Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Nikólína Jóhannsdóttir (1909-2002)
Hliðstæð nafnaform
- Nikólína Jóhannsdóttir (1909-2002) Sólheimagerði
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
12.3.1909 - 24.3.2002
Saga
Nikólína Jóhannsdóttir fæddist í Borgargerði í Norðurárdal í Akrahreppi 12. mars 1909. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki á pálmasunnudag, 24. mars síðastliðinn. Nikólína sleit barnsskónum á fæðingarstað sínum, Borgargerði, til átta ára aldurs en flytur þá að Úlfsstöðum í sömu sveit ásamt fjölskyldu sinni. Í Kvsk nam hún þau fræði sem í hald komu um langt árabil við bústjórn innanstokks á miklu myndarheimili og varð lagin og athafnasöm hannyrðakona sem einnig fékkst við að sauma og prjóna og áhuga á garðyrkju og skógrækt hafði hún einnig. Nikólína var mikil myndarkona sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Hún og Gísli maður hennar hófu búskap í Sólheimagerði árið 1935 og bjuggu þar góðu búi til ársins 1960 er Gísli lést fyrir aldur fram. Komin fast að níræðu lá leið hennar til Sauðárkróks á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og þar dvaldist hún síðustu árin við gott atlæti og umönnun starfsfólks.
Útför Nikólínu fer fram frá Miklabæjarkirkju í Akrahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Borgargerði í Norðurárdal í Akrahreppi: Úlfsstaðir 1917: Sólheimagerði árið 1935-1960:
Réttindi
Á uppvaxtarárum fékk hún venjulega skyldunámsfræðslu eins og hún var í sveit á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Auk þess stundaði hún eins vetrar nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, veturinn 1927-1928.
Starfssvið
Þau byggðu upp Sólheimagerði, íbúðar- og peningshús, og hófu umfangsmikla ræktun, þannig að búskapur þeirra varð blómlegur og skilaði góðum arði ásamt öðrum störfum húsbóndans. Fyrstu árin eftir missi bónda síns bjó Nikólína áfram á jörðinni í nokkur ár en var síðan bústýra þar hjá Jóhanni syni sínum í löngum ekkjudómi.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson, bóndi í Borgargerði og síðar á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, f. 15. júní 1883, d. 14. mars 1970, og kona hans Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 25. desember 1885, d. 3. mars 1975.
Systkini Nikólínu eru: Sigrún, f. 18. mars 1914, d. 20. september 1997. Hún var gift Sigurði Jónassyni frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd, f. 29. október 1910, d. 11. apríl 1978; Sigurður Norðdal, lengi bóndi á Úlfsstöðum, f. 11. júní 1916, d. 28. febrúar 2002. Eftirlifandi kona hans er Hólmfríður Jónsdóttur frá Víðivöllum í Akrahreppi, f. 3. apríl 1915; Jónas Gunnlaugur, húsgagnasmiður á Akureyri, f. 11. október 1917, d. 15. júní 1976. Hann var kvæntur Rósu Gísladóttur frá Akureyri, f. 31.3. 1919, d. 23.1. 1999.
Nikólína giftist 2. maí 1931 Gísla Gottskálkssyni, bónda, skólastjóra og vegaverkstjóra frá Syðstu-Grund í Akrahreppi, f. 27. febrúar 1900, d. 4. janúar 1960.
Börn þeirra eru fimm:
1) Jóhann Ingvi Gíslason, f. 8. ágúst 1933, bóndi í Sólheimagerði í Akrahreppi. Hann er ókvæntur og barnlaus.
2) Sigrún Gísladóttir, f. 11. júlí 1935, skrifstofustjóri. Hennar maður er Guðmundur Hansen frá Sauðárkróki, f. 12. febrúar 1930. Þau búa í Kópavogi og eiga fjóra syni. Þeir eru: Gísli H. Guðmundsson, f. 22. júní 1957, kvæntur Önnu Hugrúnu Jónasdóttur frá Siglufirði, þau eiga þrjú börn; Friðrik H. Guðmundsson, f. 4. desember 1958, kvæntur Ingibjörgu Rögnu Óladóttur, þau eiga þrjú börn; Kristján Gottskálk Guðmundsson, f. 3. mars 1960, kvæntur Hjördísi Svavarsdóttur frá Lyngholti í Skagafirði, þau eiga fjögur börn; Árni Jökull Guðmundsson, f. 21. mars 1962.
3) Halldór Gíslason, f. 21. apríl 1938, bifvélavirki. Kona hans er Fanney Sigurðardóttir frá Borgarfirði eystra. Þau búa í Kópavogi og eiga tvö börn. Þau eru: Gísli Sverrir Halldórsson, f. 19. janúar 1956, hans kona var Jónína Hallsdóttir, þau eiga þrjú börn; Fjóla Kristín Halldórsdóttir, f. 6. mars 1962, gift Magna Þór Geirssyni, þau eiga fjögur börn. Auk þess á Halldór son, Brynjólf Dan. Kona hans er Kolbrún L. Hauksdóttir. Þau eiga tvö börn;
4) Ingibjörg Salóme Gísladóttir, f. 15. mars 1943, bókasafnsfræðingur. Hennar maður er Óli Gunnarsson frá Akranesi. Þau búa í Kópavogi og eiga tvær dætur. Þær eru: Líney Óladóttir, f. 3. ágúst 1965. Fyrri sambýlismaður hennar var Þorsteinn Sigtryggsson og eiga þau eina dóttur, seinni sambýlismaður er Sigurbjörn Kristjánsson og eiga þau tvö börn; Sigrún Óladóttir, f. 4. febrúar 1970. Unnusti hennar er Valdimar Örn Halldórsson.
5) Konráð Gíslason, f. 12. maí 1946, grunnskólakennari. Kona hans er Anna Halldórsdóttir frá Stóru-Seylu í Skagafirði og eiga þau fjögur börn sem eru: Gísli Óskar Konráðsson, f. 6. nóvember 1971, maki Þórey Sigurjóna Karelsdóttir, þau eiga son; Ása Dóra Konráðsdóttir, f. 20. nóvember 1973, gift Árna Ragnari Stefánssyni frá Sauðárkróki, þau eiga tvo syni; Davíð Örn Konráðsson, f. 2. júlí 1975; Elvar Atli Konráðsson, f. 28. júní 1976.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.7.2017
Tungumál
- íslenska