Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

12.1.1920 - 31.1.1990

Saga

Margrét Hallgrímsdóttir. Minning Fædd 12. janúar 1920 Dáin 31. janúar 1990 Andlátsfregn Margrétar er kvödd er hinstu kveðju í dag kom öllum er þekktu hana mjög á óvart. Margrét hafði verið hraust, að þvíer best var vitað og hélt sinni andlegu og líkamlegu reisn til síðustu stundar. Hún dó á heimili sínu "á snöggu augabragði". Heilablóðfall varð henni að aldurtila.
Margrét fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Þegar hjónin komu suður byggðu þau sér hús í Ytri-Njarðvík. Læknastofa hans var þar sambyggð. Það urðu mikil umskipti hjá læknishjónunum að þurfa ekki að vera til taks allan sólarhringinn allt árið um kring nema í sumarleyfum eins og áðurvar. Þau bjuggu 27 ár í Ytri-Njarðvík.

Staðir

Hafnarfjörður: Akureyri: Keflavík: Hofsós:

Réttindi

Húsmæðraskólanám í Rvk.

Starfssvið

Hún var í vist sem barn og unglingur og byrjaði snemma að taka mikinn þátt í heimilishaldinu í veikindum móður sinnar. Hún var starfsstúlka á Kleppsspítala þegarhún kynntist Guðjóni, sem þá varað ljúka læknanámi. Hún sat svo í festum þegar unnustinn hélt utantil framhaldsnáms, stundaði nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og hélt heimili fyrir föður sinn og yngri systkini.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Jónína Jónsdóttir og Hallgrímur Jónsson, verkamaður.
Systkini voru þrjú og var Margrét elst, næstur var Jónas er lést af slysförum 1984 og yngst er Sigurlaug búsett í Hafnarfirði. Jónína móðir Margrétar lést árið 1941. Hallgrímur bjó áfram með systkinunum í húsi sínu við Urðastíg, þangað var gott að koma. Hallgrímur var kátur og gestrisinn, fróður og ræðinn. Hann lést árið 1962.

  1. október 1943 giftist hún Guðjóni Klemenzsyni lækni. Hann fæddist og ólst upp á Álftanesi, sonur Klemenzar Jónssonar bónda og barnakennara á Vestri-Skógtjörn og Auðbjargar Jónsdóttur konu hans.
    Guðjón útskrifaðist úr læknadeild Háskólans í maí 1942. Fljótlega þar á eftir hélt hann með skipalest til Bandaríkjanna. Hann hafði fengið styrk úr Rockefeller-sjóðnum og fór til náms í Medical College of Virginia Hosp. í Richmond/Va. Að ferðast frá Íslandi til Ameríku á stríðsárunum var ekkert gamanmál. Þar var áhættan mikil. En för Guðjóns til Vesturheims fór vel. Heim kom hann í september 1943, reynslunni og náminu ríkari. Margrét sat í festum, meðan á námsdvöl hans stóð og notaði m.a. tímann til náms í húsmæðraskóla. Þau giftu sig 1943.
    Eftir heimkomuna vann Guðjón um tíma á sjúkrahúsinu á Akureyri og í Keflavíkurhéraði. Hann var síðan skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði frá janúar 1945. Þar voru þau hjón í 10 ár. Síðan héldu þau suður á bóginn. Guðjón var starfandi læknir í Keflavíkur héraði frá janúar 1955 þar til hann lét af störfum í október 1982.
    Þegar horft er til baka er margs að minnast af langri leið. Hjónaband Margrétar og Guðjóns var elskulegt og farsælt. Um var að ræða gagnkvæma ást og virðingu.
    Margrét og Guðjón eignuðust 5 börn. Börn þeirra eru
    1) Margrét Jóna, f. 28. jan. 1945, skrifstofumaður, búsett í Garðabæ, maki Ólafur Marteinsson flugvirki og eiga þau tvær dætur.
    2) Auðbjörg f. 24. apríl 1948, búsett í Reykjavík, maki Guðmundur Arnoldsson viðskiptafræðingur og eiga þau þrjú börn.
    3) Védís, f. 22. maí 1949, látin 24. apríl 1951.
    4) Hallgrímur, f. 13. maí 1952 læknir, búsettur í Reykjavík, maki Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfr. og eiga þau þrjú börn.
    5) Guðný Védís, f. 21. okt. 1958, hjúkrunarfr., búsett í Reykjavík, maki Ólafur Marel Kjartansson verkfræðingur og eiga þau tvö börn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir (4.1.1911 - 26.8.1987)

Identifier of related entity

HAH01266

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

er maki

Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)

Dagsetning tengsla

1943 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir (4.1.1911 - 26.8.1987)

Identifier of related entity

HAH03903

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

er maki

Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01744

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 5.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir