Móðir með barn eftir Guðmund frá Miðfelli

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Móðir með barn eftir Guðmund frá Miðfelli

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1961 -

Saga

Á SUNNUDAGINN var, þ. 19. ágúst, voru við hátíðlega athöfn, sem fram fór í Héraðsspítalanum á Blönduósi, afhjúpaðar brjóstmyndir úr eir af Páli Kolka, fyrrverandi héraðslækni, og konu hans, frú Guðbjörgu G. Kolka. Jón Ísberg, sýslumaður, setti athöfnina og hélt aðalræðuna, en í henni minntist hann starfs Kolka sem héraðslæknis Austur-Húnvetninga í 26 ár og þeirrar forustu, sem hann hafði veitt í því að koma í framkvæmd smíði Héraðshælisins á Blönduósi, en jafnframt rakti hann þann þátt, sem frú Guðbjörg hefði átt í störfum manns síns, og lýsti þeim vinsældum, sem hún hefði unnið sér sem húsmóðir á þessum stað. Kvað hann ýmsa vini þeirra hjóna hafa ákveðið það á sextugsafmæli læknisins að láta gera þessar myndir og setja þær upp í Héraðshælinu, þótt dregizt hefði þar til nú að fá myndirnar fullgerðar og uppsettar. Þorsteinn B. Gíslason prófastur og Guðbrandur ísberg, fyrrverandi sýslumaður, fluttu þarna einnig ræður og tóku mjög í sama streng, en Páll Kolka þakkaði fyrir hönd þeirra hjónanna. Allmargt manna var við athöfnina og var þeim öllum boðið á eftir til kaffidrykkju í baðstofu eða samkomusal Héraðshælisins. — Myndirnar hafði gert Ríkarður Jónsson og er það flestra mál, að þær séu mjög vel gerðar. Það þótti á sínum tíma í allmikið ráðizt, þegar AusturHúnvetningar hófu smíði Héraðshælisins, en það hefur sjúkradeild með 30 rúmum, elli- og hjúkrunardeild nokkru minni, húsnæði fyrir alla lækningastarfsemi héraðsins, og að auki íbúðir fyrir yfirlækni, aðstoðarlækni og annað starfsfólk. Undirbúningur verksins tók sex ár, enda gekk smíði hússins fljótt og vel, svo að með eindæmum þótti með opinbera framkvæmd og varð mjög ódýr, miðað við stærð hússins og það, hve vel var til þess vandað. —• Mátti einkum þakka það dugnaði yfirsmiðsins, Sveins Ásmundssonar, og framkvæmdastjóra verksins, Jóns Ísberg, þáverandi lögreglufulltrúa. Teikningar að húsinu gerði á sínum tíma Halldór Halldórsson arkitekt, en um stærð þess og alla innri tilhögun réði Páll Kolka héraðslæknir mestu.

Í fyrrasumar var sett upp í garði Héraðshælisins myndastytta af móður með barn, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, og var fé til hennar fengið með frjálsum samskotum. Nú er i ráði að setja upp í sjúkrabiðstofu stofnunarinnar eirmynd af < Jósep Skaftasyni, fyrsta héraðslækni Húnvetninga, en hann var læknir þeirra 1837—1875, karlmenni mikið og héraðshöfðingi, auk þess sem hann var mestur, skurðlæknir á Íslandi á sinni í tíð.

Staðir

Héraðshælið; Blönduós:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Svíagígur í Vatnajökli (1919 -)

Identifier of related entity

HAH00516

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00381

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Morgunblaðið, 193. tölublað (25.08.1962), Blaðsíða 6. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1345107

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir