Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ólöf Þorsteinsdóttir (1916-2013)
Hliðstæð nafnaform
- Ólöf Þorsteinsdóttir (1916-2013) frá Langholti í Flóa
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
11.3.1916 - 25.3.2013
Saga
Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist 11. mars 1916 í Langholti í Flóa. Hún lést á Landspítalanum 25. mars 2013. Árið 2000 flutti Ólöf að Dalbraut 27, en þar bjó hún til hinstu stundar. Ólöf ólst upp í foreldrahúsum og var heima í Langholti langt fram á unglingsár og tók virkan þátt í heimilishaldinu og búskapnum. Hún var síðan á Húsmæðraskólanum á Blönduósi í tæp tvö ár, en fór svo að vinna ýmsa vinnu. Fljótlega fór hún að hafa áhuga á saumaskap og vann við það í mörg ár. Útför Ólafar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 5. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Staðir
Langholt í Flóa:
Réttindi
Kvsl á Blönduósi: Saumakona-Kjólameistari:
Starfssvið
Var m.a. í Kaupmannahöfn í tvö ár og vann á saumastofu sem kjólameistari. Hér heima vann hún lengi hjá Feldinum og í Guðrúnarbúð við saumaskap, sömuleiðis vann hún um árabil á saumastofu Hjúkrunarskóla Íslands. Einnig tók hún að sér eldamennsku, sá t.d. um eldhúsið í Veiðihúsinu við Norðurá í Borgarfirði í mörg sumur.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 6.10. 1873, en hún dó í spænsku veikinni árið 1918, og Þorsteinn Sigurðsson bóndi, f. 25.4. 1869, d. 1.12. 1935.
Ólöf var ein af 12 systkinum sem á legg komust, þau eru: Margrét, Ingólfur, Sigurður, Hermann, Guðmundur, Einar, Ingibjörg, Jóna, Rósa, Helga sem öll eru látin, en yngstur er Ólafur sem lifir systkini sín.
Ólöf giftist Guðmundi Jónssyni verslunarstjóra 1. júlí 1966. Þau stofnuðu heimili sitt í eigin húsnæði að Langholtsvegi 93 og bjuggu þar allan sinn búskap. Hann var verslunarstjóri hjá Ellingsen, en þar starfaði hann í 40 ár. Hann dó 17. jan. 1996.
Þau voru barnlaus.
Almennt samhengi
Löngu dimmu bæjargöngin í Langholti, frá baðstofu út á hlaðið, eru mér í bernskuminni.
Móðir mín, Ingibjörg, og systur hennar gengu frá hlaði nokkuð samferða. Þær kvöddu bæinn og föður sinn, sem dó 1935, og eldri kynslóðina, sem búið hafði þeim uppeldisumhverfi í torfbænum og gjöfulli bújörð, í Langholti í Flóa.
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 10.7.2017
Tungumál
- íslenska