Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Ófeigur frá Ófeigsfirði / hákarlaskip (1875)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1875 -
Saga
Þar má berja augum einn af lykilgripum safnsins, hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum. Hann var byggður árið 1875 Farið er yfir sögu skipsins, sem er eina skip sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi, sýndir eru gripir sem allir tengjast hákarlaveiðum á einhvern hátt, sagt er frá menningunni sem skapaðist í kring um veiðarnar og fleira.
Ófeigur var smíðaður í Ófeigsfirði árið 1875 og var notaður til hákarlaveiða hvern vetur til 1915. Hann var meðal síðustu opinna skipa, sem var gert út frá Ströndum. Síðasta hákarlalegan þaðan í opnu skip var árið 1916.
Staðir
Ófeigsfjörður á Ströndum; Reykir í Hrútafirði
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Lýsing
Hákarlaskipið Ófeigur. Skipið er um 12 m. á lengd og 3.6 m. á breidd í miðjunni. Ófeigur er tíróinn áttæringur sem næst með breiðfirzku lagi. Bar hann fullhlaðinn 55 tunnur lifrar eða um 7 lestir. Aftan á bátnum er stýrisfjöður ca. 2.3 m. á lengd, með 1.56 m. langri stýrissveif, sem fest er á stýrishausinn. Ofan á skipinu eru 8 keipar, 15 cm. á hæð. Ofan á þóftunni liggja matrið, beitiásinn og 4 árar. Mastrið er af venjulegri gerð og 8 m. langt. sama er að segja um beitiásinn sem er 6 m. langur. Árablaðið er 1.85 m., áraleggurinn 2.10 m. ferkantaðir skautar 30 cm., árarstokkur 99 cm. og árarhlunnurinn 24. Þófturnar eru 5 og eru þær 17-19 cm. breiðar. Frá skut að öftustu þóftunni, skautsþóftunni eru 3.70 m. Milli þófta eru 75-80 cm. Þær eru talið aftan frá: Skautþófta, austurrúmsþófta, aftari miðþófta, fremri miðþófta og hálsþófta. Frá hálfsþóftu fram í stefni eru 4 m. Framan við aftari miðþóftu er stellingin og er hún um 70 cm. há. Undir miðju hverrar þóftu er 65-70 cm. há snælda. Úti við borðstokkinn er þóftan fest með kollarði að ofan en langýsu að neðan. Hver kollarður er 35-37 cm á lengd, 20-21 cm. á hæð og 7 cm. á þykkt. Langýsurnar eru 4.2 m. á lengd og 3 cm. x 6 cm í þvermál. Frama á stefninu er spillykkj 8 cm. í þvermál.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=208468