Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ólafur Friðriksson (1886-1964) blaðamaður
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.8.1886 - 12.11.1964
Saga
Ólafur Friðriksson 16. ágúst 1886 - 12. nóv. 1964. Ritstjóri og verkalýðsforingi. Var í Framkaupstað, Hólmasókn, S-Múl. 1890. Búðarmaður á Akureyri, Eyj. 1901. Blaðamaður í Austurstræti 1, Reykjavík 1930. Forgöngumaður að stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Íslands 1916.
Staðir
Réttindi
stundaði nám á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þar vorið 1903.
Starfssvið
Ólafur Friðriksson (16. ágúst 1886 – 12. nóvember 1964) var rithöfundur, ritstjóri og verkalýðsforingi.
Ólafur fæddist á Eskifirði, stundaði nám á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þar vorið 1903. Árið 1906 fór hann til útlanda og dvaldist þar í átta ár við nám og ritstörf, lengst af í Kaupmannahöfn, en fór þó miklu víðar um, en kynntist jafnaðarstefnu í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna 1914 dvaldist hann um skamma hríð á Akureyri, en fluttist síðan til Reykjavíkur og varð ritstjóri Dagsbrúnar meðan það blað kom út (til 1919) og fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins þegar það var stofnað af Alþýðusambandinu í október 1919. Ólafur var róttækur jafnaðarmaður og var vikið frá sem ritstjóra í kjölfar hvíta stríðsins, eða sama dag og hann hélt til Moskvu haustið 1922 til að sitja alþjóðaþing kommúnista. Hann varð þó aftur ritstjóri Alþýðublaðsins árin 1939-1942. Ólafur var jafnframt afkastamikill rithöfundur, skrifaði stundum undir dulnefninu Ólafur við Faxafen og skrifaði m.a. fyrstu íslensku reyfarana.
Lagaheimild
Bækur eftir hann;
Alt í lagi í Reykjavík - 1939
Upphaf Aradætra - 1940
Norðanveðrið - 1940
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar; Friðrik Pétur Möller 18. maí 1846 - 18. júní 1932. Verslunarstjóri á Skagaströnd, Blönduósi og Eskifirði. Síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans 28.2.1872; Ragnheiður Jónsdóttir Möller 14. október 1845 - 1. júní 1912. Húsfreyja á Skagaströnd, síðar á Akureyri. Frá Helgavatni í Vatnsdal. Bróðir hennar; Árni Jónsson (1831-1918) Þverá í Hallárdal, faðir Björns (1870-1933) Syðri-Ey.
Systkini;
1) Margrét Pálína Friðriksdóttir Möller 9. janúar 1873 - 29. október 1956. Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja og ljósmyndari á Stokkseyri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hólum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Skráð Margrét Árnason á manntali 1930. Fráskilin Suðurgötu 14 1910. Maður hennar 4.4.1895, Ólafur Árnason 23. febrúar 1863 - 2. júní 1915. Kaupmaður á Stokkseyri. Var í Reykjavík 1910. Kaupfélagsstjóri kaupfélagsins Ingólfur Stokkseyri. Þau skildu.
2) Valgerður Ólafía Tulinius 14. janúar 1874 - 27. júní 1949. Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja. Húsfreyja á Akureyri 1930. Maður hennar 3.8.1895; Ottó Friðrik Tulinius 20. júní 1869 - 22. janúar 1948 Kaupmaður á Akureyri. Verzlunar- og útgerðarmaður á Akureyri 1930. Dætur þeirra Guðrún (1898-1980) kona Kristjáns Arinbjarnar læknis á Blönduósi og Jakobína (1906-1970) kona Sigurðar Thoroddsen Landverkfræðings (Blöndubrú), sonur þeirra Dagur Sigurðsson skáld, seinni maður hennar var Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur.
3) Eðvald Eilert Friðriksson Möller 28. október 1875 - 24. febrúar 1960 Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Verslunarstjóri í Reykjavík, á Stokkseyri og Akureyri. Kona hans; Pálína Margrét Jóhannesdóttir Möller 26. desember 1871 - 22. júní 1946 Húsfreyja í Reykjavík, Stokkseyri, Akureyri og víðar. Skv. Ministerialbók Þingeyra í A-Hún. var hún f. 26.12.1871 og skírð sama dag. Frá Brekku í Þingi.
4) Jónína Friðriksdóttir Möller Arnesen 22. júní 1877 - 30. janúar 1968 Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Var í Framkaupstað, Hólmasókn, S-Múl. 1890. Húsfreyja á Eskifirði 1920. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Guðný Friðriksdóttir Möller í Austf.
5) Karl Haraldur 1879 - 17.6.1888. Var á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880.
6) Friðrikka Ragnheiður Möller 10. maí 1880 - 28. desember 1882 Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Fósturbarn á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1882.
7) Ólafur Möller 4. október 1881 - 10. júlí 1882
Eiginkona Ólafs var Anna Friðriksson, f. Christiansen-Hejnæs.
Almennt samhengi
Ólafur lauk prófum frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1903, var síðan í Kaupmannahöfn og víðar við nám og störf og kynnti sér hugmyndafræði ýmissa sósíalískra hreyfinga. Hann kom síðan heim, gerði stuttan stans á Akureyri, hélt síðan til Reykjavíkur 1915 og átti þar heima síðan.
Ólafur var einn af atkvæðamestu stofnendum Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins og sat þar í stjórn 1916-24 og 1930-32, og aðalhvatamaður að stofnun Sjómannafélags Reykjavíkur 1915, ritari þess 1915-17 og varaformaður 1928-50. Hann varð fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins, 1919 og í hópi róttækustu málsvava flokksins.
Ólafur varð helsti forsprakki „Hvíta stríðsins“, nokkurra daga óeirða við hús hans að Suðurgötu 14, árið 1921 er hann kom heim af Alþjóðaþingi kommúnista í Moskvu með 14 ára rússneskan dreng sem haldinn var smitandi augnsjúkdómi. Landlæknir vildi láta vísa drengnum úr landi en Ólafur neitaði að afhenda drenginn, hélt því fram að þetta væri aðför auðvaldsins að sér og drengnum, og safnaði að sér hópi verkamanna og stuðningsmanna. Kallað varð út liðsauka lögreglunnar til að ná drengnum og deilan varð að alvarlegustu pólitísku róstum sem þá höfðu átt sér stað í Reykjavík. Í kjölfarið var Ólafi vikið úr starfi sem ritstjóra Alþýðublaðsins og hann, Hendrik Ottósson og fleiri dæmdir til fangelsisvistar en voru síðar náðaðir.
Þrátt fyrir stofnun Kommúnistaflokks Íslands árið 1930 hélt Ólafur tryggð við Alþýðuflokkinn og var aftur ritstjóri Alþýðublaðsins 1939-42. Hann samdi skáldsögur og reyfara, og var bæjarfulltrúi 1918-38.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ólafur Friðriksson (1886-1964) blaðamaður
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ólafur Friðriksson (1886-1964) blaðamaður
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ólafur Friðriksson (1886-1964) blaðamaður
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
28.1.2023
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 16.8.2018. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1694238/
Athugasemdir um breytingar
Hvíta stríðið eða drengsmálið er nafn á óeirðum sem urðu fyrir utan íbúð Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins, á Suðurgötu 14 í Reykjavík árið 1921.
Ólafur var þekktur jafnaðarmaður og hafði snúið heim frá alþjóðaþingi kommúnista, Komintern með 14 ára dreng, Natan Friedman með sér. Natan var með smitandi augnsjúkdóm, egypskt augnkvef (e. trachoma) og því vildi landlæknir láta vísa honum úr landi til þess að koma í veg fyrir að fólk á Íslandi smitaðist.
Þann 18. nóvember ákvað lögreglan að gera atlögu að húsi Ólafs og freista þess að fjarlægja Natan með valdi. Lögreglumenn, leiddir af Jóni Hermannssyni náðu drengnum á sitt vald en stuðningsmenn Ólafs náðu honum jafnharðan aftur til sín. Þann 22. nóvember var fjölmennara lið, undir forystu Jóhanns P. Jónssonar, setts lögreglustjóra, gert út af ríkisstjórninni til þess að ná Natan með valdi. Það hafðist og 28. nóvember var Natan sendur af landi brott með Gullfossi.
Ólafur var dæmdur í fangelsi ásamt Hendriki Ottóssyni og fleirum. Þeir voru náðaðir fimm árum seinna.
Um hádegisbil föstudaginn 18. nóvember 1921, sama dag og lögreglan gerði í fyrsta sinn atlögu að heimili Ólafs Friðrikssonar, setti Lárus Jóhannesson, fulltrúi bæjarfógeta, lögreglurétt Reykjavíkur á skrifstofu fógetans. Þar sagði Jón Kjartansson lögreglufulltrúi að „einangra“ þyrfti hús Ólafs á við Suðurgötu frá símasambandi við umheiminn. Því þyrfti að loka tveimur símum á heimili hans en einnig símanum á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Að öllum líkindum var þetta í fyrsta skiptið sem síma var lokað á Íslandi að beiðni lögreglu og fengnum dómsúrskurði.