Ólafur Hallsson (1885-1974) verslunarmaður Eriksdal Manitoba

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ólafur Hallsson (1885-1974) verslunarmaður Eriksdal Manitoba

Hliðstæð nafnaform

  • Ólafur Kristján Hallsson (1885-1974) verslunarmaður Eriksdal Manitoba

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1.10.1885 - 8.10.1974

Saga

Ólafur Kristján Hallsson 1. okt. 1885 - 8. okt. 1974. Fór til Vesturheims í júní 1903 frá Akureyri, Eyj. Verslunarmaður, rak sína eigin verslun í Eriksdal, Man.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Verslunarmaður, rak sína eigin verslun í Eriksdal, Man.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Hallur Ólafsson 16. ágúst 1853 - 27. mars 1937. Fór til Vesturheims 1903 frá Grútarfirði, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Nam fyrst land vestan við Manitobavatni, í Bluff. Fluttist til Íslands aftur vorið 1908 en fór til Kanada sama haust. Bóndi í Moose Horn Bay í Kanada og kona hans 1884; Guðrún Kristjana Björnsdóttir 1. sept. 1864 - 14. júlí 1957. Fór til Vesturheims 1903 frá Grútarfirði, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl.

Bróðir hans;
1) Björn Hallsson 2. sept. 1887 - 27. mars 1937. Var í Geitavík, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1901. Fór til Vesturheims 1903 frá Grútarfirði, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Bóndi í Reykjavík og við Silver Bay, Manitoba í Kanada 1908-16 en fluttist til Kaliforníu 1918. Málari í Palo Alto.

Kona hans; Guðrún Björnsdóttir 25. maí 1883 - 22. des. 1970. Fór til Vesturheims 1905 frá Eiðum, Eiðahreppi, S-Múl.

Börn þeirra:
Hallur Ólafsson Hallsson bankastarfsmaður [Canadian Bank of Commerce] kona hans 3.4.1934; Anna Bell Burton af enskum ættum
Gyða Hallsson maður hennar 14.7.1934; Geo. O Ryckman Winnipeg
Thor O Hallsson

Almennt samhengi

Hallur Ó. Hallson var mætur maður. Fæddur og uppalinn í hinu söguríka Rangárþingi, en ættaður bæði af Austurlandi og suðvesturhluta Þingeyjarsýslu. Halls-nafnið og Ólafs á víxl í fjölmennri ætt forfeðra hans. Voru sumir af þeim prestar og þjóðkunnir menn, hinir bændur í hinni betri röð þeirrar stéttar.

