Þórður Pétursson Sighvats (1909-1993)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þórður Pétursson Sighvats (1909-1993)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.8.1909 - 7.2.1993

Saga

Minning Þórður Pétursson Sighvats f. 11. ágúst 1909 - 7. febrúar 1993 Rafvirkjameistari, síðast bús. á Sauðárkróki.
Daginn lengir og eikurnar falla í stormum vetrarins. Þórður Pétursson var fæddur á Sauðarkróki 11. ágúst 1909. Eftir að Þórður skildi við konu sína hélt hann heimili með fóstru sinni og frænku Þórunni Sigurðardóttur, hún er látin fyrir allmörgum árum.

Staðir

Sauðárkróki:

Réttindi

Árið 1939 fór Þórður suður til Reykjavíkur og lauk þar rafvirkjanámi hjá Eiríki Ormssyni, sá fyrsti á Sauðárkróki.

Starfssvið

Þórður Pétursson hafði áhuga á mörgu. Á yngri árum tók hann þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks og í áratugi sá hann um lýsingar á leiksýningum þess. Hann hafði brennandi skógræktaráhuga og var einn þeirra sem hófu að rækta Nafirnar á Króknum. Hann var meðlimur í Rotaryfélaginu, Framsóknarfélagi Sauðárkróks, Kaupfélaginu, Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks og stangveiðifélaginu, enda var hann félagslyndur og félagshyggjumaður þótt hann hefði ríka einstaklingskennd. Ég undirritaður minnist margra stunda með honum þegar hann lýsti fyrir mér framförum sem í bænum höfðu orðið og hve fólk hefði lagt mikið á sig til framfara bæjarins. Hann tók oft óbeinan þátt í framfara- og nýsköpunarviðleitni eins og með hlutafjárframlögum í loðdýrarækt, útgerð, og ýmsu fleira, ef vera mætti að það yrði bæjarfélaginu til heilla.

Tekur Þórður um þetta leyti við rekstri rafstöðvarinnar og símans af föður sínum sem andaðist árið 1938. Um rekstur rafveitunnar á Sauðárkróki sá hann til ársins 1949 er Gönguskarðsárvirkjunin var tekin í notkun. Símstöðvarstjóri var hann fram til ársins 1954, en þá voru póstur og sími settir undir einn hatt. Eftir það var hann verkstjóri við símalagnir og viðgerðir allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á því tímabili sá hann um viðhald og símalagnir allt frá Norður-Ísafjarðarsýslu í Þingeyjarsýslur, þótt ekki væri um samfelld störf að ræða. Hann var veðurglöggur maður og áttaði sig vel á því hvar línur þyrftu að liggja og eins hve frágangur línulagna væri mikilvægur ef standast ættu stormbylji vetrarins. Var því við brugðið af símamönnum hve lítið væri um línuskemmdir í Skagafirði af óveðurs völdum. Þórður rak eigið rafmagnsverkstæði frá því hann fékk til þess réttindi. Síðar færði hann út kvíarnar með rafvirkjum sem hann hafði kennt. Síðast þeirra er rafmagnsverkstæðið Rafsjá.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Pétur Sighvatsson f 7. nóvember 1875 - 12. ágúst 1938. Úrsmiður á Sauðárkróki. Stöðvarstjóri landsímans á Sauðárkróki 1930. frá Höfða í Dýrafirði og konu hans Rósa Daníelsdóttir f. 21. júní 1876 - 15. janúar 1929. Húsfreyja á Sauðárkróki. Heimildum ber ekki saman um fæðingardag hennar. Skv. kirkjubók Hólasóknar, Eyj. er hún fædd 21.6.1876 á Skáldstöðum en 22.6.1875 skv. einkabréfum.
Þórður var þriðji í röð sex systkina.
1) Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats 4. október 1904 - 14. júlí 1958 Sjómaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.
2) Gunnar Daníel Pétursson Sighvats 17. október 1905 - 24. maí 1927 Síðast bús. á Sauðárkróki.
3) Ragnar Sighvatur Pétursson 17. október 1907 - 30. apríl 1911 Bjó á Sauðárkróki.
4) Ragnhildur Guðrún P. Sighvats 9. janúar 1912 - 28. október 1932 Ráðskona á Sauðárkróki 1930.
5) Sighvatur Pétursson Sighvats 12. september 1915 - 30. nóvember 1991 Var á Sauðárkróki 1930. Sjómaður á Sauðárkróki. Var einnig loftlínueftirlitsmaður hjá Landssíma Íslands á sumrin um alllangt skeið. Hann giftist konu sinni 26. október 1941 Herdísi Margréti Gunnfríði Pálmadóttur f. 5.9.1922 – 29.3.2002,
Árið 1936 gekk Þórður að eiga Maríu f. 7. maí 1917 - 10. janúar 2003 Austmannsdal, Selárdalssókn, V-Barð. 1930 Njálsdóttur f. 3.8.1872 – 18.3.1950 Sighvatssonar frá Höfða í Dýrafirði og Soffíu Guðrúnar Vagnsdóttur f. 28. apríl 1897 - 15. apríl 1986. Húsfreyja á Hesteyri Jökulfjörðum. Síðast bús. í Reykjavík.
Fósturforeldrar hennar voru Guðjón Árnason og Sigríður Amalía Sigurðardóttir, 3.8.1872 – 18.3.1950,
Þau eignuðust tvö börn
1) Guðný Þórðardóttir f. 8. júní 1937
2) Pétur Sighvats Þórðarson f. 21. maí 1940 - 6. október 1945.
Þau hjón skildu.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Árni Sveinsson (1893-1960) Mælifellsá (18.1.1893 - 15.3.1960)

Identifier of related entity

HAH03573

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02176

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir