Þorgeir Þorgeirsson (1931-2002) frá Hrófá

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorgeir Þorgeirsson (1931-2002) frá Hrófá

Hliðstæð nafnaform

  • Þorgeir Kristinn Þorgeirsson (1931-2002) frá Hrófá

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.6.1931 - 22.3.2002

Saga

Þorgeir Kristinn Þorgeirsson fæddist á Hrófá í Steingrímsfirði í Strandasýslu 17. júní 1931.
Hann lést á Landspítalanum 22. mars 2002. Útför Þorgeirs K. Þorgeirssonar fór fram frá Hallgrímskirkju 2.4.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30

Staðir

Réttindi

stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði,
varð stúdent 1952 frá Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1958.

Starfssvið

1958 hóf hann störf hjá Pósti og síma þar sem hann starfaði alla sína starfsævi, fyrst sem endurskoðandi, síðar sem forstöðumaður Póstgíróstofunnar og eftir það sem framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma. Hann lét af störfum árið 1999.

Lagaheimild

Þorgeir vann að ýmsum félagsmálum, m.a. var hann lengi félagi í Kiwanis-hreyfingunni og sat um tíma í stjórn Rauða kross Íslands.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Þorgeir Þorgeirsson, f. 27. des. 1894 á Höllustöðum í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu, d. 27. nóv. 1984, bóndi á Hrófá og síðar búsettur í Reykjavík, og Stefanía Guðrún Jónsdóttir, f. 4. júní 1899 á Hrófá, d. 21. ágúst 1993, húsfreyja á Hrófá og síðar í Reykjavík.

Systir Þorgeirs var Jónína Þorgeirsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóv. 1923, d. 19. mars 2002. Eiginmaður Jónínu er Jakob Björnsson, f. 30. apríl 1926, fyrrverandi orkumálastjóri. Dóttir þeirra er Sigrún Birna, f. 14. okt. 1959, og sonur Jónínu er Stefán Hermannsson, f. 5. nóv. 1944.

Árið 1956 kvæntist Þorgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Ingólfsdóttur, húsfreyju og fyrrverandi kennara við Þinghólsskóla í Kópavogi. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík en fluttu síðar á Melabraut 4 á Seltjarnarnesi. Elín fæddist 17. apríl 1928 í Langholti í Flóa í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Ingólfur Þorsteinsson, f. 14. feb. 1899, d. 27. ágúst 1980, bóndi í Langholti í Flóa, síðar í Merkilandi í Hraungerðishreppi, framkvæmdastjóri Flóaáveitunnar og fulltrúi á skrifstofu Búnaðarfélags Íslands, og Guðlaug Brynjólfsdóttir, f. 8. maí 1897, d. 16. feb. 1981, húsfreyja og kennari í Ólafsvík og Hraungerðishreppi í Árnessýslu. Dætur Þorgeirs og Elínar eru þrjár: 1) Hjördís, f. 27. des. 1956, framhaldsskólakennari við Menntaskólann við Sund, gift Brodda Þorsteinssyni, f. 5. jan. 1951, deildarstjóra hjá Símanum. Dóttir þeirra er Elín, f. 2. júní 1992, og sonur Brodda er Þorsteinn Tómas, f. 9. des. 1968, framkvæmdastjóri Hestamiðstöðvar Íslands, kvæntur Dóru Heiðu Halldórsdóttur, f. 10. apríl 1969, forstöðumanni skammtímavistunar á Sauðárkróki. Þau eiga tvo syni. 2) Sigrún, f. 21. nóv. 1958, ritstjóri hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, gift Ara Páli Kristinssyni, f. 28. sept. 1960, forstöðumanni Íslenskrar málstöðvar. Börn þeirra eru Þorgeir, f. 17. ágúst 1983, nemi í MR, Kristrún, f. 30. maí 1989, Ingólfur, f. 8. júlí 1991, og Hannes, f. 25. maí 1995. 3) Stefanía, f. 3. júní 1962, sérfræðingur á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, gift Karli Blöndal, f. 6. nóv. 1961, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins. Börn þeirra eru Þorgeir Kristinn, f. 22. ágúst 1995, og Margrét, f. 7. apríl 2000.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07558

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 11.3.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir