Ólafur V Noregskóngur (1903-1991)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ólafur V Noregskóngur (1903-1991)

Hliðstæð nafnaform

  • Alexander Edward Christian Frederik;

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

2.7.1903 - 17.1.1991

Saga

Ólafur V Noregskonungur, konungur fólksins, sem lést 17. janúar sl. 87 ára að aldri, var lagður til hinstu hvílu í konunglegri grafhvelfingu Akershus-kastala í Óslóarfirði í gær. Um 100.000 Norðmenn voru samankomnir við kastalann til að votta konunginum virðingu sína. Kóngafólk og stjórnmála leiðtogar frá a.m.k. 100 lönd um voru viðstödd útförina. Einnar mínútu þögn ríkti um allan Noreg á hádegi í gær og 21 heiðursskoti var síðan hleypt af fallbyssum þegar útförinni lauk.

Um það bil 3.000 hermenn með riffla stóðu vörð á leið líkfylgdar innar. Öryggiseftirlit lögreglu var gífurlegt vegna hótana Íraka um hryðjuverk í þeim löndum er styðja fjölþjóðaherliðið við Persaf lóa.

Ólafur konungur var tákn and stöðu gegn nasistum í síðari heimsstyrjöldinni og hann var virtur og dáður fyrir alþýðleika sinn. "Ólafur konungur var per sónugervingur baráttu okkar fyrir varðveislu sjálfstæðis okkar á erf iðum tímum," sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra í dómkirkjunni í Ósló.

Ólafur tók við konungdómi við dauða föður síns árið 1957 og Haraldur, eini sonur hans, hefur þegar tekið við af honum. Harald ur fór fyrir líkfylgdinni sem fór um götur Óslóar frá konungshöll inni. Kistan var sveipuð rauðum og gulum fána.

Á meðal erlends tignarfólks, sem var viðstatt útförina, voru 15 konungar, drottningar, prinsar og prinsessur og tylft þjóðhöfðingja. Af kóngafólki má nefna Karl Bretaprins, Margréti Danadrottningu, Naruhito, krónprins Japans, Juan Carlos Spánarkon ung, Baudouin Belgíukonung, Karl Gústaf Svíakonung og Konstantín, fyrrverandi konung Grikklands. Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, flaug til Óslóar meðan á athöfninni stóð til að votta Haraldi konungi samúð þjóðar sinnar. Meðal annarra háttsettra erlendra sendimanna má nefna Richard von Weizsäcker, forseta Þýskalands, og Gennadíj Janajev, varaforseta Sovétríkjanna. Útlagastjórn Kúveits sendi menntamálaráðherra sinn, Ali al-Shamlan, til jarðarfararinnar en Írakar sendu engan. Vigdís Finnbogadóttir forseti, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra voru viðstödd útförina fyrir Íslands hönd. Jón Sigurðsson var staðgengill utanríkisráðherra.
Strangt öryggiseftirlit hefði sennilega skotið Ólafi konungi skelk í bringu en hann gekk einn um götur Óslóar vel fram á efri ár. Er hann var eitt sinn spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að ganga um aleinn, sagði hann: "En ég hef fjórar milljónir lífvarða," - norsku þjóðina.

Staðir

Danmörk: Noregur 1905:

Réttindi

Konungur Noregs 1957-1991:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ólafur var einkabarn foreldra sinna Hákonar VII (1872-1968) og Maud (1869-1938) af Wales.
Hann varð ríkisarfi þegar faðir hans var kjörinn konungur Noregs 1905, og var því fyrsti konungur Noregs sem var alinn upp í Noregi frá Ólafi IV (1370-1387). Foreldrar hans sáu til þess að hann væri alinn upp sem norðmaður sem frekast mátti. Hann stundaði því bæði borgaralega skóla og einnig í herskóla. 21.3.1929 giftist hann Mörtu af Svíþjóð (1901-1954) en þau voru systkinabörn en hún var dóttir Ingeborg (1878-1958) systur Hákonar og Óskars Bernadotte, börn Friðriks VIII konungs Danmerkur.
Ólafur var síðasti eftirlifandi barnabarn Játvarðs VII konungs Englands og Alexöndru prinsessu af Danmörku.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01801

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 8.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir