Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Margrét Ákadóttir (1938-2003)
Hliðstæð nafnaform
- Margrét Ákadóttir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.2.1938 - 6.2.2003
Saga
Margrét Ákadóttir fæddist á Akureyri 1. febrúar 1938. Hún flutti ásamt eiginmanni og börnum til Englands 1963 og bjó þar í rúm fimm ár á meðan eiginmaður hennar stundaði sérnám í lækningarannsóknum. Eftir heimkomu 1968 bjó fjölskyldan í Reykjavík. Húsmóðurstarf var aðalstarf Margrétar, en samhliða því vann hún sérhæfð skrifstofustörf fyrir eiginmann sinn.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. febrúar 2003.
Útför Margrétar fór fram frá Laugarneskirkju 17.2.2003 og hófst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Akureyri; England 1963-1968; Reykjavík;
Réttindi
Margrét ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá MA 1957.
Margrét hóf nám við Háskóla Íslands 1979 og lagði stund á spænsku og ensku. Hún lauk BA prófi í ensku 1988.
Starfssvið
Frá 1989 vann hún með eiginmanni sínum á blóðrannsóknastofunni í Læknastöðinni í Glæsibæ í Reykjavík. Margrét greindist með krabbamein í byrjun desember 2002.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Áki Kristjánsson 25. júlí 1905 - 24. apríl 1984. Bílstjóri á Akureyri 1930. Bifreiðarstjóri á Akureyri. Síðast bús. í Reykjavík og kona hans; Ólöf Áslaug Jóhannesdóttir
- ágúst 1909 - 7. júlí 2011. Var á Akureyri 1930.
Margrét giftist í desember 1957; Jóhanni Lárusi Jónassyni lækni, f. 12. júní 1934.
Foreldrar hans voru Indíana Gísladóttir, húsmóðir á Akureyri, f. 6. desember 1904, d. 14. ágúst 1990, og Jónas Jóhannsson bóksali á Akureyri, f. 12. janúar 1896, d. 10. maí 1982.
Synir Margrétar og Jóhanns eru:
1) Áki Jóhannsson sjálfstæður atvinnurekandi í Kópavogi, f. 10. október 1958, maki Guðlaug Júlía Sturludóttir, BA í sálfræði, f. 10. desember 1962. Börn þeirra eru Katrín, f. 21. desember 1985, Tómas Arnar, f. 22. febrúar 1999, og Margrét, f. 14. apríl 2001.
2) Jóhann Lárus Jóhannsson stúdent, f. 17. nóvember 1961. Börn hans eru Margrét Heiður, f. 17. júlí 1981, Jakob Smári, f. 30. mars 1999, og Jasmín Lára, f. 15. apríl 2000. Dóttir Margrétar Heiðar er Hrafnhildur Diljá, f. 10. júlí 1999.
3) Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Hafnarfirði, f. 7. nóvember 1962, maki Dís Sigurgeirsdóttir lögfræðingur, f. 2. ágúst 1970. Sonur þeirra er Jóhann Lárus, f. 13. september 1999. Dóttir Dísar er Gabríela, f. 11. júlí 1996. Dætur Jónasar af fyrra hjónabandi eru Elín Anna, f. 12. október 1987, og Anna Margrét, f. 27. mars 1990. Jónas á einnig aðra dóttir, Guðlaugu Hrefnu, f. 7. febrúar 1993.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.10.2019
Tungumál
- íslenska