Norðurárdalur í Skagafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Norðurárdalur í Skagafirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Norðurárdalur er dalur í austanverðum Skagafirði og tilheyrir Akrahreppi en mörkin milli Blönduhlíðar og Norðurárdals eru um Bóluá. Um dalinn liggur Þjóðvegur 1 upp á Öxnadalsheiði.

Dalurinn liggur fyrst til austsuðausturs en sveigir fljótlega til norðausturs. Norðurhlíð hans frá Bólugili kallast fyrst Silfrastaðafjall en síðan tekur Kotaheiði við og nær fram að Valagilsá. Þar tekur Silfrastaðaafrétt við. Hann tilheyrði áður Silfrastöðum en er nú eign hreppsins. Sunnan dalsins er Krókárgerðisfjall og síðan Borgargerðisfjall og fremst Virkishnjúkur. Vestan við Virkishnjúk gengur inn djúpur þverdalur og kallast norðurhlíð hans Egilsdalur en suðurhlíðin Tungudalur og er þá komið yfir á Kjálka.

Nokkurt undirlendi er í dalnum, þó minnst um miðbik hans, og þar fellur Norðurá um víðáttumiklar eyrar og hefur flæmst víða um þær í áranna rás. Í hana falla ýmsar þverár, þar á meðal Kotaá, Valagilsá, Króká og Egilsá. Sumar ánna gátu verið miklir farartálmar áður en þær voru brúaðar, einkum þó Valagilsá. Dalurinn er veðursæll og víða ágætlega gróinn og nú er hafin mikil skógrækt í Silfrastaðafjalli. Þar hafa á síðustu árum verið gróðursettar yfir milljón trjáplöntur.

Mikil skriðuföll urðu í Norðurárdal 6. júlí 1954 eftir stórrigningar sem gengið höfðu yfir sólarhringinn á undan og ollu þau miklum skemmdum, einkum á Fremri-Kotum, þar sem skriða staðnæmdist rétt ofan við íbúðarhúsið, en einnig á Ytri-Kotum, sem þá voru farin í eyði.

Lengst af voru 7 bæir í byggð í Norðurárdal en aðeins þrír eru eftir, Fremri-Kot, Egilsá og Silfrastaðir. Egilsá fór í eyði 2009 en var aftur komin í byggð 2010. Þar var lengi rekið sumardvalarheimili fyrir börn og síðar skólaheimili fyrir seinfæra og þroskahefta unglinga.

Staðir

Skagafjörður; Akrahreppur; Blönduhlíð; Nóla; Bóluá; Bólugil; Silfrastaðafjall; Kotaheiði; Valagilsá; Silfrastaðaafréttur; Silfrastaðir; Krókárgerðisfjall; Borgargerðisfjall; Virkishnjúkur; Egilsdalur; Tungudalur; Kjálki á Skaga; Norðurá; Kotaá; Valagilsá; Króká; Egilsá; Fremri-Kot; Ytri-Kot;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kotagil í Norðurárdal Skagafirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00231

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Tröllaskagi (874 -)

Identifier of related entity

HAH00884

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Tröllaskagi

is the associate of

Norðurárdalur í Skagafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00230

Kennimark stofnunar

IS HAH-Norl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir