2) Svanborg Ólöf Matthíasdóttir f. 6. október 1913 - 1. mars 1993. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbarn skv. Mbl.: Ásdís Björk Stefánsdóttir, f. 13.6.1954.

  1. september árið 1933 giftist Svana, Stefáni Eyjólfi Jónssyni f. 1. september 1906 - 22. janúar 1998. Verkamaður á Ingunnarstöðum, Garpdalssókn, A-Barð. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. F. 2.9.1906 skv. kirkjubók.
    Þorsteinn kvæntist árið 1937 Jófríði Jónsdóttur frá Ljárskógum í Dalasýslu f. 13. maí 1910 - 13. maí 1971 Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Húsfreyja á Drangsnesi og víðar. Síðast bús. í Reykjavík. F. 12.5.1910 skv. kirkjubók. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Hallgrímsdóttir f. 27. september 1874 - 8. maí 1954 Laxárdal 2, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Húsfreyja í Ljárskógum í Laxárdal, og Jón Guðmundsson f. 9. maí 1870 - 25. janúar 1944. Bóndi, ljósmyndari og silfursmiður í Ljárskógum, Laxárdal, Dal. frá 1900 til æviloka.

Systkini Jófríðar voru
1) Guðmundur Jónsson f. 24. júní 1900 - 17. desember 1974. Bóndi í Ljárskógum í Laxárdal, Dal.
2) Hallgrímur Jónsson f. 22. júní 1901 - 2. desember 1983. Póstmeistari og símstöðvarstjóri á Iðavöllum. Síðast bús. í Laxárdalshreppi. F. 21.6.1901 skv. kirkjubók.
3) Solveig Jónsdóttir f. 5. október 1902 - 20. janúar 1972. Síðast bús. í Reykjavík. Ógift.
4) Ingvi Jónsson f. 2. febrúar 1904 - 10. ágúst 1978. Bóndi á Ketilsstöðum í Hörðudal, Dal. 1945-47, síðar verkamaður í Grindavík. F. 1.2.1904 skv. kirkjubók. 5) Bogi 1905
6) Ragnheiður Jónsdóttir f. 23. nóvember 1908 - 19. maí 1968. Síðast bús. á Akranesi.
7) Jón Jónsson f 18. mars 1914 - 7. október 1945. Kennari og skáld.

Þorsteinn og Jófríður eignuðust þrjá syni, þeir eru:
1) Matthías Jón Þorsteinsson f. 29. október 1942 - 17. september 1999 Verkamaður í Reykjavík, stúdent. Matthías kvæntist 25. júní 1965 Halldóru Sigríði Gunnarsdóttur, f. 1. nóvember 1946. Þau skildu. Börn þeirra Matthíasar og Halldóru eru Þorsteinn, f. 8. janúar 1966, verkamaður í Reykjavík, og Guðrún Anna, f. 22. janúar 1967, flugfreyja í Reykjavík. Matthías varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1963, stundaði nám í heimspeki og guðfræði við HÍ 1963-1965 og nám í arkitektúr við háskólann í Lyon í Frakklandi 1965- 1966. Matthías stundaði almenna verkamannavinnu í Reykjavík og víðar um 20 ára skeið.
2) Halldór Þorsteinsson f. 29. september 1944, kennari og grafískur hönnuður, kona hans Björg Guðmundsdóttir f. 1.10.1949.
3) Jón Þorsteinsson f. 19. febrúar 1946 skírður "Jón frá Ljárskógum", prestur á Mosfelli. Kona hans 10.9.1968 Sigríður Anna Þórðardóttir f. 14. maí 1946 þingmaður frá Siglufirði.

General context

Relationships area

Related entity

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum (22.6.1901 - 2.12.1983)

Identifier of related entity

HAH04749

Category of relationship

family

Dates of relationship

1937

Description of relationship

Mágar, kona þorsteins var Jófríður systir Hallgríms

Related entity

Halldór Þorsteinsson (1944) frá Blönduósi (29.9.1944 -)

Identifier of related entity

HAH04696

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldór Þorsteinsson (1944) frá Blönduósi

is the child of

Þorsteinn Matthíasson (1908-1990)

Dates of relationship

29.9.1944

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02155

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.8.2017

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places