Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Margrét Jakobsdóttir Líndal (1920-2011)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
29.5.1920 - 8.10.2011
Saga
Margrét Jakobsdóttir Líndal var fædd á Lækjamóti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 29. maí 1920. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. október 2011. Margrét ólst upp á Lækjamóti þar sem hún kynntist störfum á stóru sveitaheimili og heimilisiðnaði. Þar voru fyrstu kynni hennar af tóvinnu og hreifst hún mjög af þeim vinnubrögðum, sem þá voru óðum að leggjast af, en síðar á ævi sinni rifjaði hún upp þessa þekkingu sína og kenndi öðrum. Útför Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag, 21. október 2011 og hefst athöfnin kl. 13.
Staðir
Lækjamót: Blönduós 1941-1942: Reykjavík 1960:
Réttindi
Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1940,
Starfssvið
var farkennari í Þverár- og Þorkelshólshreppi 1940-41 og kenndi í Kvennaskólanum á Blönduósi 1941-42. Árið 1960 réð hún sig sem handavinnukennara við Laugarnesskóla og kenndi þar til 1985 er hún lét af störfum. Árið 1968 sótti Margrét tóvinnunámskeið hjá Huldu Stefánsdóttur og lagði sig fram um að viðhalda þekkingu um meðferð ullar á fyrri tímum með því að vinna sjálf ullina og kynna vinnubrögðin fyrir ungu fólki og í tímariti Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Hugur og hönd. Margrét kynnti tóvinnu víða, m.a. í Árbæjarsafni og naut hún aðstoðar Kristins eiginmanns síns við kynningarnar. Árið 1976 var þeim boðið ásamt Þórði Tómassyni í Skógum af Smithsonian Institution að kynna forn íslensk vinnubrögð á 200 ára afmælishátíð Bandaríkjanna.
Árið 2008 gaf Margrét stóran hluta af þeim verkum sem hún vann með þessum fornu vinnubrögðum til Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Margrét var dóttir hjónanna Jónínu Sigurðardóttur Líndal, f. 1888, d. 1950, húsfreyju og kennara og Jakobs H. Líndal, f. 1880, d. 1951, bónda og jarðfræðings á Lækjamóti.
Bræður hennar voru Sigurður, f. 1915, d. 1991, bóndi á Lækjamóti og Baldur, f. 1918, d. 1997, efnaverkfræðingur.
Margrét giftist 30. maí 1942 Kristni Gíslasyni, f. 19. júní 1917. Foreldrar Kristins voru Sigfúsína Halldóra Benediktsdóttir og Gísli R. Bjarnason.
Margrét og Kristinn bjuggu í Reykjavík, lengst af á Hofteigi 52, síðar í Jökulgrunni 21 og síðustu fjögur árin á Hrafnistu.
Þau eignuðust fjögur börn.
Þau eru:
1) Jakob Líndal, f. 7.3. 1943, kvæntur Kristínu Gísladóttur. Börn þeirra eru: a) Kristín Mjöll. Dóttir hennar er Halldóra Kristín Alleva. b) Snorri. Dóttir hans er Áróra Hrönn. c) Margrét Rún, gift Davíð Halldóri Kristjánssyni og eiga þau Kristján Þórarin.
2) Halldóra, f. 18.10. 1946, gift Þorkeli Traustasyni. Sonur þeirra er Kristinn Már, kvæntur Ölmu Önnu Oddsdóttur og eiga þau Kára og Fróða. Sonur Ölmu er Sölvi Ólafsson.
3) Gísli Jón, f. 26.11. 1950, í sambúð með Bjarneyju Sigvaldadóttur. Gísli var kvæntur Marjo Kaarina Kristinsson Raittio, sem lést 22. maí 2000. Börn þeirra eru: a) Katri Jónína. b) Jens Kristinn, í sambúð með Önnu Eyfjörð Eiríksdóttur og eiga þau Snædísi Hönnu og Mikael Mána. c) Jón Benedikt, í sambúð með Marta Volina.
4) Jónína Vala, f. 12. 8. 1952, gift Gylfa Kristinssyni. Börn þeirra eru: a) Margrét Vala, gift Stefáni Loga Sigurþórssyni og eiga þau Róbert Gylfa. b) Kristinn Björgvin, kvæntur Ebbu Kristínu Baldvinsdóttur. c) Auður Sesselja.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Margrét Jakobsdóttir Líndal (1920-2011)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.7.2017
Tungumál
- íslenska