Oddur Sigurbergsson (1917-2001)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Oddur Sigurbergsson (1917-2001)

Parallel form(s) of name

  • Oddur Sigurbergsson (1917-2001) Kaupfélagsstjóri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1.5.1917 - 14.8.2001

History

Oddur Sigurbergsson fæddist 19. maí 1917 og ólst upp á Eyri í Fáskrúðsfirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 14. ágúst síðastliðinn. Útför Odds fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Eyri í Fáskrúðsfirði: Reykjavík 1941: Hvolsvöllur: Vík í Mýrdal 1948: Selfoss 1966: Reykjavík 1983:

Legal status

Oddur stundaði nám við héraðsskólann á Laugum í Reykjadal og síðan við Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan 1941

Functions, occupations and activities

Að námi loknu starfaði hann við heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar og á skrifstofu ríkisbókhalds. Árið 1946 hóf hann störf hjá samvinnuhreyfingunni, fyrst hjá Kaupfélagi Rangæinga en var árið 1948 ráðinn kaupfélagsstjóri kaupfélags Vestur-Skaftfellinga í Vík í Mýrdal, en því starfi gegndi hann til 1964. Hann starfaði síðan við hagdeild Sambands íslenskra samvinnufélaga þar til hann var ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi 1.8. 1966. Hann lét af störfum þar 1983. Eftir það vann hann í nokkur ár hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og fyrir Slysavarnafélag Íslands. Oddur sat í hreppsnefnd Hvammshrepps og var oddviti um skeið, átti sæti í stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna og átti um langt skeið sæti í stjórnum nokkurra fyrirtækja, m.a. Olíufélagsins hf., Meitilsins hf. í Þorlákshöfn og Landflutninga hf.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Oddný Þorsteinsdóttir, f. 19.8. 1893, d. 30.10. 1983, og Sigurbergur Oddsson, f. 6.2. 1894, d. 14.3. 1976. Systkini Odds eru: Stefanía, f. 18.6. 1915, d. 7.4. 2000, Guðlaug, f. 5.5. 1916, Þórunn, f. 19.3. 1919, Guðbjörg, f. 10.5. 1921, Sigsteinn, f. 19.6. 1922, d. 1.12. 1986, Karl, f. 16.7. 1923, Arthur, f. 20.11. 1924, d. 5.7. 1991, Valborg, f. 26.5. 1926, Baldur, f. 31.10. 1929, d. 24.10. 1986, og Bragi, f. 31.10. 1929, d. 24.7. 1985.
Hinn 27.3. 1943 kvæntist Oddur Helgu Einarsdóttur, f. 6.12. 1922.
Dóttir þeirra er
1) Margrét Oddsdóttir, deildarstjóri menningardeildar Ríkisútvarpsins, gift dr. Herði Filippussyni, lífefnafræðingi og háskólakennara. Börn: 1) Helga Brá Árnadóttir, BA, starfsmaður Atlanta, f. 25.8. 1966. 2) Þórunn Dögg Árnadóttir, BEd, starfsmaður Ferðaskrifstofu Íslands, f. 15.1. 1968, gift Jóni Erling Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Allied Domecq. Þeirra dætur eru Una Brá, f. 14.4. 1993, og Andrea Rós, f. 16.12. 1997.

General context

Relationships area

Related entity

Björg Jónsdóttir (1896-1994) ljósmóðir Keldhólum á Völlum (2.7.1896 - 12.1.1994)

Identifier of related entity

HAH02736

Category of relationship

family

Dates of relationship

27.3.1943

Description of relationship

Oddur var giftur Helgu Einarsdóttur (1922-2016) dóttur Einars Guðna Markússonar (1896-1982) manns Bjargar og fyrri konu hans

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01780

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

8.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places