Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þórarinn Ólafsson (1935-1998) læknir Hvammstanga
Hliðstæð nafnaform
- Þórarinn Böðvar Ólafsson (1935-1998)
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.3.1935 - 23.2.1998
Saga
Þórarinn Böðvar Ólafsson fæddist í Reykjavík 20. mars 1935. Þórarinn ólst upp í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og á Vífilsstöðum.
Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 23. febrúar 1998.
Útför Þórarins fór fram frá Hallgrímskirkju4.3.1998 og hófst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Reykjavík: Hafnarfjörður: Kaupmannahöfn: Vífilsstaðir:
Réttindi
Hann útskrifaðist úr MR 1954 og varð cand.med.chir. frá HÍ 1961 og tók ECFMG (Educational Council for Foreign Medical Graduates) í Bandaríkjunum 1961. Hann hlaut lækningaleyfi á Íslandi 1963, í Danmörku 1966, Svíþjóð 1969 og Noregi 1972. Hann stundaði nám við Nordiska Hälsovårdsskolan í Gautaborg 1971 og 1972 í sjúkrahússtjórnun.
Árið 1973 hlaut hann sérfræðiviðurkenningu í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði í Svíþjóð og á Íslandi. Hann hlaut Evrópu-diplóma European Academy of Anaesthesiologists 1977 og var gerður heiðursfélagi í Svæfingalæknafélagi Íslands í október 1997.
Þórarinn tók ökukennarapróf þegar hann var ungur og starfaði við ökukennslu á námsárum sínum m.a. fyrir Geir Þormar.
Starfssvið
Hann starfaði á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. 1. jan. 1975 var hann skipaður yfirlæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans, þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Þórarinn sat í fjölmörgum nefndum og stjórnum fyrir hin ýmsu félagasamtök hérlendis og erlendis.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Erla Þórarinsdóttir Egilson, f. 24.1. 1912, d. 3.6. 1997, og Ólafur Geirsson, aðstoðaryfirlæknir á Vífilsstöðum, f. 27.5. 1909, d. 22.7. 1965.
Systkini Þórarins eru:
1) Skúli Ólafsson f. 12. apríl 1940 - 20. janúar 2007. Stýrimaður, sneri sér síðar að verslunarstörfum og síðast að skipa- og fasteignasölu, kona hans er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, f. 22.7. 1942.
2) Elísabet Erla, f. 7.12. 1942, gift Olaf Bjarne Paulsen, f. 22.7. 1942, prófessor og yfirlækni í Kaupmannahöfn.
Þórarinn kvæntist 5.1. 1974 Björgu Ólafsson, f. 25.1. 1946 í Noregi, hjúkrunarframkvæmdastjóra í Blóðbankanum.
Þórarinn og Björg eignuðust tvö börn:
1) Oddrúnu Kristínu, f. 20.2. 1974, nema í hjúkrunarfræði við HÍ,
2) Geir Þórarin, f. 6.5. 1978, nema í MR.
Áður átti Þórarinn fjögur börn:
Með Guðrún Katrín Þorbergsdóttir f. 14. ágúst 1934 - 12. október 1998. Forsetafrú á Bessastöðum. Var í Reykjavík 1945.
1) Erlu, f. 22.9. 1955, myndlistarmann,
2) Þóru, f. 6.7. 1960, kennara, gifta Oddi Þ. Hermannssyni, f. 27.6. 1960.
Með Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir f. 24. október 1937 - 11. febrúar 2015. Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri á Selfossi og síðar í Hveragerði. Gegndi ýmsum félagsstörfum.
3) Þórodd, f. 7.8. 1959, þroskaþjálfa,
4) Guðmund Helga, f. 7.8. 1959, vélstjóra, kvæntan Laufeyju Sveinbjörnsdóttur, f. 2.7. 1959,
Þórarinn átti fjögur barnabörn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Þórarinn Ólafsson (1935-1998) læknir Hvammstanga
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.8.2017
Tungumál
- íslenska