Tiltölulega ungur maður fluttist Hallur til Seyðisfjarðar. Þar giftist hann árið 1884. Kona hans var Guðrún Kristjana Björnsdóttir (venjulega nefnd hinu síðara nafni eingöngu), fædd á Suðurlandi árið 1864. Kona með marghætta og merkilega hæfileika. Stóð hún rétt á tvítugu er þau giftust og var ellefu árum yngri en maður hennar. Varð hjónaband þeirra bæði lánsamt og hið ástúðlegasta.
Til Vesturheims fluttu þau hjón árið 1902. Bjuggu um nokkurra ára skeip í Silver Bay við Manitoba-vatn, og farnaðist vel. Fluttu síðan búferlum á smærri ábýlisjörð, í grend við Gimli, en tóku sig svo upp þaðan og fluttu til Calilforniu. Áttu þau þar heima í býsna mörg ár. Voru þau þar i nábýli við Björn son þeirra er þangað hafði flutt fyrir allmörgum árum. Annar sonur þeirra er Ólafur verzlunarmaður í Ericksdale, listrænn maður, er ýmsir kannast við. Með þeim Hallssons hjónum var frá fyrstu æsku bróðurdóttir Kristjönu [sjá leiðréttingur Lögberg 10.6.1937], þeim báðum frábærlega kær, og eins og þeirra eigið harn, Magna Ingibjörg Ólafsdóttir, nú lækniskona, Mrs. (dr.) Plummer, í borginni ( Oakland i Californíu.—
Í veðurblíðunni og búsældinni þar suðvestur leið þeim Hallsons hjónum ágætlega. Þau eignuðust brátt nýtt og fallegt heimili. Gátu sinnt störfum er voru bæði þeim hentug og sæmilega arðsöm. Samfélagið með ástvinum og mörgum öðrum vinum, er þau eignuðust, var hið ákjósanlegasta. Aðeins eitt var að: íslenzkt félagslíf var þarna mjög svo takmarkað. Sérstaklega söknuðu þau þess, að geta ekki sótt íslenzka guðsþjónustufundi. Áttu bæði lifandi og vakandi trú í hjarta. Höfðu innilegar mætur á Frelsara mannanna og fagnaðarerindi hans. Leiddi þessi skortur á fullnæging trúarlífsins til þess, að þau hjón fóru nú að hugsa til burtfarar úr Californíu. Kom loks að því að þau seldu eignir sínar þar og fluttu aftur til Gimli, sumarið 1931. Reistu þau sér þar þegar laglegt og vandað hús og undu hag sinum hið bezta.— En nú fór þó brátt heilsu Halls að smáhnigna. Aldurinn var að færast yfir hann. Áttræðis árið var óðum að nálgast. Sjónin var að bila. Sumurin á Gimli við vatnið og skógana grænu, voru þó bæði hressandi og skemtileg. En Manitoha vetrarnir fóru að verða honum erfiðir. Þolið var ekki það sem það áður var. Svo höfðu þau hjón orðið eins og afvön hinu kalda loftslagi, í gegnum allmargra ára veru i Californíu. Loks afréðu þau að hverfa burt úr vetrarriki Manitoba. Fluttu þau alfarin til Palo Alto í Californíu, haustið 1935.

Þau Hallssons hjón hafa æfinlega verið vinsæl, hvar sem þau hafa verið. Þar sem þau settust nú að höfðu þau áður verið. Bæði Björn sonur þeirra, kona hans og börn, og margir aðrir tóku við þeim fegins hendi. Húsið, er þau höfðu áður búið í, keyptu þau til baka. Leið þeim nú eins vel og hægt var að vonast eftir. Þau höfðu komist á ný í milda loftslagið í Californíu á hentugri tíð, rétt mátulega til að sleppa við frostin snörpu í Manifoba, veturinn 1935-6.— Sjón Halls hélzt furðanlega við eftir að hann komst í hlýja loftslagið aftur. Til hins síðasta hafði hann nægilega sjón til að komast allra sinna ferða, eins framt og kraftarnir leyfðu. Var þá honum og hinni góðu konu hans mikil huggun.— Hallur lá í mjög stutta legu. Heilsan var bærileg, þar til hjartaveiklun fór að gera vart við sig. Æfin var að verða talsvert löng. Hann var kominn nokkuð hátt á fjórða ár yfir áttrætt. Kveðjan var fyrir hendi. Á laugardaginn fyrir páska kom heimfararleyfið fyrir hinn ferðlúna, mæta mann.— Hallur Ó. Hallsson var í röð hinna beztu manna. Maður sæmilega greindur, listrænn í huga, ágætur söngmaður, starfssamur og ráðsettur, kristið ljúfmenni, er ánægja var að kynnast og kom alstaðar fram til góðs. — Kona hans, Kristjana, var honum ágætlega samhent og samboðin í öllu. Hún er enn við bærilega heilsu, þetta svipað og áður var. Munu vinir hennar, hinir mörgu, óska henni ríkulegrar huggunar í harminum og biðja henni, í Jesú nafni, blessunar á vinamótinu, sem fram undan er.— Jóhann Bjarnason.

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05167

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.3.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Lögberg, 22. tölublað (03.06.1937), Blaðsíða 7. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2199791

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir