Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
María Guðmannsdóttir (1924-1996)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.2.1924 - 4.6.1996
Saga
María Guðmannsdóttir (Lillý) fæddist í Hafnarfirði 19. febrúar 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 4. júní síðastliðinn. Þau María og Lúðvík byggðu sér heimili á Skólavegi 18, Keflavík, og bjuggu þar lengst af. María helgaði sig heimilinu þar til hún hóf störf í mötuneyti Varnarliðsins árið 1967. Þar starfaði hún allt þar til hún veiktist alvarlega í ársbyrjun 1992 og dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurnesja upp frá því. Árið áður, eða 1991, höfðu þau flust að Kirkjuvegi 1 í Keflavík (Hornbjarg), og hugðust eiga þar rólegt ævikvöld. Útför Maríu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Hafnarfjörður: Sandgerði: Keflavík:
Réttindi
Starfssvið
Hóf störf í mötuneyti Varnarliðsins árið 1967. Þar starfaði hún allt þar til hún veiktist alvarlega í ársbyrjun 1992:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru þau Guðmann Grímsson frá Sandgerði, f. 1.9. 1902, d. 7.2. 1987, og Guðrún Eggertsdóttir frá Hafnarfirði, f. 26.8. 1895, d. 18.11. 1949. María ólst upp í foreldrahúsum í Sandgerði.
Bræður hennar eru Arthúr, f. 13.9. 1932, kvæntur Ásdísi Ólafsdóttur, búsett í Sandgerði, og Reynir, f. 4.7. 1937, kvæntur Ólöfu Magnúsdóttur, búsett í Keflavík.
Hinn 25. október 1945 giftist María Lúðvík Kjartanssyni, trésmið, f. 20.4. 1924, d. 15.9. 1994. Foreldrar Lúðvíks voru þau Kjartan Ólason, f. 3.4. 1890, d. 24.1. 1979, og Sigríður Jónsdóttir, f. 8.10. 1894, d. 21.9. 1972.
Þau María og Lúðvík eignuðust sex börn sem öll eru búsett í Reykjanesbæ;
1) Guðmann Rúnar, f. 20.12. 1943, kvæntur Fríðu Felixdóttur og eiga þau fjögur börn;
2) Sigurður Kjartan, f. 18.8. 1948, kvæntur Önnu Huldu Óskarsdóttur og eiga þau fjögur börn;
3) Guðrún Sigurveig, f. 1.6. 1951, gift Jóhannesi Jenssyni og eiga þau tvær dætur,
4) Hjördís, f. 18.6. 1953, gift Sigþóri Óskarssyni og eiga þau þrjú börn; Ragnheiði, f. 7.5. 1959, gift Halli Þórmundssyni og eiga þau fjóra syni;
5) Særún, f. 17.10. 1961 og á hún tvo syni með Sturlu Örlygssyni en þau slitu samvistum.
Barnabarnabörnin eru orðin þrjú.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.7.2017
Tungumál
- íslenska